Nafn skrár: | JakJon-1862-03-26 |
Dagsetning: | A-1862-03-26 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum 26 Marz 1862. Hjartkæra góda systir! Beztu þakkir fyrir þitt elskulega brjef af 18 Nú er fadir okkar þegar búinn ad liggja 20 vikur, og er þad lángur og þúngbær tími, Altaf þverra kraptarnir meír og meír, en þjáníngarnar eru minni en í vetur um þad leýti ad ykkur var Skrifad allar tilfinníngar eru framar ad módir mín gjördi fyr á árum. VíSt er mjer gledi ad geta verid foreldrum mínum Vel þykir mjer Jón bera Arnljóti söguna, og er líkt því sem jeg hafdi ímindad mjer. Þad er fjærri mjer ad festa tímad á því sem sagt er mönnum til lasts, af þeím sem lítid þekkja. flesti fá ad kenna á því meír og minna, en Sannleikurinn sigrar æfinlega ad lokum. Þad gledur mig ad FrændStúlka okkar komSt í gódar hendur, og betra er ad vera hæfur til ad vinna fyrir sjer, en ad setjast ad audi sem adrir ST. húsfrú, Solveig Jónsdóttir í/ Gautlöndum vid Mývatn hafa safnad, þó "þessa heím börn" taki hann stundum fram yfir manninn sjálfum. Mjer liggur vid ad vera reíd vid Jón bródir ad gefa þessum Just (undskyld) hana Stínu, sem allir segja sje so lagleg og ofgód handa honum, en eín hver kynni nú ad segja mjer kæmi þad ekki vid þad er satt og þad er heldur ekki til neíns ad tala um ordinn hlut. Vid fengum brjef frá Hvammi med þessum póSti; mikid held jeg þau ega erfitt, enn þó eru þau bædi ókvídin heírist mjer, og kvarta ekki um neítt, nema hvad þau geti lítid mentad börnin. Bágt hefir Pjetri og þau í Hlíd átt í vetur. Gud hjálpi þeím sem heygdin slær! Af sjálfri mjer kann jeg ekkert ad segja; jeg hef góda heílsu nema þegar Jeg á nú bera ykkur hjónum og börnum ykkar, og öllum gódum vinum, áStúdlegustu kvedju Foreldra ockar. Fadir minn bidur mig (endilega) endurnýja þad sem mig minnir jeg dripi á í SeínaSta brjefi, ad hann vandi góds til Jóns ad hann verdi fremstur í flokki med ad rádStafa þér sem hann láti eptir sig. Vertu nú betur en jeg á skilid systir! þetta klór. KiStu börnin fyrir mig. Jeg kved ykkur med hjartanlegri vidkvæmni og Jacóbína. |