Nafn skrár:JakJon-1862-03-26
Dagsetning:A-1862-03-26
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 26 Marz 1862.

Hjartkæra góda systir!

Beztu þakkir fyrir þitt elskulega brjef af 18d f.m. sem jeg fekk loxins næStl. Sunnudag, og var jeg, eínsog fleíri, ordin langeýgd ad bída eptir póStinum, nú ætlar hann strax aptur, en jeg kann ekki vid ad Sleppa honum so ad þid fáid engar frjettir hjedan, "þó fátt sje nú í frjettum ad segja, utan mína bærilega vellídun." Þad er mjer ætíd hjartanleg gledi ad heíra vellídan ykkar, og bid jeg svo megi lengi vera. Þegar jeg er komin í húsgánginn, fer jeg firSt til þín af öllum frændum mínum, þad máttu vera viss um.

Nú er fadir okkar þegar búinn ad liggja 20 vikur, og er þad lángur og þúngbær tími, Altaf þverra kraptarnir meír og meír, en þjáníngarnar eru minni en í vetur um þad leýti ad ykkur var Skrifad allar tilfinníngar eru framar ad fljófgaSt. Hann sefur á daginn Stundum næStum allann, en vakir allar nætur og hefir Frída nú um tíma vakad hjá honum og lesid fyrir hann, og kallad til mín þegar á hefir legid. Med því ad neýt alla krapt getur hann ekid sjer framaná rúmid, so ber jeg hann til hálfs yfirá Stól medan búid er um SáraSt er næríngaleýsid og mjer ógnar hvad hann er ordinn tardur, þó heldur andlitid sjer so undarlega enn, og altaf er hann so fallegur, hárid og Skeggid er eíns og þegar þú manst eptir Sídan Sigurdur á Arnarvatni fór hjedan hefi jeg vakad hann eínsog

módir mín gjördi fyr á árum. VíSt er mjer gledi ad geta verid foreldrum mínum dálítid til adStodar en enginn finnur betur en jeg hvad mikid vantar á ad jeg hafi hjúkrad þeím eda verid eíns audþrúp og vera átti, og ekki á jeg þad hrós Skilid sem þid berid á mig fyrir þad Viljinn, finst mjer, jeg hafa ad sönnu, en so ekki meír. Módir okkar hefir verid med hressara móti sídan áleíd veturinn og er þad hid mesti lán födur míns og alla okkar; þad sázt meíri apturför á henni enn födur okkar, alt þángad til hann lagdist. Bródir okkar og mágkona eru bædi med frískara móti. Mikill munur hefir verid á þessum vetri og vetrirnir í fyrra vídas hvar heílbrigdi, og enginn dáid hjer í sókn, sídan Sýslumadurinn sáladiSt. Hyggilega og fallega ber ekkjan hans sög sína, hún hefir verid hjer med börnin tíma og tíma í vetur og jeg eínStökusinnum hjá henni; hefdi kríngumstædur mínar verid ödruvísi Skyldi jeg hafa verid þar optar; hún er mikid vell ad sjer um alla hluti, og hefdi víSt verid eíns ljúft ad láta mig njóta góds afþví, eíns og mjer ad þyggja. Jeg kvídi fyrir ad missa so góda vinkonu úr nágrenninu, en líklega verdur þó so ad vera, og þad á hver viljugur ad bera.

Vel þykir mjer Jón bera Arnljóti söguna, og er líkt því sem jeg hafdi ímindad mjer. Þad er fjærri mjer ad festa tímad á því sem sagt er mönnum til lasts, af þeím sem lítid þekkja. flesti fá ad kenna á því meír og minna, en Sannleikurinn sigrar æfinlega ad lokum. Þad gledur mig ad FrændStúlka okkar komSt í gódar hendur, og betra er ad vera hæfur til ad vinna fyrir sjer, en ad setjast ad audi sem adrir

ST.

húsfrú, Solveig Jónsdóttir

í/

Gautlöndum

vid Mývatn

hafa safnad, þó "þessa heím börn" taki hann stundum fram yfir manninn sjálfum. Mjer liggur vid ad vera reíd vid Jón bródir ad gefa þessum Just (undskyld) hana Stínu, sem allir segja sje so lagleg og ofgód handa honum, en eín hver kynni nú ad segja mjer kæmi þad ekki vid þad er satt og þad er heldur ekki til neíns ad tala um ordinn hlut. Vid fengum brjef frá Hvammi med þessum póSti; mikid held jeg þau ega erfitt, enn þó eru þau bædi ókvídin heírist mjer, og kvarta ekki um neítt, nema hvad þau geti lítid mentad börnin. Bágt hefir Pjetri og þau í Hlíd átt í vetur. Gud hjálpi þeím sem heygdin slær! Af sjálfri mjer kann jeg ekkert ad segja; jeg hef góda heílsu nema þegar laumpóran áreítir mig; þú mátt ekki hlæa eda halda jeg hafi jitid eíntómt Sikur, þó jeg segi þjer ad 5 jaxlarnir sjeu ónítir. Hjer er fult af smídum núna, sumir eru ad byggja Biltu, sumir eldStó úr múrSteíni, med ristinn og lómfurum; og svo þessi óþrjótandi geitagangur; sem ærir þá sem ekki sansa fult þegar jeg fer ad búa skal jeg úthýsa?

Jeg á nú bera ykkur hjónum og börnum ykkar, og öllum gódum vinum, áStúdlegustu kvedju Foreldra ockar. Fadir minn bidur mig (endilega) endurnýja þad sem mig minnir jeg dripi á í SeínaSta brjefi, ad hann vandi góds til Jóns ad hann verdi fremstur í flokki med ad rádStafa þér sem hann láti eptir sig. Vertu nú betur en jeg á skilid systir! þetta klór. KiStu börnin fyrir mig. Jeg kved ykkur med hjartanlegri vidkvæmni og línanleg systkin mín! og voru þad minnid líka eptir eptir ykkar í Austfjrdumsem heítir

Jacóbína.

Myndir:12