Nafn skrár:JakJon-1861-03-24
Dagsetning:A-1861-03-24
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 24 marz 1861

Elskulega góda systir!

Innilegustu þakkir fyrir þitt elskulega bréf af 14 Febr. sem lýsti eíns og alt annad þinni systurlegu velvild til mín. Bágt þikir mér ad heíra um heílsubrest þinni gud gædi ad nú væri skipt um til hins betra NæStum engvir, hér í grend sem lagst hafa í þessari tauga -eda barna- veíki, (á mörgum sýniSt þad slái sjer hvert tveggja saman) eru ordnir jafngódir, þó þeír hafi legid Snema í Sumar, og þó menn kenni lítid til þolir enginn áreínslu eda neín raunsmídi. Jeg sagdi þér í vetur hvad hin hryggilega barnaveíki var búin ad gjöra ad verkum; sömu óSköpin héldu áfram frammí lok Febr. mán þá voru 35 dánir lá í sókn á 4 mánudi - Novbr. Decbr. Jun. Feb.) en sídan hefir eínginn dáid og heldur telja á veíkindunum. Af þeím voru 5 fullordnir, en eínungis 2 gamall mennir. Eínkum sú besta kona sem ég þekkti hér, Pálína Malnigvistdóttir á Kollalágn

dó 10 Febr. Jeg sakna hennar mikid eínsog allir sem þekktu hann. Bóndinn á insta bæ í Reídaarfyrdi mist 5 börn sín á eínu eínum mánud, 2 pilta á 18 og 17 ári en hin ýngri 2 lifa eptir. I Skriddal misti madur 5 börn í 8 dögum og eíns hefir þad geíngid í Breíddal og vídar. Og vid vorum ekki heldur látin hlutlaus því daudinn Sleít úr fadmi okkar eína barnid Sem til var á bænum, 13 dag Febr. mánadi. Þad var drengur 1 vetra sem hét Haldór, hann var búinn ad vera hér 4ur ár, hid efnilgasta barn bædi til sálar og líkama. Hann kendi aldreí nokkurn meíns frá því hann kom híngad og þángad til í vetur fyrir jól ad hann lagdist í 1ta sinni svo hættulega ad vid héldum hann mundi deíja strax, en þá komSt hann á fætur, en var altaf ad sníkjaSt án SýndiSt heílbygdu ödru hverju. Vid brúködum alla þá varasemi sem vid gátum og öll þau rád og medöl sem fáanleg voru en tilhvers er þad? SeínaSt lá hann 11/2 viku 3 síduStu Sólarhríngana var ég stödugt hjá honum, því módir mín lá mikid þúngt og jók þad ekki lítid á fyrir henni ad hnía til hans, því voru lángir dagar; jeg sá ver hvernig fara mundi og ad engin von von var eptir; hann jafnadi hvorki eda naudiSt þessa 3 Sálakr. þad helgjandi nær, en hafdi

Þad hefir ekki heldur ordid lángt á milli þrautanna hjerna í vetur; jeg var vid jardarför Sr Ólafs sál. 14 þ.m. Þad var mörgum eptirsjá ad Sökum manni, þó hann væri ordinn aldrada ber hann sig hrauStlega, fyr úngur madur. Ekkjan a rúmlega 30 snud 2 börn á 11 og 6 ári. Jeg vildi nú óSka ad Sr Jón mágur væri kominn ad KolbeínStad, braudid er gott og vel Skilid vid þad. Hólmfrídur hefir aldreí kvartad fyrrienn nú og í fyrra og gerir hún þad víSt ekki um færi þann. Árfordid hefir verid þar so hörmulegt. Samt er HallormStadarhægri braud, ef þad helst vid. Áltaf liggur mágkona okkar, því þó henni batni dálítid adra Stundina sækir á þad Seina þegar minSt varir. Módir mín hefir opt legid í vetur og hefir adkenníng af bitu í hálsinum eínsog börnin hafa fengid, eíns er Frída aldreí frí, hún lá fyrir Föstunni j únginu. Jeg er sú eína kár á bæ sem eínkis meíns hefir kent, þó eg hafi altaf verid yfir sjóklíngönum. Jeg hef skjaldan verid eíns hrædd um mömmu og nú um tíma, af því þessi veíki er so hættuleg. Módir okkar bidur nú kærlegaSt ad heílsa og þakkar fyrir seínaSta kaflann í bréfi mínu. Eg skrifadi bréfid f. hana hálfparinn á móti mínu Skapi, því ég visi vel, eínsog þid segid ad fleíri sistkinin ega bágt en Sigurg, töluvert minni óStædi hefir aumíngja Hólmfrídur og þó Pjetur hafi nokkud undir höndum er áStand hans ekki skemtilegt, en sem fara nú börn hans ad komast upp. bara gud hlífi heílsu hans og lífi.

