Nafn skrár:JakJon-1868-03-26
Dagsetning:A-1868-03-26
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum, 26. marz 1868.

Elskulega systir mín!

Þó ad þitt kæra nafn hafi ekki verid undir neinu brjefi til mín í vetur, hefi jeg fengid 2. brjef frá manni þínum, skrifud á Húsavík, sem jeg þakka ykkur bádum hjartanlega, því þín mun jeg adnjóta. Gudi sje lof ad allt er bærilegt ad frjetta af ykkr, og jeg óska ykkur af öllu hjarta til lukku og blessunar med unga soninn! Ekki var jeg svo skarpskygn ad mig grunadi þetta í haust, hú er heldr enn ekki farid ad fjölga í skákinni hjá þjer; gud gefi þjer sem lengst heilsu og hamíngju ad veita húsiþínu forsjá. Bródir þinnog minn skrifar nú manni þínum eitthvad um hina eptirlátum muni foreldra okkar, höfum vid skrifad upp allt þad sem hún ljet eptir sig hjer, sém reýndar var ekki annad en fötin, og hefir mágkona mín virdt þau, reýndar mikid látt, jeg vildi nú ad vid systr kiptum þeím medal okkar, því jeg efast mjer ekki um ad þid sjeud í því skaplíkar

ad þid viljid ekki þessar litlu menjar fari til vandalausra eda verdi seldar. Viltú nú ekki fyrst og fremst elsku systir velja þjer þad sem þú kynnir ad vilja af listanum, t.a.m. bolinn vil jeg endil. ad önnur hvor ykkar Hólmfrídar fái. En -skyldu ekki peisufötin- sem eru alveg óslitin passa Hólmfr. betur en þjer, og svo áttú víst klædisföt. Stolsokkurinn er mikid gódr, ad er einskonar utanyfir kjóll skósídr vattadr. Ekki eru um mikil fötin, en þú þektir módir okkar hvad hún vildi brúka handa sjer. Hríngurinn stendr hvergi skrifadr enn jeg geými hann. Þú trúir ekki hvad óþægilegt þad er tilfinníngum mínum ad vera ad skrifa og huxa um þetta en þad hlýtur so ad vera. Engann held jeg hafi getad lángad meir ad jafna milli barna sinna en módr okkar, og "þó lítr marg út eins og hlutdrægni" sagdi hún stundum, medal annars sveíd henni ekki minst hvad þú hefdir lítid fengid, en til hvers eru tóm ord um þad. Máske Sigurg. sje nú búinn ad heímsækja ykkr, hrædd er jeg um honum audnist ekki ad reisa sig vid hjedanaf, nema

medal annars hvad Steinninn kosti, og var víst ómögul. ad fá nokkud varanlegt fyrir annad eins verd, því steinar erlendis eru fjarska dýrir. Jeg segi þjer sat ad bædi vid höfum haft fyrir augum ad gera engann fjarska kostnad. Flestir sem voru vid greptrunina komu óbodnir eins og sidr er til vid greptranir, t.a.m. úr kaupstanum, af ást og virdíngu vid hina dánu, og þó fanst mjer og ockr heíra til ad gera vel vid þá; margír þeirra höfdu sýnt henni sjerstaka velvild. t.a.m. Sr Þorgr. og Læknirinn sál. -Jeg veit ekki hvort foreldrar mínir hafa getid þess ad ekkert rúm gæti komid til uppskriptar, mitt rúm sem stendr á listanum var afhent mjer 1862 um vetrinn, en eptir þad brókadi módir m. þad altaf en vid Frída rúm födr míns, sem bædi þau ánöfnudu Frídu eptir sinn dag, og er nú ordid mikid slitid. Engann furdar víst á þó rúmfötin hafi geingid saman sídan í Rhlíd, því enga hefir verid bætt vid, nema 1a eda 2an seglverum á Kirkjubæ, sem nú eru utanum þessar sængr okkar Frídu.

ef einhver gerir miskunarverk, en hver mun fær um þad; þad ætlar ekki ad rjettast vid þó börnin komi á legg. Enginn veít hvad bágindi hans tóku á módr okkar sem ýmist hann eda adrir kvörtudu um, einkum Sveitarforstjórar, sem altaf vísudu honum híngad. Jón var hjer um tíma í vetr, lá nefnil. í kvefveikinni, og nú er Þurídr hjer, fóru þeir sem komu med hana med stórt æki af fiski og hákalli til Sigurgeírs; Þurídr er skörpust og sinnumest af þeím börnum. Þad vildi jeg þid sistkin mín yrdud nú ánægt med afskipti og adgjördir Sr Hallgr. í þessu máli, hann hefir mikid fyrir því, og mikill fögnudr er okkr þad öllum sistkinum, ad foreldrar okkar áttu athvarf hjá honum í ellinni, jeg var nú reýndar eíni sjónarvotturinn. Þad lítid sem jeg á hlut ad vitna jeg til samvizku minnar, ad jeg vil koma fram hlutdrægnislaust; ó, hvad jeg vildi fegin hafa getad talad um þetta vid ykkur hjér munnl,. eins og um missir og söknud okkar; allt verdr so ruglíngslegt á pappírnum. Sr Hallgr. segir manni þínum

