Nafn skrár:JakJon-1865-11-01
Dagsetning:A-1865-11-01
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

10.10.Febr. 66.

Reykjavík 1da nóv. 1865.

Ástkæra góda systir!

Hjartans þakkir fyrir alt systirlegt ástríki frá upphafi minna vegu, og eínkum vidtökurnar í sumar, brjefid sem jeg fjekk frá þjer ad Hálsi og sendínguna. Jeg sá manninn þinn á Hálsi en gat ekki haft þá ánægju ad tala vid hann nema fáeín ord, því hann var á fleígiferd. Ekki vard mikid úr ferdinni minni ad Hvanneíri, afþví tídin var svo vond þennann tíma sem jeg var á Hálsi, svo treísti jeg ekki hestönum ad fara marga króka. Ekki gekk ferdin sudr vel; vid fengum stödugt storma og og rigníngu og hvorutvggja er þá kastadi tólförum í Grímstúnguheidi, þar var snjókýngi stormur og frost eínsog um hávetr. Þeir lánu vid 2 nætr, adra í tjaldi og særum

svo aptr, en hin í Kofanum vid Arnarvatn, íalt vorum vid hjerum 60 kl.st. á heídinni, en komumst þó vonum fremr lukkulega af henni. Híngad komumst vid loksins 28 Sept, og þóttist enginn af þeím 11 piltum sem voru med hafa fengid slíka ferd. Þó heldjeg Jónas hafi fengid hana enn verri, hann sat eínusinni viku vid Skeídará og Kúdafljót var hann ad rída í 5 Kvartér; hann kom ekki fyrr en 2 Octóbr og hefir sídan verid mikid slæmur af tannpínu. Þegar jeg kom híngad var mjer tekid vel, eínsog jeg bjóst vid, og sídan hefi jeg verid hjer í gódu yfirlæti. Jeg hef komid svona í nokkur hús med Þórdísi, helzt til brædra hennar stjúpu og Tengdason þar sem jeg nýt hennar ad, og er mjer alstadar mikid gott ad koma. Mjer þikir reíndar gaman ad koma til þeirra sem eru skemtilegir og vingjarnlegir, eínsog mjer finst fólk vera hjer, en þó þikir mjer bezt ad sitja hjá vinkonu minni í nædi eda gánga um göturnar þegar búid er ad kveíkja

andlát bródur, og eínkum med hverjum atburdum þad vard. Hann kom ad Hálsi til mín rjett ádr enn jeg fór, og var þá svo gódr og gladr, en þó heirdi jeg, af því jeg spirdi svo nákvæmlega ad hann var egi fullkomlega ánægdr, og eítthvad krepti ad honum; hann hefir eflaust verid saddr daga, þó þeir væru ekki mjög margir. Hvad skyldi varda sú aumíngja börnonum úngu, gud hjálpi þeím! Jeg vil líka lofa gud fyrir lausu bródir okkar; hann hafdi ekki geíngid á rósum um æfina, mjer fanst ætíd þó jeg þekkti hann lítid, svo margt og mikid gott í honum, eínlæg velvild, og hreínt hjarta, sem altaf gladdi mig ad sjá og finna, en eínkum nú.

Jeg hefi svo margt ad skrifa ad hver um sig fær hasla lítid. Skrifadu mjer áStkær uptir med midsvetrapóstinum. Heílsadu öllum vinum og kunníngjum eínkum Sr Þorláki og börnunum hans. Verid þid öll þá med manni þínum og börnum hjartanlegast kvödd af ykkar elskandi systir

Jakóbína.

í húsönum eda túnglid skín í heídi, jeg er næStum hiSSa á því hvad þessi tími er ólíkr því sem á undan er lidid æfi minnar, og líklega enda hann fyrri en mig varir. Jeg hef tíma í FrönSku hjá Fröken Augustu, 2v í viku, jeg var byrjud á því solítid hjá Þorgerdi, og svo vildi jeg reýna ad halda því áfram; hún er mjer undur gód Frökenin; Hún baud ad koma mjer til Prófessorsins, og þar vorum vid á Sunnudagskveldid í gódu yfirlæti. Annars fjekk ekkert sjerlega mikid í mig í því húsi, nema Elínborg, þad er sjerlega vidkunnanleg og dönnud stúlka. Gaman þikir mjer ad Masikkinni, jeg hefi heýrt Elínbörgu og Onnu Thórarinsd. fóstrdóttir Sigurdar Melsteds spila á Fortepíans; ó, hvad þad er fallegt! mjer fanst jeg gleýma ad jeg var í þessum heími. Dompskipid kom fyrra sunnud. og fór aptr í dag med 25 passngera; mikid af laudum og nautu sem Englendíngar Keýptu, því þar geýsa núna fjárpest. Nú er verid í ósköpum ad afgreída póstann ad nordan og vestan. Heldr brá mjer í brún vid fregnina um

Myndir:12