Nafn skrár: | JenEgi-1876-08-20 |
Dagsetning: | A-1876-08-20 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3092 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jens Egilsson Laxdal |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1858-01-19 |
Dánardagur: | 1923-10-06 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hornsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Laxárdalshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Vinneipeg Dag 20 Agust 1876 Heiðraði Góði vin Her með þakka eg þjer og ukkur hjónum fyrir alla velvild ukkar við mig Nú fer jeg að byrja að skrifa þér þá byrja jeg þegar jeg fór um bord á Bordeiri 28 Júní á Gufuskipið Veroni klukkan 6 um kvöldið og lenti á Sauðárkrók klukkan 7 um morguninn 29 Júní 30 Júní lagði Skipið þaðan til Akureirar og Hafnaði sig á Akureiri sama dag 2 Júlí fór skipið þaðan klukkan 6 um morguninn 3 Júlí vóru margir sjóveikir en alldrei fann jeg Til sjósottar 5 Júlí klukkan 6 sáum við Skotland á Skipinu vóru 739 farþegar 396 sem sem ötluðu Til Halifax en til Nýaýslands 343 6 Júlí lentum við í Granton klukkan 3 um dagin klukkan 9 um köldið fórum við í Vagnana og komum til Glasskó klukkan 12 um Nóttina þar var vel Morgun matur Te Brauð og Smjer Miðdagsmatur súpa og kartöflur og Kjet og stundum Fisk og Búðing á Sunnudögum 19 Júlí klukkan 11 um dagin Saum við Labrador ströndina á hægri hönd en Nyfundna land á hina við Sáum margar Fiskiskútur frá Nífundnalandi 21 Júlí Sáum við Qvibekksfylki þá kom 1 Íslendingur fram á Skip til okkar hann var Sendur frá Stjórninni í Halifax Sagði hann Íslendinga
jeg atla að biðja þig að skrifa mjer til aptur það fyrsta Kveð jeg þig svo óskum bestu lukku og farsældar og bið þann sem öllu ræður að jeg bið að heilsa konu þinni Virðingarfyllst Jens Egilsson utanaskrift til mín er sona Mr, Jens Laxdal, Winneipeg P.O. Manitoba Canada |
Myndir: |