Nafn skrár:JakJon-1859-01-14
Dagsetning:A-1859-01-14
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 14 Jan. 1859.

Ástkæra systir mín!

Gud gifi ykkur heílsu og hamíngju á nýa árinu!

Bestu þakkir fyrir ástúdlegt bréf af 26ta Nóvember, f.á. sem gladdi okkur med gódum fréttum af þér og ödrum frændum fyrir nordan. Mig minnir ég skrifadi þér 20 Nóvbr. í vetur, og hefi eg nú lítid ad bæta vid þad, nema okkur lídur bærilega eíns og þá. Mágkona okkar hefir verid med betra móti í vetur og bródir okkar lángtum fríSkari enn í sumar. Módir mín er æfinlega lasin sona meír og minna, eínkum hefir hún sífeldann verk í hægri handleggnum sem hún meíddi sig í fordum.

Mikid eínstök hefir tídir verid þad sem af er vetrinum; ég get valla sagt þad hafi fjölgvad og þá rignt ádan af aptur; alla jólaföstuna kom ekki minsti ?. Þó hafa slisin ordid nóg. Madur vard úti á Þorláksdag, sem ætladi úr Kaupstadnum og heím til sín í Mellisfjörd. Sama dag er haldid ad bóndi eínn í Túngu hafi farid ofaní Jökulsá hjá brúnni, hann var uppá Jökuldar og ætladi heím til sín. Med líka mátu hrapadi gamall bóndi í Skógum ofaní á. Á nýarsdagskadd, druknadi sonur Jónathans á Eídum í Lagarfljóti. Allir vissu ad fljótid var brádafært, en engum tókst

ad aptra manninum sem var mjög drukkinn. Engir hafa dáid nafnkendir nema gömul kona Sezelía á Studlum hér í sókninni, hún var ad mörgu merkileg kona, gáfud og Skemtileg. Fyrir 2ur árum sá hun á eptir manni sínum og eínaSta ryni í sömu gröf. Sagt er ad læknirinn okkar sé dálítid farinn ad hressaSt, en hætt er vid hann nai sér ekki med sansanu, ef þad er Satt sem haft er eptir Finsen ad spirtus sé í heílanum á honum. Ég trúi hann sé búinn ad segja af sér og egum vid þá von á nýum lækni. Altaf lifir Sr Hjálmar á Hallormstad, hvítur af hærum og boginn af elli, en eljar óSköp í búSkapnum; hann er í öllum áttum eínsog úngur madur, altaf ad huxa um manninn, og víst er hann ekki hræddur um ad hann sé kominn á grafarbakkann.

Vil lætur Tómas litli yfir sér, honum gekk vel ferdin og svo segir hann ad Gunnlagur og kona hans hafi verid sér eínsog foreldrar. Hann fann ekkert til óindis, og gekk allvel vid inntökuprófid, svo hann settist í midjann 1ta bekk, nýsveínar voru 9"4 fyrir ofan og 4 fyrir nedan hann; hann hafdi verid öldungis kaldur og óhræddur í ezamíni, eíns og fadir hans hafdi verid.

Þad þykir mér illa fara ef kirkjumálid verdur fundarlyndisefni milli Mývetnínga; Snaudlegt þætti mér ef kirkjan væri flutt frá Rhlíd, og ég held þad yrdi eínsog vídar þarsem annexíur hafa verid teknar af, ad menn hefir ydrad þess seínna. Hér var t.a.m. í elztu manna minni Kkja úta sveítinni sem nú er í eýdi; Sr Hallgr. hefir opt óskad ad hún stædi en, og segist ekki hefda talid eptir sér ad

