Nafn skrár:JakJon-1860-09-25
Dagsetning:A-1860-09-25
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 25 Sept 1860.

Elskulega góda systir!

Í alt sumar hefi jeg ætlad ad skrifa þér, en eg hefi þá opt átt so annríkt þegar ferd hefir komid ad ekki hefir ordid af því, fyrri en núna loxins þegar sumarid er næstum lidid. Jeg ætladi mjer í vor ad ferdast milli frænda og vina í sumar, en jeg hef ordid ad láta mér nægja ad sjá marga i kríngum mig á ferd og flugi, en sitja um kyrt sjálf Hédan eru nú farnir 8a sídan i August. Madm Svendsen fór med börn sín 20 aug. og Þorgerdur med henni Skipid sigldi út 25 s.m. Mad Kristín módir Augustu var hér i sumar hún fór áSamt FóSturdóttur Svendsens 1 Sept., og ætladi til Benedictar bródir. Þú manst máske eptir þegar hún kom ad Hlíd, þad er furda hvad lítid henni er farid aptur eptir so mikla mætu sem hún hefir ordid ad þola, og altaf er hún glöd og hress. -Mikid sakna eg Augustu minnar, því þó ég hefdi nóg á minni könnu, medan hún var, hafdi ég þad ekki eptir mér, litla stúlka hennar, sem altaf svaf hjá mér var undur elskulegt barn; eg held þeím hafi lidid bærilega hér, ad minsta koSti heírdist ekki annad á Augustu. Eg sef í herberginu þar sem vid vorum ádur bádar, alt er nú so kyrt og þögult en daudi hlutinn minna samt á hana.

Litlu brædurnir fóru hédan 8 þ.m. ég er hrædd ad tíminn hafi ekki leíft þeím ad koma til þín, samt lángadi þá mjög til þess og jeg sveíkst ekki um ad bidja þá þess Þeír fóru í nstum ófæru vedri uppad Höfda. Mikid voru þeir

hryggir aumíngjarnir Jónas grét eínsog barn og sagdi med grátstaf í hálsinum "Jeg get ekki farid." hann er undur tilfinnínglegur á adra tímina þó hann sje stundum hardur einsog blagýsarSturinn. Tómas er líka hnugginn, hann þekti betur til og er ordinn vanur vid eínstædingsskapinn.

Mágkona okkar er altaf ad hressast, hún er stundum læbstöd frammivid og á flakki um bæinn. Gæfi nú gud ad henni versnadi ekki aptur kynni hún ad ná sömu heilsu og hún hafdi, hún var aldreí sterk eptir ad eg þekti til Módir okkar hef legid naumann hálfann mánud af gikt í mjödnum, en hún er hún ofurlítid farinn ad sóla aptur. Tómt er ad bródir okkar er altaf lasinn, Hann var med betri móti í Júli og august og fór ad verda vongódur, en núna fyrir nokkrum dögum er sama sýndin komin í hann aptur.Þad er svo undarlegt Upptökur eru í Fótonum, þeír kólna og blódid stignir ad brjóstum og höfdinu. Síst af öllu þolir hann ad standa í sömu sporum, t.a.d. í kirkjum Honum fylgir huglega og kvídi og veíklar hann og var mikid, þó hann láti sem minst bera á Honum þetta er fyrir ad láta drengina vera fara og skömmu eptir þad fór honum ad versna.

Ætla ekki mágur minn ad láta syni sína læra? því fer ad verda mál ad byrja med Sigga litla. Mikid var Tómas ad óSka eptir frændum sínum í skólann og tala um hvad þar fækkadi ár frá ári, og honum þótti vænt um stjórnina og reglusemina sem sumir hafa kallad óþolandi hörku. Einkennilegir verda ad gefa sig til ad koma sonum sínum í Skóla þó þad sje máske ekki eíns lukkulegrar en ad vera bóndi þeír sem ega heima í Reíkjavík láta albrókanda skóla

árum og ég hefi ekki brúkad þad nema í Kirkjuna so þad er lítid skemt, eg fekk annad Sjal i vor tvöfalt, sem kostadi 12 dali. Þú mátt ekki láta þad burtu þó þér þiki þad ljósleítt, því med þinni medferd skemmiSt þad ekki so fljótt.