q

þó optast óSkorta rænu, eínkum seínast "Þad dugar ekki, þad er búid" sagdi hann þegar eg var ad gefa honum inn, þú getur ekki hjálpad mjer Bína mín! gud hjálpi mér jeg þoli þetta ekki þetta jeg deý, en fæ ég þá aldreí ad Sjá ykkur ömmu aptur; mér þikir svo gaman ad lifa og verda stór madur." Jeg hefi aldreí fyrri Stadid vid banasæng nokkurn mans og ég held þessi Sjón verdi mjer minnisstæd, kvalirnar sem hann þoldi og ordin sem hann taladi sem voru næStum yfirnáttúrleg "A segdu mjer eítthvad fallegt um gud og engl, og hvert þeír fara sem deýa; nú vil jeg engu sjúkur sögu heíra." SeínaSt sagdi sóttin ögn, hann bad altaf fyrir sjer Sál gudi sálu, eíns og leíd í burtu eíns" og ljós. Aldreí hefi jeg Skilid eíns og eín hvad aumíngja Foreldr. mega þola, sem gud sviptir mörgum börnum. því mjer fanst jeg valla hefdi þolad meira, en gud gefur Styrk þá Strída Skal. Hann var okkur eíns kær, og þó hann hefdi verid Skildur okkur vid kopkastinu vid ad prída bædi bæin ef en eínkum hinn innra mann, og vid hefdum góda von þad kynni ad sjást á konunni. Heím fýsi og Skildníngur óx svo mjög Seíndu æfiSburdinar Þad fást mikid á Sr Hallgr. því hann hafdi víst adrir gerdu af honum; hann lést Seilegu rædu ad jardarf.

q

Jeg taladi mest um loford Sr ÞorSt. vegna þess mér fellur svo illa ad skuli vera lagt út honum til mínkunar, en vel viSsi jeg ad þad var satt. Sr Þorsteínn hlýtur nú ad hafa nóg med sjálfarin segja en sleppum nú þessum sálmi Sr ÞorSt. br. sagdi mér í vetur ad Biskup og fleíri væri ad eggja sig ad Sækja um braud. Mjer vard hálfkrumsu vid, því jeg er svo hrædd um ad hid vonda vald, hafi en of mikid yfir honum ad segja, en víSt gæti þad verid ákjósanlegt bædi fyrir hann og adra ef hann drykki ekki. En ad fara nú ad rífa sig upp af þessari svöd og til ókunnugra sem ekki bæri med kærleíka bresti hans þad væri villa verri hinni. Jeg veít ad madur þinn rádleggur honum þad sem hann álítur bezt, jeg þyrdi ekki ad hvetja hann til ad sækja um braud, því hærra sem madur er settur, því meíra ber á brestönum.

Eg veít þú sínir engum brjefin mín elsku Systir! og því Skrifa jeg so marg og þóþarft.