partinn, en þad er ekki nema eíntom óSk, því Jón þyrfti ad byggja þeín, og ef hann keípti jördina líka mætti hann ekki svo vera snaudur; máske Jón Jonasson slái í þad. Segdu mér eínhverntíma nöfn barna Jóns eptir aldri. Og nú er farid ad fjölga í skákinni hjá þér, þarsem þau eru komin 5 og nafna mín sú 6ta, og þó þú líklega hafir eítthvad fyrir þau, verdur brádum ordugt ad sjá um hópinn þinn, og þad þegar fadir þeírra er ekki heíma, "Nordri" segir hann sé ordinn alþíngismadur, eínhver verdur ad gera þad eíns og annad og er þad gott og heídarlegt ad vera fær um ad vinna þjód sinni gagn. Hrædd er ég um ég komi ekki nordr í vor, því fyrir utan hvad bágt er medan mágkon okkar liggur Svona, vildi ég valla vita foreldra mína hér ef ég væri þó ekki. Ekki er ad tala um hvad Kristrún vill láta gera þeím alt til eptirlætis og jafnlyndi bródur okkar, en þar er fleíra. Þorgerdur er ordin stór og fullkomin Stúlka; hún hefir verid tíma og tíma hjá Madm Thorstensen ad læra ýmsar saumalistir og hekla, en ekki veít ég hve hentug hún væri ad taka vid þessu litla sem eg á ad gera. Frída hefir opt verid vesöl í vetur, eínkum núna sídan um jól ad hún lá nokkra daga; ég held hún sé full af gigt. Hún er há og grönn og ekki hrauStlega bygd. Eg held brædrum okkar " í efra" lídi allvel; yngsta barn Sigurgeírs Petur er mesti aumíngi og farid ad hníta af beínkröm.

Mikid sagdi Skaptafellssýslu póSturinn af Barnaveíkinni fyrir sunnan og austan. Seínni sókn höfdu dáid 45 börn frá í fyrravetur og þángad til snemma í vetur, og í þeírri næstu 25.

Fyrirgefdu elsku systir! mida þessum sem eg hef skrifad i mesta flýti. Cid módir mín kyssum þig med manni og börnum og kvedju hjartanlega. Berdu kæra kvedju brædrum okkar, einkum Sr Þorsteini.

Þín ávalt elskandi systir

K.J. Jónsdóttir.

fara þángad þegar hann væri heílbrigdur. Fólkid hér sækir mjög illa Kkju, enda á þad samt mjög langt ad og kemur ekki nema 2var á ári, því sóknin liggur öll strandlengir med fyrdinum. Þad er líka betra eíns og Chaiphar gamli sagdi fordum þó þá stædi nokkud ödruvísi á ad eínn madur deíi fyrir Fólkid. Annexíur eru líka alment betur síktur, því mönnum þikir mínkun ad koma ekki þegar presturinn kemur. Segdu mér eínhverntíma á hvada meíníngu madurinn þinn er í þessu máli; Eg vildi ad presturinn þjónadi Rhlíd ad 1/4 parti, því eda sjaldnar á veturnar, og þó þad væri ekki nema bænahús eda Bjalla til greftrunar væri þad vidkunnanlegri en ekki. En leggst eý Kkjulandid í Rhlíd undi Kkjinu á Skútustödum ef þær eru sameínadar? Þad væri eínhvernvegin undarlegt fyrir bóndann í Rhlíd ad svara gjalda eptir öll kúgildin ef engin væri kirkjan. En hvad er ég ad þvælta um þetta sem ég hefi ekkert vit á, þú stíngur í fikku þina eíns og gamli Tómas sagdi eínusinni vid Hans sál i Neslöndum, du du stikku i fiktu þína.

Mér er nú hreínt farid ad ógna hvad mörg eru ordin börnin í Hlíd; ég held Gudfinna ætli aldreí ad hætta. Sr ÞorSteínn ætti nú ad taka þenna nafna sinn, en máske Gudvjörgu þiki nóg vandrædin samt, a ekki hefir Sr Þ. skrifad mér og gerdi hann þó rád fyrir því í sumar, eg skrifa honum ekki fyrr en hann hefir byrjad.

Þad er gott ad hann býr þanna svo nálægt ykkur, enda mun verda til ykkar leítad, ef eítthvad breítist ödruvísi en vel.

Ég veít ekki því ég er svo hrædd um þetta, nema af því ad þadan er von á Skridunni sem hún hefir fallid, og mér fanst í sumar þad lítid sem ég kyntist vid bródur okkar ad honum mundi ekki líka alt, og þú ekki ödrum alt vid hann. Þad væri æskilegt ef Jón bródir kæmist med gódum móti á Lundarbrekku, og nú vildi ég ad Bened. hefdi svo beín í hendi ad hann gæti fengid Grænavatns-

Myndir:12