Nafn skrár:JakJon-1868-11-20
Dagsetning:A-1868-11-20
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum, 20 nóv. 1868.

Elskulega systir mín!

Min samviska ásakar mig, fyrir þad, medal annars, ad jeg hafi vanvært ad skrifa þjer, sem jeg er viss um ad ert ein af þeim, er leggur þó rækt vid mig, ad vilja vita hvernig mjer lídur. Þad er nú líkt og verid hefir, þad er ad seigja vel, og gott er medan svo geingur; þad finnur madr bezt þegar þeir dagar koma, sem vant er ad segja um "mjer líka þeir ekki." Sídan í sumar ad sistkinin frá Hlíd komu, hefi jeg ekkert frjett af ykkur eda ödrum fyrir nordan. Niels póstr fullvissadi okkr um ad hin miklu illvidri, í midjum Október, sem í Múlasýslunni gjördu ómetanlegann skada, hafi ekki ordid ad miklu tjóni fyrir nordan Jökulsá, og gott er þad ad vita. Næstum hver einasti madur hefir mist mikid fje, sumir allt ad helmíngi og

vid sjáfarsídu báta og skip og komast þvi eigi á sjó til bjargar sjer, svo ekki lýtur út fyrir minst bágindin í vetur.

Med haustskipi fengum vid brjef frá brædnum hafdi þeim geingid vel til Hafnar; Jónas var nú ad sækja um ad komast inn á háskólann; hann vard fegin ad meiga sigla fremur en fara á prestarskólann, sem fadir hans vildi þó heldur, eda þótti minni hættu undirorpid, en hann á gódann leidtoga þar sem Tómas er. Mig langar til ad heíra eitthvad af Stjána þínum, en sjálfur er hann sparsamur á því, sem von er; nú er ekki langt eptir af skóla tímanum fyrir honum, optast ad vandast um hvad úr á ad ráda, af því ad efnahagur og þad sem madur er hneigdur til, er ekki ætid gott ad samrýma. Nú verdr liklega ekki eis ónædissamt í vetur fyrir mann þinn og á undan hefir verd; þó er hægra ad koma ýmsum sona á en af, og svo er um gestnaudina. Hvernig líkar ykkur vid nýa sýslu-

Berdu ástkæra kvedju mína vinum og vanda mönnum; jeg óska ykkur alls sem jeg veit bezt.

Þín ávalt elsk. systir

Jakóbína.

Solveg systir min.

manninn? Kona hans er lagleg og ali hennar af gódri rót runnin.

Þú hefir eflaust frjett lát Jóninu dóttir sr Þorgríms í þingmúla, og þá dóttur eru Halldórs á Hofi, bádar ungar og mjög efnilgar stúlkur; enginn kemur læknirinn, blessada Stjórnina tekur ekki mjög sárt þó vid vellum útaf; hjer er ekki svvo mikid sem Homörphat. Ekkja Thorlasiusar sál. hefir óseld medöl, eda einkum margt sem til medala heirir.

Forláttu elskul. systir, þó brjef þetta sje bædi stutt og ónýtt; jeg vona ad sjá einhverja línu frá þjer, þó ekki eigi jeg þad skilid, segdu mjer margt af börnum þínum ad ógleýmdum Kristjáni Ekki muntu eiga mynd af honum til útbýtíngar þeím er feiginn vill eiga hana, eda madur þinn mynd af sjer, mig mynnir jeg fengi einu sinni hálfgert loforð fyrir henni. Um sjálfa þig mun nú ekki vera að tala, nema ef Tryggvi hefd í haust ykkur.

Myndir:12