Nafn skrár: | JakJon-1868-07-16 |
Dagsetning: | A-1868-07-16 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum, 16 júlí 1868. Elskul. hjartkæra systir! Beztu þakkir fyrir 2. elskuleg brjef í vor. Þad sídara af 1. maí med póstinum, sem seinast fór skrifadi jeg engum manni, því á vorin mínka brjefaskiptirnar fyrir mjer, enda er ekki skadinn skedr med því. Í nótt kom Jónas á Halldórsstödum og dætr Fridfinns á Litluvöllum, segja þau allt gott af ykkr frændum mínum, sem jeg verd fegin ad heýra. Med honum sendi jeg buxnaefnid, sem reýndar er ordid ad buxum, þó hvad virki sje á, jeg hef gripid í þad á hlaupu fyrirfarandi daga, en kannske þad verdi nú fremr ad ógreída en hinn, sem mig langadi til og þær færi illa, en heldr huxadi jeg þær yrdu ofstórar en aflitlar; Kristján mun heldr eígi brúka þar fyrri en ad vetri, ad hann kemr sudr aptr. Lakast þikir mjer ad vadmáldi er ekki eins þikkt (gróft) og jeg vildi, og vera þarf í buxur svo þær fari vel, en mágkona mín heldr altaf vid þad einsog því midr, margir af hinum ungu mönnum. Þad vildi jeg elsku systir! ad þú tækir til eitthvad, sem þú gætir helzt brúkad af fötum módr okkar sál. Ekki var jeg hrædd um eptir mál frá ykkar hendi, þó jeg hafi maske ordid oflang ord um þad í sídasta brjefi. Mjer og öllu okkar fólki lidi vel. Forláttu stutt og ónýtt brjef; berdu kærustu kvedju mína manni þínum og börnum, en sjálf ertú allrabezt kvödd af þinni og ykkar elskandi systir Jakóbína Frændfólkid bidr kærlega ad heilsa. gud sendir þjer fyrir mædu og fyrirhöfn þína, eda svo álít jeg þad. Þú vinnr medan daga er, eins og módir okkar sál; gud gæfi kvöld þitt yrdi einsog hennar. jeg er hrædd ad jeg leggist ekki fyrir med sömu medvitund og þid, um nytsemi þá, sem sig hefi gjört, en sleppum nú þessu. Tómas kom heím viku fyrir hvíta sunnu, hann var gódr og gladr eins og hann var, skemtinn og alúdlegr, og hefir mikinn hug |