Nafn skrár: | JakJon-1864-09-21 |
Dagsetning: | A-1864-09-21 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | systir bréfviðtakanda |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Jakobína Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1839-12-01 |
Dánardagur: | 1919-01-30 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hólmum 21 sept. 1864. Hjartkæra góda systir! Þær ástúdlegustu þakkir sem jeg hef til á midi þessi ad færa þjer, fyrir vidtökurnar í sumar og öll gædin, þessar en rigníng seinni partinn, þá nádum vid ad Hoftegi og áttum þar góda nótt hjá Sr Þoroddi og Madm Binu. Föstudaginn var óttaleg rigníng komumst vid þá yfir Fákulsá og Lagarfljót og bárumst firir á lídan á laugardaginn kom jeg heím og fann alla mína heilbrigda. Ekki gat jeg komid ad Galtarstödum, því tíminn var ordinn svo lángur, hefi jeg ekkert frjett þadan sídan jeg kom. Kafvirkin kom híngad í byrjun þessa mánadar, hefir módir mín legid sídan opt mjög þúngt haldin en klædir sig nú í firsta sinni ídag, jeg tala ekki um hvad jeg hef verid hrædd um hana, enda hafa flestir verid nær dauda en lífi nema vid Frída og Tómas kennum einkis meins; í byrjun veikinnar dó madr af Slagi, snikkari sem híngad fór frá Hofi í fyrra, og hafdi unnid hjer svo mikid bædi ad endurbót kirkjunnar og húsinu sem byrjad var ad byggja í vor, jeg hefi aldrei sjed eins sviplegt og burtför þessa mans. Viku seinna dó vinnukona gömul Ingibjörg Bjarnadóttr sem altaf hefir verid hjer hjá hjónonum sídan þau komu, svo þad hefir geingid alvarlega til. Er hann Sr Þorlákr ad vera ordinn ekkjumadr í 3 komumst í okkar gamla essi; þad var ekki frítt vid ad jeg væri eínsog hálffeímin vid hann, því fáir menn sýndust mjer umbreýttari; mjer finst jeg þurfa ad sjá hann aptr, til þess þad fari af, og minna hann á þegar vid vorum ad borda á brystirna daginn ádr en jeg var fermd, og hann var ad tala um kvídann í mjer, og margt annad. Jónas frændi fór sudr austan veginn, en Tómas er heíma og ætlar ad sigla med haustskipi, þad er ad segja ef þad kemur nokkrt og ef frjettirnar frá Danmörku verda ekki mjög vondar. Segdu mjer nú elskusystir! hvad þid hafid rádid af med Stjána og hvort Sr Þorl. heldr áfram med Björn? Þessi mánudr hefir verid dimmur úti sem inni; sífeldar rigníngar, en august þará móti eintómt sólskin. Jeg man nú ekki meir; kystu Börnin þín firir mig og berdu kæra kvedju manninum þínum, og öllum gódkunníngjum og medal þeirra Maríu okkar. Svo á jeg ad skila ástkærri kvedju frá mömmu. En sjálfa þig kvedr eínlægum systrkossi þín af hjarta elsk. Jakóbína. P.S. Þú sagdir þjer hefdi þótt gaman ad sjá bjef eftir Þórd. ThorStensen, svo jeg læt hjerinnaní dálitinn sedil sem hún skrifadi mjer af Eskifirdi daginn eptir ad fadir okkar sál. dó. Brendu þegar þú ert búin ad lesa brjefid. næstum ótrúleg, þó heimskuleg sje talad, og þó jeg sæi öll líkindi til ad þessi endir mundi áverda þegar vid komum þar, |