Nafn skrár:JakJon-1858-11-19
Dagsetning:A-1858-11-19
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Solv.

Hólmum 19 nóv. 1858.

Ástkæra systir!

Mig minnir eg skrifadi þér nokkrar línur med Tómasi frænda okkar í sumar, sem ég vona hafi komist til þín, en þó eg hafi nú ekkert nítt ad segja verd ég ad vita þér dálítid eíns og hinum kunningjanum. Eg hefdi verid ordid hrædd ad þad sem búid vestan vid Mývatnid værid komin undir græna trofu, ef ekki hefdu komid bréf frá Petri; hann hefdi þó liklega getid um þad. Samt hefir hann ætid Skrifad svo fljótlega ad hann hefir ekkert sagt af ykkur nema mína í seínasta bréfi um giptíngu bródur okkar. -Aldrei hefi ég óskad innilegar en þegar ég heírdi þad, ad þad yrdi til sannrar gæfu og blessunar. Máske gud gefi honum nú ad njóta róum í ellinni eptir svo mikla mannraun sem hann hefir átt í. -Björg á Húsavík Skrifar mér ad madurinn sinn og Madm Johuleson hafi verid ferdbúin uppad Mývatni í Bóuhlaupid, og þótt mikid fyrir ad vedrid baunadi þeím ad fara.

Madm Björg Guttormsdóttir sókti Þóruni mágkonu mína gagngjört ad Stöd í haust. Hún fór med öll börnin (s. 3) og mætti miklum hrakníngum í áfallinu, ekki þótti mönnum mikid sjá á henni skilnadurinn en þad er nú ekki ad marka. -Sigurgeír stúdent Pálsson er nú ad leíta skilnadar ad lögum vid konu sína; hann er til og frá, hún í vinnumensku med 1 barnid á GeíraStadömu í Tungu, og hin börnin 4, rétt í hverjum stad. Mikil og óttaleg skipatjón hafa ordid hér í fjördunum í sumar. FirSt í vor fórust 3 menn á lagnad í Borgarfyrdi, og fyrir sláttinn 4 í hákallalegu á Seídisfyrdi, eínn af þeím var Jóhann Þorvaldsson bródir Oddnýar og Sophíu. -Björn Gíslason í Búlandsnesi misti í vor þiljuskip og son sinn, formann vid 5ta mann. snemma í haust fórust í Berufyrdi 2 bændur, og nú seínast lögdu 5 menn á Bát úr Álptafyrdi seínt um kveld frá Djúpavog í miklu vedri, og druknudu allir. Margt af þessum voru bændur og duglegir menn á besta aldri.

Þorvaldur sem var á Grænavatni er giptur Þóruni dóttir Sr Ólafi á Kolbeínstad. Ekki þikja þad sérlega efnileg hjón, því hann er mjög drykkfeldur.

Altaf liggur læknirinn okkar, nú töruvert þíngra en í sumar og hafa honum ekki komid rád Finsens ad miklu lidi. Þad er lakasta hvad hann er rugladur í höfdinu og minnislaus; nú hafa og gengid uppúr honum salla

Til

Madm Solv Jónsdóttir

Vinsamlega falid

Hr Fartar Y. Johan

í Húsavík

í/

Gaulöndum

vid Mývatn

hús, svo ólíklegt er hann fái hvíluna aptur. Kristinni fór ofurlítid ad létta rétt eptir ad Tómas fór, og hefir aldrei ordid mjög aum sídan, en módir mín hefir legid 3var hvad eptir annad í haust. Eg á ad bera þér innilega kvedju frá henni og stóra bón, sem er ad útvega í vetur fallegt og vel vandad áklædi, þvi módir mín ætlar ad gefa þeim litlu og ætti þad ad vera med nafni hennar Kristrún Þurýdur Hallgrímsdóttir, eda skammstafadar "Kr. Þ. Hallgrímsdóttir." Hún segist vilja hafa glitid rautt og grænt og ljósblátt ef litirnir eru fallegir. Ef þú getur þetta þá bidurdu þann sem bezt vefur eda bír til áklædi fyrir þad, og gengi nú alt ad óskum svo þad yrdi búid þegar útilídur, bidur hún þig ad kom því í Húsavík á póStinn sem geingur um suma málid, hún ætlar sjálf ad bidja hann fyrir þad og borga honum flutínginn. Ekki getur hún sent borgunina núna, hún segist líka ekki vita hvad þad mun koSta.

fyrma nú bádum eptir bréfi frá þér sem segi mér margt og mikid og gott af frændum mínum, jeg bid hjartanlega ad heílsa manni þínum og börnum og segdu Sigga hann verdi ad lofa okkur ad sjá höndina sína í Vetur. Þá bid eg ofurvel ad heilsa Sr ÞorSt., eg vonast altaf eptir bréfi frá honum. Líka Sr Þorláki og Jóni litla Foreldrarnir bidja líka ad heílsa þér og þessum öllum

Sjálfa þig kvedur stuttlega, en af heilum hug

Þín ávalt elskandi systir

Jacóbína

Myndir:12