Módir mín sendi Nöfnu sinni á Skútustadnum eímahringi í fyrra sem vid vitum ekki hvort komid hafa til skila. Segdu okkur þad ef þú veizt. Þadan heírist engin rödd og ekkert hljód. Og Benedict kom til þín í sumar, hvernig leízt þér á drenginn, nú er hann ordinn bísna rúskinn bóndi, þó ekki sé nú mikid um búSkapinn. Mér leizt aldreí á ferd hans til Sr Bened. og honum ekki sjálfum, en fadir minn vildi þad af því kallinn flágadist á því í hverju bréfi ad hann fengi ad sjá "sinn elskulega nafna" og Benidikt fór þad þá rjett um leid og hann var ad finna frændur sína.

Mikill manndaudi hefir verid í Héradinu þetta sumar; híngad eru veikindin ekki alveg komin en þó er smávesæld ad stínga sér nidur. Sr Hallgr. söng yfir Sr Guttormi sál. prófaSti. Valtanu, og 8ta prestar héldu rædur. Hjálmarson og Sýslumadur J. Thorstensen og Sr Ólafur á Kalfreíustad, rókstaum öll þessu einbæltií Vestmannaeýum; EKki fréttist um bænheýsluna nema Sr Olafur má sitja kyr med sárt ennid, er eg held hann megi þakka sínum sala, því kona hans hefir verid mikid veík í sumar og ber þess menjar. Þad er nú komid nóg af so gódu eínsog á þessu bladi er módir m. og hjónin og Þurídu litlu -hún er samt eíns stór og jeg- og Frída bidja hjartanlega ad heílsa úngum og gömlum á þínum bæ, samt á Skútust. og Geírastödum.

Eg kved þig sjálfa med manni og börnum og litlu nöfnu minni eínlægum systurkossi.

Þín ávalt elskandi

Jakóbína

læra af því þeím er þad ekki nema leéttir Þad er t.a.m. alræmdur fantur Petur Skúlason úr Húnavatnsýstlu sem á vera á Skólar, af því bad hana og sonurinn taka Jadrid fyrir sinn kennararann. Tómas líkadi ekki þessa þilta sidulega vel. Jeg er æfinlega ad tala um þetta, af því mig hefir mest af öllu lángad til ad læra eítthvad gott og þarflegt, en sú löngun hefir ordid ad litlu, því þad lítid sem ég kann hef ég lært til muns og hendi hefi ég lært af því sem eg hef borid mig ad taka eptir því sem ég hef heírt og séd, en ekki ad mér hafi unad hendi. Þad er ad erindi verdi ad Skilja börnin vid sig, en þad liggur nú einhverntíma þegar og engum skilur letur en mágur mina, sem er ad keppast vid ad vinna indi og lid í hag ad raundin ofta arta dád.

Þó átti jeg ad skila til þín kærri kvedju frá augustu, henni og er vel vid þig og man so vel eptir þér í Hlíd. -Vid fengum í Janúar reídar frá Petri br. sem hann þótti mikid gódar og sagdihún sona í gamni og alvöru ad ég skuldi bidja þig útvega ögn af þeím og senda med haustSkipinnu. Mér þætti óSköp vænt um ef þú gætir safnad ögn saman helst af eínstum vel þurrum og óþróudum veidum og dálítid af raftredum, ekki mjög reiktum en vel söltudum. Skuldi ekki Gudrún Á Geirastödum eda Jón Helgason á Skútustödum helzt ega eítthvad þesskonar. Ef ad þú gætir nú fengid eítthvad dálítid yrdi ég ad bidja þig búa vel um hvers og senda henni med haustSkipi og skrifa honum mid. Hún sagdi líka ad þú skildir bidja sig um eíthvad frá Höfn fegnir rædum sem hagad væri ad kaupad þar en hér og ef þú vildir bidja hana ad kaupa eitthvad tegur þig þó víst ég heim gerdi þad fúslega, til a so Treju handa alþingismanninum, eda eítt hvort matarminst sem gott er ad ega unclear fínar ostar. sem ekki smérskökur þó lofar mér ad rota hand eptir notkun merkid

Eg ætla ad bidja Haust póSt ad flíta dáldinn böggul med þessu bréfi, þad er Sjal sem þú átt ad brúka og ega sjálf, ef þú átt ekki annad fallegra. Mágkkona mín gaf mér þad þegar 3ad

Myndir:12