Nafn skrár:JakJon-1859-08-05
Dagsetning:A-1859-08-05
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 5. August 1859.

Elskulega góda systir!

Jeg þakka þér hjartanlega fyrir ástudlegt bréf skrífad í Maí í vor, sem mér þókti því nauma um er lengra hafi lidid á milli bréfa þá er vant var. -Þú ert hrygg elsku systir! sem vonlegt er, en sorg þín er so bálút og virdingarverd, og Sýni svo miklu trausti á gud, ad allir verda ad heídra hana. Hatt er eg nú ad huxa um nordarferd í sumar, mer jeg er svo hrædd um módir mína ad hún tæki sér eítthvad ofnæmi þó Þorgerdur er nú komin svo til ad hún gæti gjört þad sem ég hef fengist vid, kynni hún ad verda ekki sídur óþolinmód vid þad.

Alt er nú líkt hér og vant er, Fadir m. er næstum altaf lasinn sídann í vetur, og rótar sér lítid. Módir minnar heílin er ekki lakari enn á undan og Kristínu med betra móti. Þetta er mín gamla Setníng í hverju bréfi. Þá bidur módir mín ad þakka mikillega fyrir áklædid, sem hún fekk bréflaust med Sveínbyrni frá Hálsi. Nú bidur hún þig ad láta sig vita hvad þad kosti. -Þurýdur litla vard léttbrýna vid þegar hún sá nafn sitt í því. Jón gamla Ingibjargarson kom hér um Daginn med Sr Finni, honum fekk módir mín dálítinn Poka forfagt med lökum 2 pundum af Dún, til þín, og á þetta bréf ad komast í för hans líka.

Dúninn var heldur illa líndur, svo ef þú létir þad burt þyrfti sjálfsagt ad bæta dálítid um; en þó heldeg þad geri ekki mikid til, ef þú brúkad hann sjálf, sem þú ættir ad gera. Þú skalt aldreí nefna þetta í bréfi til Födur míns heldur, satt hvort þad hefir komid til Skila, á lausum mida innaní til mín. Í vor Skrifadi ég þér línu sem átti ad komast med Sr Haldóri á Hofi, því fylgdu nokkrir til Kragar til mannsins þíns, so eg skrifadi utaná til hans. Ef ón hefir verid kominn á Stad undann honum, hefir hann líkl. haft þetta med þángadtil þeír fynduSt. Mér þætti gott ef þú gætir spurt Petur br. hvort hann vissi nokkud um þetta.

Miklir hafa þurkarnir verid í vor, og allir vænjri fremur hér, þángad til núna fyrir 1/2 mánudi, þegar farid var ad slá; Sídan eru nordanvindar, þokur og regn adra stundina, var ekkert þemar. Ekki er fyskur kominn hér inni fjördinn, en gódur abli var fyrir Sátt yst í honum, á sokölludum Nesjum.

Báturinn hérna var sendur med 4 mönnum, og fekk 17 hundrud af fiski og ísu. Sumir fengu meír enn 30 hundrud, og flestir gátu med sér dálítilli björg. 24 eru nú í heímíli, því Stúlkur eru med fleira móti, margar þeirra eru únglíngar. Fartar Svendsen ætlar ad sigla í haust, því hann hefir sagt lausu verzlaninni. Kona hans med 1 barn og annd í vændum verdur eptir, en hann fer med dóttir sína Lauru Augusta hefir stundum talad um ad sér hún vildi heldur vera hér en á Eskifyrdi í vetur, og þikir mér ekki óliklegt ad so verdi en þó fjölgar nú í Skákinni. ÞorSteínn Síslumadur ætlar ad sigla med gufuskipinu af Seídisfyrdi, svo Thorstensen hefir

Til

Madm Solgeigar Jónsdóttir

í/

Gautlöndum

vid Mývatn

Filgir eptir innihaldi.

hefir bádar Sýslurnar á medan. Hann (s. Jónas) er ordinn mikid feítur og næstum apturfararlegur, madur ekki nema rúmt 30ur. Hann drekkur mikid, þó þad sjáiSt ekki ætíd á honum, og eru meíra lagi sællífur. Þó eítthvad nu heíriSt eptir honum, eru flestir farnir ad vara sig á fréttum þeím, því þær hafa stundum brugdist.

Ekki kom Tómas heím í sumar, samt erum vid ekki úrkala enn, medan guduskipid er ókomid á Súdufjörd. Eg er nú ad hnoda nidur i mér, sem á ad senda Geinlögsen, med Skipi first til Hafnar og so til Rv. svo langar mig útá túnid í Töduflekkina, en ég á líka von á gestum úr KaupSt, svo þú sérd ég hefi annad ad gera en Skrifa! Jæja forláttu mér og vertu blessud og sæl med öllum þínum. þess bidja foreldrar og frændur hér, og eínkum jeg

Þín elsk systir

Jacóbína.

Jeg lengist mikid eptir bréfi.

Myndir:12