Nafn skrár:JakJon-1859-09-30
Dagsetning:A-1859-09-30
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 30 Sept. 1859.

Ástkæra systir!

Þó ég þikiSt nú ega fleíra en eítt bréf vard ég ad láta eína línu hlaupa med þessum póSti, sem segi þér ad frændum þínum á Hólmum lídi vel. Mágkona okkar hefir nú verid med langbezta móti í sumar sídan hún lagdiSt. Snemma júli fór hún ögn ad klæda sig og koma út þegar bezt var vedur, og hefir hún optast gjört þad sídan, lag 2 kl. tíma á dag. Þó þetta megi enganvegin heíta algjör bati, er þad samt töluverdur munur bædi fyrir hana og adra.

Fadir okkar er altaf lasinn, en módir m. er hérumbil vid þad sama og á undan. Mikid ógna bág hefir tídin verid sídan Sláttur byrjadi, svo nú horfir ekki til minni vandræda en í fyrra, bædi med heýSkort, og illa verkun á fiSki. þeír sem hann hafa nokkurn.

Eg hefi víSt sagt þér ad Fartar Svendsen hefir sagt lausri verzluninni og ætlar ad sigla med Lauru dóttir sína í hauSt. En Augusta konu sinni med barni á ödru ári og ödru í vændum og Stúlka á 10 ári kemur hann hér fyrir í vetur. Hún er nú komin fyrir nokkrum med Lauru líka þángad til hauStSkip fer, hún er heldur hnuggin sem von er, en kaus þó heldur í hvörnum sínum ad vera hér en annarstadar. Hún er ad minni raun gód og gáfud stúlka. Sídan hún kom eru 27 í heímili og er þad nóg handa mér ad gera því skili ad mínu leíti.

Ekki vard mikid af þó ég væri ad huxa um nordurferd í sumarvetur og var, hvert sem nú fer betur seínna. Eg hlakka nú er til ad fá fréttir, bara þær yrdu gódar.

Foreldrar og systkini bidja hjartanl. ad heílsa ykkur og ad Grænavatni og Skútustödum.

Gud geimi þig og þína!

Til þín man og þig elskar

Systir þín

Jacóbína.

Til

Madm Solgeigar Jónsdóttir

í/

Gautlöndum.

Myndir:12