Nafn skrár: | JakJon-1864-03-31 |
Dagsetning: | A-1864-03-31 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum 31. marz 1864. Elskulega systir mín gód! Ástar þakkir fyrir þitt elskulega brjef medtekid á pálmasunnudag, þad er okkur ætíd gledidagr þegar brjefin koma ad nordan einkum þegar þau hafa gott ad færa, en um engin brjef þikir mjer vænna en þín sem bædi eru ástúdleg og skemtileg. Nú gjörist dimmir dagar þegar út er litid, og þykist jeg vita ad þeir sjeu ekki brjartari hjá ykkr, en dimmri voru þeir í fyrra ad minsta kosti í hug og hjörtum okkar sem þá lágu lágt. Þó þú þikist hafa fáar frjettirnar hefi jeg þær enn minni, því leiki þeim í lyndi, jeg vildi óska ad stjörnuspá ykkar rættist, og vid Holmfrídr mættumst á Gautlöndum, svo vid kæmum þó einu sinni á æfinni sama allar, en jeg þori ekki ad huxa svo hátt. Á laugar dag f. páska komu brjef frá brædrönum fyrir sunnan med manni er þeir sendu Sr Þorgr. og Sr Þorvaldr; þeir láta vel af sjer, og segja ekkert tídinda nema Frú Svhevíng var þá nýdáin. Þeir eru 12 í kosti hjá Mad Jacóbína. jeg sem Fyrirgefid elskul. börnin mín! og verid öll kvödd ástudlegustu kvedju af ykkar til daudanst heittelsk. módr Þurýdi. |