Slisalega tókst til í Þíngmúla med brunann og þó var þad lán úr óláni ad egi brann allr bærinn; mannfjöldi kom nefl. svo fljótt því þar er mjög þjettbýlt Eldhús búr og gömul stofa med geýmslulopti brann til ösku, úr þeirri stofu vard bjargad nokkru af fötum, sængrfötum hirzlum og fl. en á loptinu brann alt, hjerumbil 20 sdr af kornmat, caffi og sikr, vætt af hverju, vín og brenniv. klædi og ljerept, tólg og rúml. Skott af ull, auk margs og margs smávegis -því vel bjó kallinn- Í eldhúsi voru 30 SaudarSull, og svo hefir búrid ekki verid tómt, enginn matr var þar til eptir nema Saltkjöt, og ekki var bjargar ad leíta í Kaupstödum nema so lítid af korni á Eskifirdi. Bródir m. hjálpadi honum (Sr Þorgr.) um kornmat og einkum ímisl. smávegis. Ýngsta dóttir Sr Þorgr. liggr í vetr í Tóms ad muna halda, og sjálfr hefir hann verid mikid lasinn, en nú er fátt til bjarga í því efni, sídan Læknirinn dó, sem mags saknar nú þó ekki væri ánægdr vid hann ádr, mörgum mönnum er

vanþakkad en fáum einsog Læknum. Þad vildi jeg ad madrinn þinn eda einhver málsnjall madr, ljeti til sín heýra opinberlega útaf póstgöngonum í betr, í fyrra dag, fjekk jeg hid fyrsta brjef úr Rvík, eptir ad jeg fór þadan og eptir 6 og 1/2 mánud, og nú ega brjefin sem vid skrifudum í janúar ad bída fyrir nordan jeg veít ekki hvad og hvad, engir verda eins hart útundan í þessu og vid austfyrdíngarnir, en blessud hógværdin eda afskiptaleýsid lætr hjedan aldrei til sín heíra. Jeg vona ad geta sent þjer buxur handa Kristján í sumar -so sem uppí þad sem madrinn þinn á hjá mjer- og á ad verda gráleít samkemba í þeím, en hvort jeg get fengid nóg handa Byrni veit jeg ekki. Björn litli greýid skifadi mjer, og lætr vel af þeím frændum. Ekki hefi jeg skrifad Sr Þorl. en jeg bid þig nú eins og í vetr ad bera honum kæra kvedju mína, og segir honum eitthvad úr brjefi þessu. Þá bad Sr Hallgr. mig ad bidja ykkur um "uppbeiknan" yfir hin ámyndag

en hvad hún gjördi med þá penínga get jeg ekki gert greín fyrir. En penínga þá sem eptir födr minn sál. fundust og um afgeingu útfarar kostnadi hans, veít jeg ad mestu leýti um, ad þeir fóru í nokkrar smáskuldir, eda hún vjek af þeím þá strax, þeím er hún þóttist skuldbundin hans eda sín vegna. Ekkert er nú reýndar til skriflegt um, hvad módir mín ætladi ad gefa Sr Hallgrími med sjer, en jeg heýrdi hana opt segja, eptir ad fadir minn sál. dó, ad hún ætladi til þess ekkjupart sinn af Kirkjubæar tekjum, sem hún framanaf efadist ekki um ad hún mundi fá.

Madrinn þinn stingur uppá í brjefi til mín ad umsteípa æfisögu födr míns eda bæta einhverju um módir mína vid hana, og fellst jeg á þad, en ætla ekki ad tala meir um þad í þettad sinn

Jeg hef á engum manni sem hlut á ad eins gott traust og manni þínum hvad skipti þessi snertir. Þad gæti

um "uppteiknan" yfir börn brædra okkar Sr Þorsteins og Jóns sál.

Sr Hallgr. sendir nú manni þínum lista yfir öll útlát foreldra okkar, og þad sem til er eptir þau, og ef nokkud er ótalid, þá er þad ekki af ásettu rádi. Sr Hallgr. er hinn mesti reglumadr, med allt sem geingur gegnum hans hendr, skrifar allt jafnódum og eins harrentr og landskuldir sem módir mín fjekk ad nordan eptir dauda födr míns, nema þad sem hún kann ad hafa brúkad til smáþurfa sinni, og sem jeg, þó hún hafi stundum sagt mjer frá því, man ekki eda setti á mig, enda vona jeg engum atlist til ad vid getum gert grein fyrir hverju skildínguryrdi sem hún hafdi undir hendi. Jeg man ekki hvort jeg gat um í brjefum til þín ad hún skipti fötum födr míns sál. med þeím brædrum, Sigurg. Bened. Pjetri og Jóni sál. svo hvor þeirra fjekk lítid eítt, því fötin voru ekki mikil. En jeg vissi til ad hún seldi hempu og frakka Sr Sigurdi, fyrir eitthvad um 20rdl.

verid bædi gagn og gaman ef hann hefir tíma til ad skreppa híngad austr í sumar öjeg veit Sr Hallgrími þætti vænt um þad- en nóg mun hann hafa annad um ad huxa, og færra sem dregid gæti hug hans híngad enn ádur. Þakkadu honum aptr fyrir hin hluttekníngarfullu brjef hans, og alla mannúd mjer sýnda; þú sýnir honum brjef þetta.

Berdu öllum gódkunníngjum kæra kvedju mína, en ykkur hjónin og börn ykkar kved jeg hjartans beztu óskum.

Þín elsk. systir

Jakóbína

Madm Solveig Jónsdóttir

á/Gautlöndum.

Myndir:123456