Nafn skrár: | JakJon-1867-11-18 |
Dagsetning: | A-1867-11-18 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum 18. nóvbr. 1867. Elskulega systir mín! Hjartans þakkir fyrir þínar ágætu vidtökr í haust og alt ástúdlegt! Ekki huxadi jeg þó ad innihald míns fyrsta brjefs til þín mundi verda harmafregn sú, en jeg nú med vidkvæmasta söknudi tilkynni þjer nefnilega ýmisl., hún vard strax aptr málhress, skilja okkur; þad eina gat jeg efnt. Jeg stód upp egar byrjadr var útgöngusálmurinn, flýtti mjer inn, og Á sunnudagsmorguninn þann 30. okt settist hún upp eínsog vant var, en kvadst þó egi mundi treýsta sjer í Kirkju, beiddi jeg hana umfram alt ad reýna þad egi á sig, þó mjer þætti tómlegt ad fara án hennar hún bad mig tala egi um þad og fara í Gudsfridi; hún kvartadi þá ekkert nema um þróttleýsi, las ýmist eda taladi vid okkur med sinni vanal. blídu og umhyggjusemi, hún var svo ástúdleg og róleg; þad var himnesk ró. Svo fór jeg í kirkjuna, kvaddi hana og kysti, og kom inn aptr eptir skriptir, hún sat þá enn uppi og bad mig ad ljá sjer lestrarbókina, eg bad hana reýna egi á sig ad lesa, því dimt var uppyfir, sagdist jeg skyldi lesa henni strax og jeg kæmi úr kirkju, og sagdist hún þá ætla ad leggja sig útaf medan kyrdin væri; jeg fór þá aptur og kom út um gudspjallid. Nokkurn tíma seinna kom stúlka sem bedin var fyrir hana ad rúminu og heýrdi hana sofa rólega, í Kirkjunni var einhver órósemi yfir mjer; jeg huxadi næstum um ekkert nema hana, og þó var hún ekkert veikari þennann dag, gud veit, jeg einsetti mjer þá -einsog reindar svo opt ádr- ad vera henni til gledi þad jeg gæti, hjúkra henni, ljetta henni lífid, og láta ekki nema daudann ad minni meiníng aldrei goldin. Ó, hvad jeg óskadi ad daudinn hefdi komid ad á annann hátt, svo jeg hefdi getad sjed hann nálgast, vakad yfir henni og hjúkrad henni, en þad var eigingjörn ósk; gud vildi láta hennar sídasta stríd vera stutt og ljett, því opt hafdi hún stadid í ströngu (strídi), og þegar jeg gat sansad mig sá jeg hve fagur og blídr þessi daudi var; líf hennar var stödugur undirbúníngur undir þessa stund, þó hún taladi ekki opt um hana, (jeg get valla sagt hún mintist nokkud á dauga sinn, þennan stutta tíma sem vid nú aptr vorum saman.) gudræknin var máttarstólpi hennar. Opin sálmabók lá ofaná rúminu og þessu flett upp "Hver veit hvad fjærri er æfi endi?" Gleraugun ljet hún sjálf í húsin, ádr en hún lagdi sig útaf, og í kassa sem hjekk ofanvid rúmid, enginn dráttur í andlitinu eda hreífíng, sem sýndi ad hún hefdi fundid mikid til, enda hjelt læknirinn þad hefdi ekki verid, ædhefdi slitnad eda stífnad í lúngönum á einu augabragdi; medal annars skar þad mig mjög sárt ad jeg hefdi ekki verid hjá henni þessa stund er þad hefdi komid mjer eins á óvart, daudinn hafdi komid án nokkurs fyrirvara. Nú var þetta skæra lífsljár slaknad, sem hafdi lýst svo fagurlega ekki eínúngis okkur, heldr svo mörgum sem adstodar þurftu og hún nádi til, en hún nádi ótrúlega lángt. Jeg vakti sjálf yfir líkinu og Frída, og bjó hana sjálf til molda. þad var mjer svölun. Nú hvílir hún vid hlid födr míns. Jardarförin framfór 30. október, söng