Nafn skrár: | JakJon-1858-08-23 |
Dagsetning: | A-1858-08-23 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum 23 aug. 1858. Elskulega góda systir! Hjartanlega þakka eg þér bréfid af 20 maí í vor, sem gladdi mig hjartanlega, því bædi bar þad gódar fréttir frá þér og sýndi líka ad þú manst til mín. Gott þikir mér ad heíra þad sem þú segir af börnönum; gud gefi ykkur versi sönn gledi ad þeím. Eg álít ekkert mótlæti meíra enn barnsálan og þarámóti enga gæfu eíns og þegar þau eru gód og velgefin. -Mér þikir þidláta þá ofsnemma læra Kristindóminn því þad hefur so mikid fyrir ad halda honum vid sig í hve mörg ár, og so finst mér börnönum ganga svo illa ad skilja þad seinna sem þau hafa lært ádur enn skilníngurinn vaknadi. Þad veít eg hafa verid sönn gestak ad taka nöfnu mína frá Hlíd, því ómögulegt er ad koma lögum yfir þann fjölda so vel sé. Eg hef nú heyrt ad búid muni vera ad bæta vid þennann hóp, sem þú sagdir mér frá í vor. Þó eg sé hrædd ætla ég ad vona gud hafi verid hjá þér þá eínsog ádur. Þad var hryggilegt um barnid á Grænavatni í vor, og víst hefir þad mikid tekid á Jón, so er hann vidkvæmur. Eg spurdi Finsen hvort hann hefdi von um ad ráda bót á því, og hélt hann þad yrdi bágt. Líklegt er ad Jón egi ördugt med svo mörg og úng börn, en ég hef altínd haldid hann væri framsýnn og reglumadur. Bágast geíngur þad nú fyrir Sigurgeíri sem ég kenni óreglu han. Hann er samt altaf innanum gódur drengur, óg í afhaldi hjá nágrönnum sínum fyrir margt. Og Benedikt losadist þadan í vor og vard víst feginn þeírri lausu. - Gudrún á KetilsStödum reíndi til ad útvega honum part af Ulfstödum í Lodmundarfyrdi en þegar þad mistókSt budu þau Sigfús honum til sín; ég kom ad Ketilst. á dögönum og leíst þar mikid vel á, bædi var eítthvad til ad jeta og, sátt og samlyndi. Mikid hefir Gudrún þeSsi verid okkur ágæt. Mér heýrdist nú alt vera á betra vegi milli þeírra Sigurg og Bened. og Sigurg. ætladi ad slá og hyrda túnpart sem B. hefir á Galtastödum. Eg fekk þá loxins ad sjá ÞorSteín bródur okkar; þad vard, einsog mig grunadi, ekki a öllu leýti gledilegt. Mikid er ad sjá og vita mann sem ad mörgu leýti er svo ágætur, hádann þessu vonda valdi ofdrykkjunnar, og líklegt til þess núna þykkur þætti hún honum jafnbodin; eg segi sona meíníngu mína, sem á engri reýnslu er ógga, en þid þekkid betur kosti hennar, og lángt er frá ad ég vilji breýta nokkru, sem kann ad vera ordid fast, med því sem eg segi. Eg vonast brádum eptir bréfi frá þér, sem segi mér eítthvad greínilegt um þetta. -Eg fylgdi séra Þ. hédan og ad Galtastödum, þadan fóru brædur okkar bádir og ad Hoftegi, en séra Þorgrímur lét strax fylgja honum ad Mödrudal. Mikid vildi eg hann hefdi haft annann fylgdarmann austur enn Haldór, sem hefir vborid hann út, en þad er von, því hann var óspor á ad segja ad fadir sinn hefdi bedid madm Bjargar. mikill tuddi er hann. Snemma í júli vesnadi Kristrúnu enþá eínusinni; hafdi hún valla ordid betri sídan hún lagdist, enn þá er þad verdi ödrum ad vamódi, hann sagdi En eg hefi þad traust á þér elsku systir! og manni þínum ad þid hefdudu ekki rádid honum honum, so eg held hann verdi þó sæmilega útbúinn, en lítid lid er ad mér því eg þarf optaSt ad skipta mér af eínhverju frami vid. Mikid sakna eg Tómasar, hann er ljúfur og gódur unglíngur, en þó er eg nú hræddari um hann, þegar hann fer í firSta sinni útí heíminn. Þad er aumt ad heíra um suma lærdu mennina nú á dögum, þó eru altaf eínhverjir innanum sér og ödrum til sóma. Eg er nú hrædd um ad Tómas verdi so bundinn vid Samferdamennina ad hann geti ekki sed ykkur frændur sína og langar hann þó til þess. Mikid er mig farid ad langa nordur, en ekki huxa eg til þess; ég er nú farin ad sjá ad eg er fædd til eínhvers annars enn ad skemta mér þó. gaman hefdi verid ad vera hjá þér í sumar, þegar þú varSt bædi bóndin og husfreían í Gautlöndum medan mágur minn er "ad vinna landi og lýd, ég kunni í brjóStum þig bædi ad sjá eína um alt og ad búa hann út. Þorgrímur Laxdal sagdi ad Jón Sigurdsson, min gódi kunníngji yrdi sjálfsagt alþíngismadur ad sanni, ad minsta kosti kvadst hann ætla ad kjósa hann!! Fadir okkar hefir verid venju framar lasin nú um tíma, en módir mín er nú optast á felli samt med veíkum burdum. Eg hefi kvaliSt af tannpínu ad ödrukverju sídan um hvítasunnu í vor, sem ekkert lætur undan medölum sem eg hefi. Sumum þikir eg samt nógu úng til ad verda tannlaus,- Skrifadu mér nú ástkæra systir margt og mikid, þegar madurinn þinn kemur aptur heím frá Rángæíngum, ekki samt um fjárkládann, heldur hvernig honum hefir litist þar á, og eínkum eítthvad um séra Þorsteín. Hann lofadi ad skrifa mér til. Frændfólkid hérna bidur hjartanlega ad heílsa þér og öllum vinum og vandamönnum. En -eg kved þig med manninum og börnonum hjartanlegast og óSka ykkur allrar sannrar blessunar Þín ávalt elsk systir Jacóbína. Til Mad á/ Gautlöndum við Mývatn. |