Nafn skrár: | JakJon-1864-01-25 |
Dagsetning: | A-1864-01-25 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum 25 Jan. 1864. Elskul. bezta systir! Ástkærustu þakkir fyrir þitt innilega og snjalla brjef med póstinum sem loxins kom híngad 6 þ.m. og gledr okkr stórlega ad fá svona gódar frjettir af ykkur og ödrum vinum og vandamönnum. Bágar hafa afleídíngar sumarsins ordid hjá ykkur eíns og vída í hjeradi en þó vidradi miklu betr í fjördum, og er þó sjaldgæft ad hjer sjeu minni rigníngar enn annastadar, en þad hefir nú bargast aptr í vetur því, þó ekki hafi verid mjög hart þad sem af er, hafa optast geingid snjóbleitr og rigníngar, og því ekki snjór haldist vid. Gaman þikir okkr ad heira af framförum barna ykkar, einkum módir okkar, því þad er nú efnid sem henni er kærast og vidkvæmast, og bidr hún opt heitt og hjartanlega fyrir þeim. Hólmfr. á Hálsi Segir okkr frá litlu frændönum og framförum þeirra, en einkum segir hún ad Kristján litli sje Arnljótur kallinn slarkar framúr því þikir mjer, og er audsjed í öllu hvad mikid hann á undir sjer. Þórd. Thorstensen segir mjer ad allir hafi ordid mjög hrifnir af hinni fögru vígslurædu hans, og hann hafi flutt hana med eins mikilli Futning og 20 ára prestr. Jónas segir mjer líka ad dóttir hans sje nýdáin og hafi hann haldid góda rædu yfir henni, en allt þetta er ykkr liklega kunnugra enn mjer. Gaman þikir mjer ad ræduheítunum um þíngid eptir mág minn, og var þad einmitt þetta sem jeg vildi heira en ekki um málefnis sjálf. Þad skal heldr ekki fara lengra, þó þetta viti margir sem þekkja til Sr H. brodi ad, því jeg sýndi honum brjefid en hon- Þorgr treystist ekki lengr til ad þjóna svo ordsýnbraud, er þikir yfirvöldin ekki hafa farid med sig ad verdleikum þegar hann hefir sókt um braud. Þaug eru ekki heldur miskunsöm vid Sr Jón mág, en þeir eru Máske jeg geti nú uppfylt löngun mína í sumar Ykkar heittelskandi systir Jacóbína. um þókti lakara ad missa af hinu sem dagadi upp á Akureýri. Af okkur er allt bærilegt ad segja; heilsan hefir verid gód sídan í vor, og mamma liggr nú sjaldar en Kristrún altaf á jólum. Fyrir mjer lídr veturinn -einsog hinir á undan- í þessu daglega umstángi sem litlar menjar sjást eptir af; þad á ekki af mjer ad gánga þó nógumargar sjeu stúlkurnar; en satt ad segja þikir mjer gott ad gera þad sem mest gagn mætti ad verda. Frændstúlkurnar allar eru gladgerdar í meira lagi þó þurídr sje hávada madr næstum. Frída hvöss og findin í ordum og gefur engum eptir því lundin er brád. Gudrún Halldórsdóttir er fjörug og dugleg, og Gudný er svona med í hverju sem vill, jeg kann vel vid hana, en audfundid er ad eitthvad hefir skigt á æskugledi hennar, svo hid innra er hún víst nokkud þúnglind, hún hefir farid á milli margra og þad er allt annad en ad vera í gódum foreldrarhúsum. Jeg hefdi hálfgaman ad heirra hvad madur þinn veit um Milbanks, og hvort hann muni ferdast aptr hjer um land. Þad verdr litid um frjettirnar hjá mjer eins og samt er. Sagt er ad Sr Þorvaldr í Þíngmúla og Sr Þorgr. ætli ad hafa braudaskipti, því Sr |