Nafn skrár: | JakJon-1870-03-31 |
Dagsetning: | A-1870-03-31 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum, 31 marz, 1870. Elskada systir mín! Brjef þitt mjög Systrlegt, einsog öll hin fyrri systkin þess, færdu nú loxins ástar þakkir fyrir i þad var skrifad 6-14 Desbr. í vetr, en med þessum pósti fjekk jeg frjettir um ad þú værir veík, þó ekki mjög Þessvegna brýt jeg enn í dag vid engu vissu af framtídinni, því eínsog svo margt hefir hindrad úrslitin hingad til, sem jeg, af eínhverri stífni er jeg setti í mig, hefi geýmt þangad til ef Gr. Th. kæmi hingad, þá getr eítthvad komid í veginn enn. Jeg er nú hrædd um þú hristir höfudid yfir mjer og heímsku minni, ó, ad jeg væri komin, eda reýndar fyrir löngu og mætti tala munnlega vid þig; þá skildi jeg segja þjer svo nákvæmlega, sem jeg gæti frá huxunum mínum og af hverju jeg hef látid stjórnast hvada dóm sem þú feldir á þad, en á pappírnum get jeg þad ekki svo jeg sje ánægd med og verd enn ad geýma þad til seínni tíma. Hvad innil. hefi jeg ekki óskad, medþví jeg var sjálf svo tvírád, ad eínhver rödd, sem jeg hefdi mátt reída mig á, segdi vid mig hvad jeg skildi ráda af, en hvar mundi hafa þorad ad taka þad ansvar uppá sig? Þid sistkin eldrar hennar, svo þad er nú allt í gódu lagi. Fáir voru gestir í Brudkaupinu, hjerum 20 trúi jeg. Sr Sig. próf. vígdi þau saman Sr Magnús byrjadi sálminn; hann hefir verid Kapilan bródr okkar þetta ár. Á sunnud. var bodid Sr Hallgr. sjálfr til messu í fyrst skipti sídan um páska í fyrra, en þá var vedr ófært. Jeg hef verid ad segja Frídu Petrsd. ad koma til þín; ef þú kynntist henni huxadi jeg þjer mundi eígi falla illa vid hana; hún horfir meíra á þad sem nytsamlegt er sjerl.
Í þessu bili reid Talinius kaupm. hjer hja til ad flýta sjer heim og brj. kom frá Tómasi frænda sem lídr vel og gerir rád fyrir ad ganga upp í eínhverju í vor. Frjettir segir hann fáar en heldr gódar, frid um alla Evrópu og von á betri prínum í sumar. Tul. kom med eína af Hamers skipum á Bfd. en höndlunarsk. hans átti ad fara frá Höfn 21. þ.m. brádum er þessvegna von á því hingad ef ísinn bannar eigi. bara þid fengjud nú skip líka! skrifa þjer greínilegra brjef, en hvort þjer elskada systir! kann ad þykja þad betra eda verra þad á jeg nú óvist. Jeg þakka innil. hinar ástúdlegu fyrir bænir þínar mjer til handa; jeg þakka líka mági mínum myndina sem mjer þykir vænt um eínsog hann, en ekki er hún svo gód sem jeg vildi, þad er neýdar úrrædi ad láta taka myndir hjer á landi. Ekki hef jeg viljad senda Kjólin med póstinn í vetr, þad hefdi máske kostad hátt uppí verdid hann er jeg Þorgerdr giptist 12 febr. sem þú munt nú hafa heýrt, en trúlofunin fór fram um jólin, þad er ad segja |