Nafn skrár:JakJon-1858-01-07
Dagsetning:A-1858-01-07
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Solv. systir mín!

Hólmum 7da Jan. 1858.

Elsku systir mín!

Þó eg skrifadi þér med seínasta pósti alt sem mér datt þá í hug, verd eg ad þakka þér, med þessum, hjartanl. fyrir bréfin til okkar módir minnar af 14 Nóvember f. á., umleíd og eg óska þér og þínum góds og gledilegs Nýári! Þad er mer sönn gledi ad heýra af bréfönum ad ykkur lídur vel fyrst og fremst af þessu veraldlega hvad heílsuna snertir, og svo heírist mér þid ekki liggja vid hreppinn enda kæmi þad sér ekki vel hreppstóranum. Hér hefir tídin runnid jafnt og hægt sídan eg skrifadi seínast, módir mín vid bærilega heílsa, eptir því sem búizt verdur vid af henni, og Kristrún bærilegri

en í haust; mikid vard henni um firSt í stad þegar hún heýrd lát módir sinnar, því líkaminn þolir engin áhrif á sálina hverki af sorg eda gledi. Fadir hennar er nú liklega eínsog eínmana þegar hann hefir mist mesta yndi sitt. Þad er sagt hann sé ordinn so barnalegur. Mér þikir nú lakast ad séra Hallgr. er sjaldan vel fríSkur, þó ekki beri mikid á því, hann hefir stundum svima ad kenning yfir höfdinu svo hann þolir ekki ad standa lengi í sömu sporum t.a.m. í Kirkju og óþolum fyrir brjóstinu ad bera fram eda tóna. Fadir okkar hefir vonum betri heilsu. Med Skaptafellssýslu póstinum, sem hér kemur um jólin fréttist ad séra Jón Hávardsson hefir fengid Eídali, -ég trúi hann kæmi til þín í sumar með Vilh. Oddsen- Þá vildi eg ad eínhver brædra minna eda séra Jón mágur væri kominn ad Skorrastad, því þad er allgott braud og í næsta fyrdi fyrir nordan þennannl. Þú segist hafa heyrt ad séra Jón sæki um Stadarbraudid, en eg er hrædd um þad verdi honum of ördugt, eptir því sem foreldrar mínir segja

Þú manst eptir Madm Þóruni konu séra Guttorms frá Hofi sem nú er í Stöd, þegar hún kom brjálud ad Rhlíd, Fyrir 3ur árum fæddist þeím barn og töludu menn margt um þad, nú er 3ja dóttirin nífædd og Skýrdi séra Guttormur hana dóttir vinnumans sem þar hefir verid hjá þeím og halda allir ad þessi Eínar egi raunar öll börnin. Sr G. er farinn ad drekka mikid líklega af gremju, en þorir ekki ad vanda um eda reka manninn burtu vegna þess hún verdi þá máske brjálud, fyrst er nú ad honum ógna óSköpina og er hætt vid ad skilnadur þeírra fari á eptir. Ekkert hefi eg frétt ofanúr Túngu í vetur, en eg skrifadi Sigurg. fyrir jólin og veít eg nú ekki hvernig honum líkar þad bréf, eg skrifadi þad af heílum hug og sagdi ekki annad enn sem eg vissi ad satt var. Sigrídur okkar Sveínsdóttir skrifar þér likl. ekki; hún er nú í sjálsmensku á Vogi í Mýrasyslu en Níels er ad biggja þar Timburhús, og lætur hún þar vel af sér; hún á dóttr sem heítir Gudní Kristrún. Jón bródir hennar er á háskólanum lærir allar túngur veraldar en er ekki likl. til ad fá embætti ad lifa af. Ekki líkar Hildi systir hans alt vid hann.

frá. Vid Hólmfrídur skrifudumst á, á hverju ári þó lengra sé milli okkar, og væri þér eíns hægt ad láta blessadann manninn gjöra þad fyrir þig, firSt þú ert búin ad tína því nidur heillin mín!

þú gætir líka sent henni smér kvartil med hverju bréfi vid fiskuggönum á Hvanneýr og er munu á því, eda tómum mögrum bréfsedli þá mér. Hólmfr. skrifar ætíd svo skemtilega ad ég vildi ekki missa bréfin hennar fyrir mikid Aldís auminginn er hjá henni og gerir hún þad vel ad skjóta skjóla yfir hana. Gamli kallinn skrifar födur mínum og barmar sér um bágindi sín, eínkum smárleýsi, svo nú bidja foreldrar mínir mig ad Skila til ykkar ad gefa hennar, sín vegna, ögn af sméri, þegar þid fáid þetta bréf. Þú heýrir ad vid ætlum nokkud á smjörbyrgdir þínar, því vid erum svo langt undanlandi til ad hleípa rottunum í þad. Þad er ljótur ókoStur her rotturnar sem grafa sundu alla veggi naga göt á þil og ílát og skimina í eínu ordi alt sem þær ná til hár föt og mat.-

Myndir:12