Nafn skrár: | JenEgi-1876-05-04 |
Dagsetning: | A-1876-05-04 |
Ritunarstaður (bær): | Þorbergsstöðum, Laxárdalshr., Dal. |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3092 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jens Egilsson Laxdal |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1858-01-19 |
Dánardagur: | 1923-10-06 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hornsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Laxárdalshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Þórbergstöðum Dag 4 Maí 1876, Heiðraði höfdingsmaður, Hér með þakka eg ukkur hjónum fyrir alla velvild ukkar við mig í einu orð. Þar ferdin fellur skrifa eg yður þessar fáu línur, og sendi jeg yður hér með skuld þá er þér áttuð hjá mér m.fl. 6 krónur aungvar frjettir hefi að skrifa yður nema Heyleisið er hjer alment má heita og mun yður þykja það litlar frjettir lítið hef jeg lært í Enskunni síðan jeg fór frá yður og ekki hefur J.E. Straumfjörd verið neitt hjá mér enn þá en jeg vona þó hann verði dálítin tíma jeg sendi yður Vessin eptir E. Jónasson í Ameríku ekki hef jeg Getað feingið neinstaðar Nía skotlands ritið því Halldór á Kvennabrekku var búinn að farga þeim öllum, jeg beiðði Jakop frá Kambi í Reykhólasveit að láta yður vita að það feingist Reipi hjá Halldóri á Kvennabrekku en þar enda jeg svo þennan illa klóraða miða og bið yður forláta allt masið er endast með bestu óskum til yðar og Jens Egilsson P.S. skrifað þjer mér til línu aptur J.E.L. |