Nafn skrár:AndAnd-1872-12-15
Dagsetning:A-1872-12-15
Ritunarstaður (bær):Skarði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2415 a 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Andría María Andrésdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1848-08-22
Dánardagur:1906-10-24
Fæðingarstaður (bær):Stað
Fæðingarstaður (sveitarf.):Suðureyrarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):V-Ís.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):Gufudalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):A-Barð.
Texti bréfs

Skarði 15 desenber 1872

sv. av sendt aptur komið 0nnb.

heiðraði herra stúdent

Með hjartans þakklæti firir tilskrifið af 10 nóvenber og sendinguna, birja eg þessar línur; eg tók á móti því i dag mér þókti góð skémtun að fá bókina firir jolin sem eg bjóst við að ekki gæti latið sig gjöra; en nu gékk mér alt að óskum og bókin kom. Bréfsefnið er nú einungis að færa yður mitt lítilfjörlega þakklæti og að láta yður vita að eg fekk það með skilum. Vísuna sem að þér talið um man eg vel og hljóðar hún svo. Kirkju nia kém eg i kaldur og bænar snauður andvaralaus ana því að Andskotinn er dauður vonrar aldar menn biðja víst og vona að hann

að hann verði ekki bakinn upp aptur. Eg bið yður að forláta þennan ómíndar miða og enda hann svo með allra heilla óskum

vinsemd og virðíng

AMAndrésdóttir

Myndir:12