Nafn skrár:JakJon-1857-11-17
Dagsetning:A-1857-11-17
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum, 17 Nóv. 1857.

Ástkæra systir!

Eg man nú ekki hve langt er sídan eg skrifadi þér seínast eda hvenær eg fekk bréf frá þér, en hvad sem því lídur, fer eg ad yrkja uppá nýann stofn ad skrifa þér, til ad þakka þér, fyrst af öllu, alla systurlega ástúd.

Okkur frændum þínum hefir lidid bærilega í sumar; Heilsa foreldra okkar er lík og ádur, módir mín liggur nokkud opt; hann næstum aldreí, en mikid er nú ellin farin ad draga af honum, en mágkona okkar hefir verid vid sömu eýmdina, og

sjaldan getad tekid á nokkru sér til afþreííngar eíns og ádur, um veturnæturnar versnadi henni á ný medfram af umgangsveíki, og hefir verid sáraum sídan. Þad er þreýtandi fyrir þá sem horfa á þrautir hennar.

Séra Eínar í Vallanesi giptist í haust Jóruni Stefánsdóttir frá Hnaurum (sem kom ad Hlíd.) og dóttir hans átti bónda son af Völlönum; séra Hallgrímur vígdi þau saman. Gudrun á Adalbóli dó í haust. Líkid var flutt yfir Jökulsá á drætti, og var þad so þungt ad alt ætladi sundur ad ganga. Þad er nokkud ógurlegt ad fara yfir ána á dráttanum og enda á Brúnni. Margrét dóttir séra Þorgríms giptist í sumar Kristj. Krojir snikkara, og reístu þáu bú á Hvammá.

Eg fór uppá Tungu í haust med Mdm Augustu Svendsen, því eg hafdi ekki

hvorum tveggja verdi ánægja ad því mig hefir opt langad til ad skrifa honum, medan ekki fréttist um ástand hans nema á skotspónum, en eg mundi ekkert eptir honum og þekkti hann ekki nema ad því er mér var sagt, og af bréfum, en alt þad hefir mér gedjast so vel ad hugur minn hefir opt verid nálægur honum í sorgum hans; ef þú heldur hann sé fær um mikid ferdalag þá hvettu hann til ad koma austur í vor. Þegar þú skrifar mér þessunæst þá segdu mér eítthvad af honum, og berdu honum nú hjartans kvedju mína.

Sr. Hallgrímur tók Jón cand, GuttormsS. til ad kenna drengjunum í vetur, og er hann seztur ad med þá fyrir 3 vikum. Tómas hefir aldur til ad fara sudur í sumar, hvernig sem so fer, en Jónas er á 12da árinu, geíngur lærdómurinn nokkud skrikkjótt fyrir honum. 24 eru hér heímilisfastir í vetur, og er opt þröngt þegar gestir eru, því bærinn er heldur lítill.

Foreldrarnir og frændurnir hédan bydja hjartanl. ad heílsa þér, og þínum og þeím af vistkimonum sem þú nærð til; en sjálf þig kved eg -ásamt manni og börnum- med óSkum allrar blessunar.

Þín jafnan mynnug og elsk. systir

R. J. Jónsdóttir.

Myndir:12