Nafn skrár:JakJon-1863-01-19
Dagsetning:A-1863-01-19
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 19. jan 1863.

Elsku góda systir min!

Mjer vard bilt vid þegar jeg leít ofaní brjefid se seínast kom frá ykkur, og sá ad þad var frá mági mínum en ekki þjer, en samt sá jeg ad hann byrjadi rólegar en so, ad nokkud mikilsvert væri tilborid. Alskonar huxanir voru búnar ad brjótast í gegnum hugann ádur en jeg sá hvernig ykkur leíd. Afþví hann segir vid skulum ekki kvída þín vegna, eda rjettar hans og okkar vegna þá skrifa jeg nú þjer, og bid þig first og fremst ad þakka honum innilega þetta góda brjef! Gud gæf ad þetta ár sem nú er byrjad hefdi komid med betri heílsu handa þjer, og gæfi þig aptur vinum þínum sem ekki mega missa þig! jeg er ad vona so verdi.

Allt þad sem madur þinn leggur til, um skiptin eftir födur okkar sál, fellur okkur vel, og er þad nú meíníng módir minnar og Sr Hallgríms ad

láta skiptin bída, þad var líka vilji og ummæli födur okkar sál. eínsog sjá má af Kaupbrjefum Hlída og Grænavatns, en hann var þvert ámóti því ad búinu væri skipt upp nú þegar; þad hefir sjaldan gefist vel ad kasta öllu frá sjer, g svo þarf módir mín eítthvad sja til uppeldis. Sr Magn. neítar henni um part þann af Kirkjubæar tekjum sem Prestekkjum ber, afþví hún sje ekkja Enerítprests, en biskup er nú spurdur ad hvort þad Sje rjett. Sr Hallgr. talar nú eitthvad um þetta vid vrædur okkar og mann þinn; jeg sýndi honum brjefid og sagdi honum þad væri næst sinni skodun Lódsedilinn eda hvadþad heítir skrifadi jeg og læt hjer innani; okkur fjell altínd illa ad sona smálegt Skildi vera tilgreínt í þeím, ef þeír kæmu fyrir auga sýslumanns, en sami stýll er á þeím öllum. Jeg skrifadi nú Hólmfrídi um þtta og bad um þeirra svar, en jeg ætla nú ekki lengur ad tala um þad sem jeg hef ekki vit á, og utan vid er vid mínar huxanir; jeg vildi samt þad geingi vel og reglulega, og allir yrdu á eítt sáttir

Af okkur er allt bærilegt ad frjetta, módir mín liggur sjaldnar núna en verid hefir, svo mjer finst

af sjer med úngbörn 3. Mágur hennar prestu á Færinu tekur laum og Wigg, líkl. kemur hún inn á austur hafnirnar. Madm Thorstensen sem fór frá okkur í sumar hefur fengid 400rd Pensson, og Uppeldisstyrk barnanna 60rdl, þikir mjer mikid vænt um þad. Brædurnir Skrifa mjer skemtileg brjef einkum Jónas, segist hann vera ad hlakka til ad einhverjir frændur sínir komi skóla, þegar Tómas og sínir beztu vinir sjeu farnir; Segdu mjer í næSta sinn eitthvad meír af þínum Seigjum. Heldur þikir mjer ílt ad vita hvernig uppá slettist fyrir Arnljóti, og vildi jeg óska hann drægi ekki frændstúlku okkar á tálar; þad lítur ekki vel út med geistlegheítin fyrir honum, segir sá sem Skrifar mjer um hann ad sunnan, og Frída er líkl. ekki vel ánægd ef henni er alt kunnugt. Jeg minniSt á þetta, því þid munud vita þad líka, og jeg treiSti þagmælsku ykkar. Enginn hjer veít þad nema jeg. Hvernig skildi þó þetta brjef sækja ad þjer? jeg má lengi bída eptir svarinu; heílsadur hjartanlega þeím sem okkur eru kærir, brædrum og vinum, og Frændfólkid hjerna bidur þess sömu. Vid mamma kvedjum þig Samt allra bezt. gud gefi þer ad lifa mörg og gódár i hópi áStvina þinna Kistu krakkana þína og mág m. fyrir ykkar æfinl. elsk. systir K. Jakob. Jónsdóttir

Innilega bidjum vid ad heílsa Sr Þorst. og bidjum gud ad filgja honum til nýa Saudsins.

heílsa hennar miklu jafnari, og þad má nú gledja okkur hvad heílsa hjónanna er mikid betri enn á undan. Þorgerdur kennir systir sinni ýmsar hannyrdir, þær sitja nú altaf vid þad; Frída spinnur og saumar á vél, hún er ordin kappsöm og idin. Eg er vid mitt gamla rölt, sem mágkona mín skiptir sjer aldreí af.

Stundum hefir Þorgerdur lesid med okkur Þurídí 1 tíma á kveldi Frönsku, sem mjer þikir gaman. en hún vill ekki inní mitt höfud, enda kemst jeg opt ekki til þess. Altaf er sótt og daudi á gángi, og vid megum sjá á bak mörgum hinum beztu mönnum. Sr Þorl. í FoSsvöllum skólabródir födur okkar sál er dáinn eptir lánga kárarlega, jeg taladi lengi vid hann í Sumar þegar jeg fylgdi Madm Thorstendsen og þad var gledilegt og elzti sonur dóu fyrir skömmu, Annan Fastar eptir nýárid, og valmennid ljúfa Þórdís Arnadóttir sem var á HallfredaSt. og sem var mjer eínsog módir eda systir, hún er líka dáin. Jeg sakna hennar mikid eínsog so margir, hún var sú bezta og elskuverdasta sál sem jeg hef þekt, og fáir heldjeg og hún var. Mest kinni jeg í brjóstum Madm Þórunni sem altaf hafdi saman vid hana. Bágt á nú Madm Svendsen; hún veit ekkert hvad hún á ad gera

Myndir:12