Nafn skrár:JakJon-1859-03-29
Dagsetning:A-1859-03-29
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum, 29 marz 1859.

Hjartans systir mín!

Þó ad eg sé sízt af öllum fær um ad tala ord sem huggi þig, í hinni miklu sorg, sem eg álít Gud hafi sent til ad reína ykkur, finst mér þad ekki ega vid ad eg þegi nú firSt ég hef skrifad þér meda alt gekk ad óskum. Mér hefir aldreí ordid eíns ílt vid, sída ég frétti lát systur okkar sál. á Hálsi, eínsog nú þegar ég las um harma þá sem heímsóktu ykkur, í bréfi Péturs bródur míns. En- hvadætli þá liggi á hinu vidkvæma og ástríka módurhjarta? um þad hefi ég opt huxad sídan, og óSkad ég gæti med eínhverju móti létt á því. Mér finst ætíd hættast vid, ad þá sem alt í eínuí fyrsta sinn verda fyrir hinum beýttu orfum forlaganna, bili gætni, en ég veít ad þid erud bædi Skynsöm, trúud og stilt og vitid vel ad "drottinn gaf og drottinn tók." Já gud láti nú hér vid Stadar nema, eg held þad yrdi ykkur ofþúng byrdi; en ég treýsti því ad hann leggi ekki þýngri byrdi á neínn en hann gefur krapta

til ad bera. Munur er ad lifa nú á dögum eda fordum, þegar menn vissu ekki af ödru en þeir sæu vini sína í Sídasta Sinni, þegar þeír Skildu á hinum miklu vegamótum lífs og dauda, en nú er engin hvöt eíns mikil ad fara hédan og sú ad ega von á ad finna þá sem madur unnti mest af öllu ádur. Tíminn deýfir öll sár, en þá læknast þad firSt þegar úngu englarnir, sem þú hlaust ad sjá á á bak, fagna þér seínnameír.

Fadir okkar lá hérumbil 1/2 mánud í vetur er þad í fyrSta sinni ad hann hefir legid sídan ég man til. Hann bar sig mikid vel og stillilega, enda var hann ekki mjög þúngt haldin. þad var eínkum af verk eda stokk undir hægri sídunni. Nú er h kominn á fætur aptur og hérumbil til sömu heílsu, furda er hvad lítid honum fer aptur í sjón, en mikid er hann ordinn boginn í herdum og Knjám. -Þó ad módir okkar hafi optast eínhverjar þraukar ad bera liggur hún sjaldan rúmföSt. Kristrún hefir optaSt verid bærileg í vetur, nema hún fær ædi. opt svo óttaleg kast -stundum í höfudid og Stundum annarStadar- ad okkur sínist hún muni ekki lengi bera þad af. Aldreí heíriSt ad hún kvarti yfir ad lífid sé lángt, en innil. óSkar hún eptir lausn sinni. Eg segi frá þessu sama í hverju bréfi, af því ég veít ad þér er ant um þad eins og mér því er betur ad ekki hefir borid á heílsu Sr Hallgr. í

eínsog okkr módur minni er kunnugt, hefir gefir Sig. svo langmest af börnum sínum. Sigurg. fekk semsé næstum öll búsgögn födur m. á Kirkjubæ, en B. þaramóti ekkert því enginn viSsi um áform hans, fir en hitt var alt búid. Nú líkadi þeím sinn veg hverjum födur m. og þ.,f.m. lofadi ad senda Sig. 100rdl. eíns og hann gerdi, adra 100 dali sagdi Þ. mér ad Hallgr. hefdi lofad ad ad gefa og 3ji 100 hann sjálfur. Bened. lætur mikid vel yfir sér á Ketilstödum. Þad var bædi ekki hans færi ad fást vid Grænavatn, og svo veít ég ekki hvort hann hefdi eínusinni viljad róla sér, því ekki erum vid vonlaus um ad hjónin sem budu honum til sín, kunni ad halda trygd bid hann. Mikil hafa hardindin verid nú um tíma og ísinn ad hrekjaStr fram og aptur um fyrdina, ef þessu fer fram held eg almennur fellir verdi í fjördum í vor, því búSkapurinn er á völtum fæti.

Eg á ad bera ykkur ástarkvedju foreldra minna hjónanna og barnanna, sem öll taka innil. þátt í raunum ykkar. Vid bidjum öll ad heílsa Gudrúnu á GeíraStödum, Sr Þorláki og fólki hans. Fyrirgefdu nú línur þessar elskul. systir! þú huxar til systir þinnar sem um þér af heílum, hug, þúad nú sé hrygd í huga þér. Eg kved þig svo med manni þínum og blessudum börnonum, og bid gud ad gefa ykkur frid, og ánægju med hid bága eíns og hitt.

Þín elsk. systir Jacóbína.

pp. Því var midur ad hvorugur þeírra brædra, Þ og S. voru alsgódir í sumar, svo mig furdadi ekki þó svona færi. Þú lætur nú þetta hvergi fara.

vetur; mikid kapp leggur hann á ad kenna Jónasi litla, og huxad um fátt annad. Hann er ætíd kyrlátur í framgöngu en gógladur þegar á hann er yrdt; (Fáir held eg lesi önnur eíns óSköp og hann. Þad er mér sönn gledi hvad Sr Þorsteínn er nú ánægdr med hag Sinn, og þegar ord ykkar koma til Styrkja þau mig í trúnni ad svo sé. Mér þikir þad fara vel ad Sr Þ. kaupir Grænavatn; og ég get ekki annad séd en fadir m. fari rjett og sanngjarnlega ad, ad selja honum þad öldungis med sömu Skilmálum og Jóni br. ádur. Þad bad líka Þ. sjálfur um ad svo mætti vera og félst fadir m. fúslega á þad. Sr Þ. er góds maklegur af sistkinum sínum, likl. Jóni eínsog ödrum sem med hafa þurft, og væri þá liklegt ad hann ynni honum góds kaups. Eg veít mágur minn á gódann hlut ad þessu máli svo öllum megi vel líka; hann er svo af öllum kalladur "Vandrædastillir" í mývatnssveít eíns og Dirtatorenna í Róm. Þad sínist mér eíns og ykkur ad ekki sé vert ad hvetja Sr Þ. til ad sækja sins braud. Ef ad sál han breýtist nú til hins betra, vona ég þad sjáist enn ad hann er nýtur madur med mörgum ágætum tilfinníngum. Þad fór illa hvernig Sigurgeír misskyldi hann í Sumar. Þ. ímindadi sér ad drykkjuSk. S. mundi stafa af bágindum hans, og ekki mundi þurfa annad en hjálpa honum úr Skuldum, svo hann hætti ad drekka. Þ. vildi nú ad fadir minn borgadi allar Skuldir hans en fadir m, sagdiSt ekki álíta þad rétt fyrir sig ad huxa eínúngis um 1 barn, þarsem hann vissi ad fleíri væri bágStödd, og þarad hann,

Myndir:12