sv 10/11 72 send chrst Kvæði umb Skarði 6 október 1872 Heiðraði herra stúdent Með innilegu þakklæti til yður kærkomn firir bréf og kærkomna sendíngu sem barst í mínar hendur þann 4 þ.m; birja eg þessar línur; mér kom einkar vel að fá þennann síðari part kvæðanna, því mér fanst altaf að hinn parturinn væri sem fallinn af himnum ofan að nokkru leiti ókunnugur á vorri jörðu þar sem hann hafði hvorki upphaf né endir, en nú er hvortveggja komið í þessum síðari; Mér finst að vísu mikið meira til firri partsins farið þangað er safnað öllum fegurstu kvæðunum athugasemdir Jóns Ólafssonar met eg að litlur þær lofa sjalfar seini höfund enda mun þeim ekki veita af því ef hann á nokkurt lof að fá! Eptir yðar góða boði sendi eg yður báða partana og mindina af Kristjáni sál. til þessar bindiþá inn, mér þikir vænna um bækurnar enn eg vilji láta þær liggja í blöðum þegar annars er kostur Meðal annara orða, þá er eg yður mikið þakklát firir hólið sem að þér setjið uppá bréfið mitt, mér þikir að vísu mikið væntum að mér sé hælt framyfir það sem eg á skilið, enn með góðri samvisku gét eg ekki tileinkað mér þettað svo var mál með vexti að þegar eg fékk bréfið frá yður dagsett 6 oktober 1870 þá fann eg að eg var eingvan vegínn fær um að svara því bréfi einsog hæfði beiddi þess vegna mann að hjálpa mér sem góðfúslega varð við bón minni og skrifaði hið umtalaða bréf upp frá sínu eigin brjósti; það getur þess vegna hvorki verið mer né mínu kini til heiðurs. Eg enda þennann ómindar miða með að biðja yður að forláta hans snúðana, ófullkomlegleika enfremur með hverskins heillaóskum með vinsemd og virðíngu AMAndrésdóttir |