Nafn skrár: | JakJon-1859-06-07 |
Dagsetning: | A-1859-06-07 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum, 7 Júní 1859. Ástkæra systir! Mig minnir ad eg skrifadi þér seínast med póStinum sem fór hédan Gódur og Hagstædur var batinn hér, þegar hann kom; ég þori ad segja hefdu hardindin haldíst adeíns um nokkra daga lengur, hefdi allur þorri manna felt. Margir eru nú ad missa helzt til Altaf er nú fadir minn med vesælla móti sídan hann lá í vetur, en módur m. er hérumbil vid sitt gamla og Kristrún eíns. Þú verdur liklega búin ad heíra ad Benedict bródir missti son sinn Jacob Áugust á 5 ári, svo margur á um sárt ad binda Þurídur litla lá um sama leýti, og hann sjálfur á eptir mjög hættulega. Madm Kristín hefir verid á Eskifyrdi í ár hjá Svendsen, en nú fer hún til Benediktar, því Svendsen gerir rád fyrir ad hætta vid verzlun og sigla. Eg sendi þér ad gamni mínu 4 kraga og hálsbindi handa manninum þínum; en máske hann verdi nú komin á Stad. 1 kraginn er gamall, en hinir nýir. Eg veít þú Eg man engar fréttir nema lát Þorsteíns Gunnarssonar á Hreímstödum; hann druknadi í á sem heítir Selfljót, er hann vildi vada yfirum, var hann þó, í þad sinn, alsgódur. Núna eru 24 í heímili sídan um krossmessuna en ekki er nema 1 fyrir innan 10 ár, en flesar stúlk Til Herra Hreppstjóra Jóns Sigurdssonar Alþíngismans á Gautlöndum vid Mývatn urnar milli 10 og 20. Hálfleídl þikir mér stundum ad fást vid sona margt og misjafnt fólk, eínkum piltana. Stúlkurnar eru mér flestar þægar og eptirlátar. Eg vona eptir bréfi frá þér elsku systir! eínhverntíma í sumar, þó þú megir þó brúka þína egin hendi. Foreldrar okkar bydja hjartanlega ad heílsa med óSkum allrar blessunar bædi ykkur og nálægum frændum og vinum. Já berdu kæra kvedju núna Sr Þorsteíni og fleírum. Gud gledji þig og þína! óskar jafnan Þín elskandi systir! Jakóbína Eg óska mági mínum innilega til lukku í hinni 1 Til Systir minnar Solvegar á Gautlöndum. |