Sr Sig. Gunnarsson yfir henni og sjera Þorgrímur sem altaf reýndist foreldrum okkar tryggur og gódr vinur var hjer líka, stýrdi öllu svo vel bar sjálfur Kistuna, ásamt Jónasi, Thorlasins, Tulinsius og hreppsstjóranum og fl. bændum sem skiptust á um þad. þeir hjeldu sína húskvedjuna hver, og sína ræduna í Kirkjunni hver og fórst þad vel ad minni meíning; þeir þekktu hana bádir vel og er jeg viss um ad þeir hafa sagt þad sem þeir meintu. Eitthvad milli 40 og 50 voru vidstaddir, fáir voru bednir en fleiri komu af egin löngun, því hver sem þekti hana, virti hana og elskadi. Sr Hallgr. ljet alt vera sómasamlegt -einkum kistuna- vona jeg þad sje samkvæmt vilja allra barnanna og tilfinníngum. Sr Hallgr og þau hjónin ega vissulega þakklæti okkra alla skilid, fyrir þad ad þeím audnadist hvílast nú bædi, er þad hid eina sem vid getum sýnt med ást okkar og virdíngu. Sr Hallgr. bidr hvort ykkar fyrir sig ad láta sig vita tillögr sínar í þessu efni, mun hann þá annast um útvegurnar. Ekki er þad meíning okkar ad mikid væri borid í vardinn en hann sje sómasamlegur. Sr H. skrifar Pjetri áhrærandi skiptir, sem hann á ad láta ykkur sem næst eru sjá, jeg verd fegin ad geta ad veít okkar sælu foreldrum hæli og adstod í ellinni, sem þau bædi voru svo hjartanl. þakklát fyrir, og sögdust egi sjá ad þau hefdu annarsstadar getad fengid slíkt, án þess þau á nokkurn hátt efudust um viljann. þaug elskudu jafnt öll sín börn, þó heírdi jeg hana stundum segja þad liti egi svo út fyrir sjer, því þaug sem áttu bágast lágu henni altaf þýngst á hjarta; af jardneskum áhyggjum þrýstu bágindi Sigurgeirs mest ad henni, og ad hún hefdi neýdst til ad gera ójafnt med börnum sínum fyrir hans skuld; seínasta daginn sem hún lifdi taladi hún enn sem xx Jeg er hreint uppgefin ordin ad skrifu, því vid viljum ekki neýtt ykkar fái þessa harmafregn á skotspúnum og svo er jeg svo lángord, af því jeg veít ad hin sídustu atvik muni interessera ykkur. En afþví tíminn er ordinn stuttur ætla jeg ad bidja þig sýna Sr Þorláki þetta brjef og bera honum ástarkvedju mína, ef jeg ekki kemst til ad skrifa honum. Mjer lídr nú ad ödruleýti vel, nema hvad söknudurinn svídr; hann vakir en sefur ekki. Opt sagdi jeg okkar sælu módir frá ferdinni í haust, hún vildi vita alt eíns nákvæmast um ykkur börn sín, ekki síst hin úngu. Mikill hefir fögnudrinn ordid þarsem hún hefir mætt födr mínum og hinum úngu börnum ykkar. Vid untum so lítid þessarar stuttu stundar í haust fyrir annríki þínu, og fyrir því ad jeg var einhvernvegin utanvid; jeg huxadi um ekkert nema ad komast heím. Þú sjerd ad jeg tala máli tilfinnínganna fremr en skinseminnar, bættu úr brestonum góda systir. Hjónin og frændfolk bidja hjartanl. ad heílsa og jeg börnonum og ödrum gódum kunníngjum, þarámedal Sigurgeiri Þorlákssyni. Vertu blessud og sæl! gud gledji ykkr og huggi okkur öll. Þín harmandi systir Jakóbína. Vid erum enn ekki búin ad fá hjá Photographnum nema Prövekort, sem jeg sendi þjer; vedrid var svo þikt ad þad er eíns og móda yfir því; ó, hefdir þú sjed hvad hún var falleg enn, valla nokkr elli krukka á andlitinu og hárid so mikid adeins gráspreingt. |