Þegar jeg er ad hvetja ykkur til ad láta kenna drjengum ykkar kemur þad fremur til af því ad mjer þikir mentuninn so falleg, en þad sje bygt á Skynsömulegum rökum. Þad medkenni jeg fúslega ad heímskulegt er ad láta þá læra sem ekki hafa gódar gáfur, en madur getur ekki dæmt um gáfurnar fyrri en farid er ad reína þær. Hvorugu-brædranna hjerna hafdi gódar gáfur, en jeg held Tómas sæki sig, en hamíngjan veít hvernig fyrir Tómasi fer; hann var so mikid barn þó hann væri nógu lángur. Mikla alúd þarf sjálfsagt ad leggja vid ad kenna undir Skóla, þad sá jeg hér, og sú verdur ad Kannast til þess sem þad gerir, en börnin ega ekki saman nema nafn. Þad álút Sr Hallgr. ad betra væri ad taka manni nýrri af kálinni og því tók hann Jón GuttormsSon, því kennlsumátinn væri ordinn so umbreýttur. Þad væri líklega enginn prjeStur nálægt ykkur eíns gódur til þess og Sr Benedict á Múla, ef hann fengiSt til þess; vel líkadi Sr Magnúsi í GrenjadarStad þegar hann sagdi sonum hans til.

Eg held líka hún Arnfrídur

svo jeg álít þad gæti verid hægur ad ega eínhvern Skiptakunníngja þar. Þad var ekki meíning mín med Sjalinu í haust ad þess þyrfti med, því hefdi þörf verid fyrir þá hefdi þad lítid bætt úr; heldur sendi jeg þad af því ad jeg er sjálf so barnaleg ad þikja vænt um hluti sem vinir mínir hafa gefid mjer og jeg hjelt þú værir máske eíns.

Altaf finn jeg þad betur og betur góda systir! hvad mikinn þátt þú áttir í uppeldi mínu og ætti jeg bædi og vil vera mynnug þess. En -hvad jeg tók Stundum illa áminníngum þínum! um þad hefir jeg opt huxad; ég vona samt þær hafi barid ávöxt þó lángur húmiledi og þad SýndiSt ekki ad jeg huxa eptir þeím í brád, jeg er heldur seínfara í hverju sem er. Frída litla er nú ad búa sig undir fermíngu hún er allvel gáfud og fjörug og dugleg bædi úti og nidrivid, en heldur laus í sæti. Þá held ég sje nú mál ad enda þetta Skjal, sem er rispad í meSta flíti eínsog vant er, forláttu þad og lofadu mjer brádum ad huxa hvernig ykkur lídur. Eg kved þig svo innilegast med manni þínum og börnum!

Þín ávalt elSk. systir.

Jacobína.

Módir okkar er í audur kvídandi fyrir hvernig jer muni lída nú gud gæfi sá kvídi semad Stekkr. Hún trúr mýndur eki Svalunum; en segist ekki geta gjört ad þó þeír árói ged sitt!

mundi láta son þinn njóta frændsemi þó mörgum verdi heímurinn háll sem ganga bókmentaveginn, komaSt þó margir vel og sómasamlega af og verda sjálfum sér og ödrum til gagns; þad getur líka komid álag á hag manna í hverri stödu sem er, en því ber ekki jafnmikid á þegar ekki er úr komin södli ad detta. En ad kaSta uppá eítt eda 2 börn so og so miklu, en hin sitja í haltanum er ekki fallegt; því hljóti bæd gáfur og efni ad ráda.

Þad er eínsog ég kunni ekki vid nema tveggja um eítthvad vid mág minn í hverju bréfi eíns og hjerna á árkomum. Eg er nú ordin útþragin í alþíngistídindunum, ad minsta koSti hefi ég lesid flestar greínar eptir hann. Þad væri mikill skadi fyrir land og lýd ef Arnljótur gellina hefir ekki nád landi í Labrador.

Mér finSt þid ekki hafa Skilid mig rjett med þad sem jeg er ad benda þjer til Augustu, Meíning mín er sú ad ef þú vildir bidja um eítthvad utanlands mundi hún gjöra þad med fínu gedi. Hjer er t.a.m. altflestkinninisvera keípt soleídis ad Hildur er bedin um hana, og fæstar med því mikid betri, og med miklu betra verdi,

Myndir:1234