Nafn skrár: | JakJon-1862-01-21 |
Dagsetning: | A-1862-01-21 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum, 21. jan 1862. Elskulega góda systir! Bestu þakkir fyrir þitt ágæta brjef af 28 Nóv. f.a., á þessi midi ad færa þjer, og fyrir alt systurlegt sem mjer mun aldreí gleímast. Þad gledur mig hjartanlega ad þjer og þínum lídur vel, og heílsa þín betri enn á undan, og óska jeg þad megi aukaSt og vidhaldaSt. Fadir min ljet mig skrifa manni þínum nokkrar línur á dögönum og þar heírirdu hvernig hjer lídur. Sídan hefir heldur hnignad en batnad, og módir okkar næStum legid, nema þegar hún stautar innad rúminu til hans, því þad er hans meSta afreííng ad tala vid hana. Annars er þad gledilegt hvad fadir okkar er rólegur og þolgódur í þrautönum, lundin er ordin so kyrlát hjá því sem var, hann þakkar gudi med hrífandi ordum fyrir lidna, og óSkar honum þóknist nú ad hvíla sig. Nú sje jeg ad þad er satt ad gód elli er lík kyrru kveldi eptir heítann eda hvassann dag, en jeg ætla ekki ad fara ad prjedika. Kristrún hefir haft sömu heílsu í vetur og í sumar en ekki skiptir hún sjer en neítt af því sem jeg hefi á hendi, þegar jeg er heíma. Þú hefir víSt nóg ad huxa þegar madurinn þinn er ekki heíma og þú mátt vera bædi bóndinn og Sveínsson frá StadarStad hjá þeím; hann var gáfadur og vel ad sjer. Níels og Sigrídur Sveínsdóttir voru á Vogi i Mýrasýslu; þau ega 3 börn og heldur erfitt. Grímur og Kristín okkar eru í húsmensku hjá prestsekkjunni í Berufyrdi, og ega 2 dætur, hann var hjer nýlega nokkra daga. I dag kom madur nordan úr Vopnafyrdi med brjef frá Benedikt. honum lídur eptir vonum ad ödruleíti enn því ad ad hann hefir bara 1 Jacóbína. mín næStum fyrir ólundarkippinn sem í mig detta stundum, jeg ber mig ad láta ekki bera á því vid adra, og vona mjer takiSt þad. Nokkud þótti mjer Stjátrádid um trúlofun Hólmfrídar á Hálsi, misjafnar sögur kann menn ad segja af Arnljóti, en flestir fá nóg af þesskonar, og er fjærri mjer ad leggja trúnad á þad alt. Mjer þætti gaman ad hann Jón, sem þekkir hann, segir eítthvad meír af honum. Valgerdur skrifadi mjer þessa sögu í haust. Hrædd er jeg þad verdi ekki gæfa fyrir ÞorSteín bródir ef hann fær braud, og er undarlegt honum skuli detta þad í hug eda vilja rífa sig uppfrá Grænavatni; jeg held konan komi honum til þess, en jeg veít þó þid reínid ad telja hann frá því. Vel lídur brædrunum hjedan fyrir sunnann og eíns Þorgerdi, Jónas skrifar mjer um ferdina í Þíngeýarsýslu medan hann var ykkur samferd, og er audheírt ad vel hefir legid á honum. Þeír búa nú ekki í Skólanum brædur, en hafa leígt 2 herbergi nidrí bæ, þar sem þeír lesa og sofa og Hallgrímur |