Nafn skrár: | JakJon-1869-04-13 |
Dagsetning: | A-1869-04-13 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum, 13. apríl, 1869. Elskulega hjartkæra systir! Ástar þakkir fyrir þitt innilega brjef af 12. des. f.á. og hin mörgu merki um þitt systurþet sem mjer mun seint úr minni lída. Þad hefir jafnan verid mín mesta gledi ad fá gódar -eda ad minnstakosti bærilegar- frjettir af sistkinum og vinum mínum, mjer hefir og opt fundist ad þeirra hagur liggja mjer á hjarta ekki sídur en minn eginn, en vera má þad sje af því ad jeg hef kostad minni áhyggju uppá adra ad miklu leýti. Af okkur er mjög lítid ad segja allrasíst nýtt, jeg uni lika fullvel hinu gamla þegar þad er gott. Mjög eru nú ordnir alvarlegir tímar þykir mjer hvad hardindin og hallærid snertir. Jeg man eptir hvad ótrúlegt mjer þótti margt er foreldrar mínir sögdu, frá fyrri árum þeirra; þad gledr mig nú ad þau lifdu eigi 2 ígær, og er nú mjög óskemtilegt út ad lýta. Menn ætludu ad fara ad senda báta í vor til Hákalls og fiskjar og hafa efnt med mesta móti til útgerdar er þad bídur nú vid. Brædurnir Tómas og ónast skrifudu med póstskipi, sem kom á Beruförd 20. f.m. og ljetu vel yfir sjer. Sigrídur skrifadi mjer líka, ekkert rád gerir hún fyrir heímkomu þeirra Skapta. Þad er gledilegt fyrir ykkur ad eiga son efstann á bekki á skólanum, einsog jeg Jeg úrinda mjer ad nýbreýtnin um kosningarnar nái egi til mágs míns, og ad Þingeýingar hafi vit á ad halda sjer við hið gamla, Hallgr. bródir bidu kærlega ad heílsa ykkur. Þakkar Jóni fyrir brjefid en segist ekki geta nje hafa mikid ad skrifa núna. Hann segir líka því sje svo fjarri ad hann sje á móti ad samid sje um ad Vogasalan hin fyrri megi standa, ad hann hafi gert alt sitt til ad fá Sýslum. Olivarius til ad samþykkja þad, og hafi sent Jóni leýfi hans og part úr brjefi í vetur um, ad Jón mætti semja um þad vid Hjálmar. Jeg vona ad hafa þetta rjett, eptir því sem mjer var sagt. Ekki hefir þú gert vídreýst systir! nú hin seinni ár; mjer datt þad í hug útaf Kaupstadarferdinni sém þú segist hafa farid. Mjer dettur líka í hug hvad mörgum stundum jeg hef verdi til ferdalags, í þær ferdir sem þú þekkir til, því annad hef jeg mjög lítid farid, og er jeg hrædd um þeím hafi ad mörgu leýti verid ónytjanlega eýtt. Misjafnt höfumst vid ad systir gód! Þad er fallegt ad hafa mikid starf og margar skyldur og leýsa vel af hendi Berdu kæra kvedju gódvinum og frændum, en helzt og bezt manni og börnum. Þín síminnug elskandi systir Jakóbína. |