Nafn skrár: | JakJon-1859-03-29 |
Dagsetning: | A-1859-03-29 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum, 29 marz 1859. Hjartans systir mín! Þó ad eg sé sízt af öllum fær um ad tala ord sem huggi þig, í hinni miklu sorg, sem eg álít Gud hafi sent til ad reína ykkur, finst mér þad ekki ega vid ad eg þegi nú firSt ég hef skrifad þér meda alt gekk ad óskum. Mér hefir aldreí ordid eíns ílt vid, sída ég frétti lát systur okkar sál. á Hálsi, eínsog nú þegar ég las um harma þá sem heímsóktu ykkur, í bréfi Péturs bródur míns. En- hvadætli þá liggi á hinu vidkvæma og ástríka módurhjarta? um þad hefi ég opt huxad sídan, og óSkad ég gæti med eínhverju móti létt á því. Mér finst ætíd hættast vid, ad þá sem til ad bera. Munur er ad lifa nú á dögum eda fordum, þegar menn vissu ekki af ödru en þeir sæu vini sína í Sídasta Sinni, þegar þeír Skildu á hinum miklu vegamótum lífs og dauda, en nú er engin hvöt eíns mikil ad fara hédan og sú ad ega von á ad finna þá sem madur unnti mest af öllu ádur. Tíminn deýfir öll sár, en þá læknast þad firSt þegar úngu englarnir, sem þú hlaust ad sjá á á bak, fagna þér seínnameír. Fadir okkar lá hérumbil 1/2 mánud í vetur er þad í fyrSta sinni ad hann hefir legid sídan ég man til. Hann bar sig mikid vel og stillilega, enda var hann ekki mjög þúngt haldin. þad var eínkum af verk eda stokk undir hægri sídunni. Nú er eínsog okkr módur minni er kunnugt, hefir gefir Sig. svo langmest af börnum sínum. Sigurg. fekk semsé næstum öll búsgögn födur m. á Kirkjubæ, en B. þaramóti ekkert því enginn viSsi um áform hans, fir en hitt var alt búid. Nú líkadi þeím sinn veg hverjum födur m. og þ.,f.m. lofadi ad senda Sig. 100 Eg á ad bera ykkur ástarkvedju foreldra minna hjónanna og barnanna, sem öll taka innil. þátt í raunum ykkar. Vid bidjum öll ad heílsa Gudrúnu á GeíraStödum, Sr Þorláki og fólki hans. Fyrirgefdu nú línur þessar elskul. systir! þú huxar til systir þinnar sem um þér af heílum, hug, þúad nú sé hrygd í huga þér. Eg kved þig svo med manni þínum og blessudum börnonum, og bid gud ad gefa ykkur frid, og ánægju med hid bága eíns og hitt. Þín elsk. systir Jacóbína. pp. Því var midur ad hvorugur þeírra brædra, Þ og S. voru alsgódir í sumar, svo mig furdadi ekki þó svona færi. Þú lætur nú þetta hvergi fara. vetur; mikid kapp leggur hann á ad kenna Jónasi litla, og huxad um fátt annad. Hann er ætíd kyrlátur í framgöngu en gógladur þegar á hann er yrdt; (Fáir held eg lesi önnur eíns óSköp og hann. Þad er mér sönn gledi hvad Sr Þorsteínn er nú ánægdr med hag Sinn, og þegar ord ykkar koma til Styrkja þau mig í trúnni ad svo sé. Mér þikir þad fara vel ad Sr Þ. kaupir Grænavatn; og ég get ekki annad séd en fadir m. fari rjett og sanngjarnlega ad, ad selja honum þad öldungis med sömu Skilmálum og Jóni br. ádur. Þad bad líka Þ. sjálfur um ad svo mætti vera og félst fadir m. fúslega á þad. Sr Þ. er góds maklegur af sistkinum sínum, likl. Jóni eínsog ödrum sem med hafa þurft, og væri þá liklegt ad hann ynni honum góds kaups. Eg veít mágur minn á gódann hlut ad þessu máli svo öllum |