Nafn skrár:JohTho-1875-02-24
Dagsetning:A-1875-02-24
Ritunarstaður (bær):Svalbarða
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf / Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3029 4to
Nafn viðtakanda:Jóhann Einarsson
Titill viðtakanda:
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhann Þorsteinsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Svalbarði 24. febrúar 1875

Kæri frændi og nafni!

Ekki man jeg í hvað gamalli og mikilli brjefa skuld jeg er i við þig, það eina veit jeg og man, að hún er bæði gömul og svo mikil að jeg borga minnstann hluta

hennar nú, frá klukkan5 f.m. til dags, því þá ætla ferða mennirnir af stað. Hvað um það beztu þakkir fyrir brjef þitt síðasta og annað gott.

Héðan er ofur tíðindalítið líf manna líður hjer eins og í draum móki, enginn er nú sem vekur og drífur upp á sönginn, sú röddin er nú þögnuð, sem bezt og mest ljet

til sín heyra; "skörin kominn uppí bekkinn og köttur i Bjarnar stað" og nærstum að ómildir beri sjer í munnd, að "svívirðing foreiðslunnar sje standandi í hinum

helga stað," nei svei, þetta er ljótt! það eru draumórar. Jeg ætlaði að skrifa frjettir eins og lög gjöra ráð fyrir, jú Axfirðingar hafa fengið prest, og einhverntíma var

þetta sagt, síðan, það sæjeð. Axfirðingar ólæpt fá andarrjettinn steiktann. Aðeins hafa pistlar þá Þöngulhausinn

reiklun. Hver rækallinn! en þá dreimir mig: skal jeg þá aldrei geta vaknað til frjettanna Nú er engin

fumbulvetur. Tíðin hefur optast verið bærileg það sem af vetrinum er stundum í bestl optast þolandi, jorðin tíðast fyrir fje og frostalítil veður,

en opt hvikul með úrkomum og vosem. Ær hreppstjórans eru búnar að jeta innan við 4. hálftunnur hver; sauðir ekkert

lömbin mikið, hestarnir heilan og hálfann, kýrnar þekkja allir að vera eld í heyum, ekki síst þegar farið er að troða í þær um og fyrir göngur, En það er eina líknin

fyrir mjer að jeg hef ekki til að gefa nema hálfa aðra kú 4. hross rúmum 70 ám þar af á jeg 54 liðugt 40 lömb hef jeg á fóðrum en ekki á jeg þau öll 32 sauði á jeg núna

að nafninu til, svo hatt hef jeg aldrei komist fyrr, og aldrei heldur verið annar eins slisa hrói með skepnur og í vetur, jeg er búinn að missa með ýmsu móti 10 kindur

af þeim sem áttu að lifa, og seinast í gær misti jeg fallegan fjárhrút á þriðja vetur; hann keypti jeg í haust fyrri fulla 12

rdl, úr höfuð sótt fór hann 30 ánum mínum var undir hann haldið. Hvað skildi fjár hirðirinn faðir þinn vilja ráðleggja mjer með lömbin undan honum?

lóga þeim öllum, eða hleypa höfuð sótt í kinið; er hún ekki ættgeng eins og fleyra það illa? Sigurður frændi sem er vinnumaður minn er að hleypa upp þinn i moldviðri

hann á áfóðrum hjá mjer fullt 20 fjár

en lfeyri hlutan sauði, þó er hann tregur til að vera kyr og enda ófáanlegur nema jeg geti fengið annann mann duglegann, og hann þyrfti jeg og vildi fá.

Benidikt ÁRna son hálfbauð mjer Sigurð frænda sinn á Oxará, sem kvað vilja komast hjer austur í Paradís!!! B. skrifar víst Sigurði til nú með langnesingum, sem

fara Vvestur að Hólum og vill fá svar frá S. með þeim aptur, en jeg vildi helst fá það fyrr. Maður frá nærsta bæ; Pjetur

í Garði fer með þeim inn á Akureyri og kemur strax um hæl, með hönum vildi jeg helst fá að vita hvort Sigurður væri til með að fara til mín. Vildi

jeg því biðja þig frændi! að finna S meðan P???? inn frá og láta mig vita með honum aptur hvernig vistar ráðin ganga. Mjer

ríður á því, sem fyrst, þó jeg líkl fái engann ef þetta bregst; Fyrir gefðu rissið og ruglið. Konan mín biður kærl að heilsa ykkur. Kystu

foreldra og syskini fyrri mig, Guð blessi ykkur öll! þinn elskandi frændi

Jóhann Þorsteinsson

óupplesið

Stórutjörnum Stjórutjörnum PEinarsson Stórutjörnum Einarsson Jóhann Einar Stórutjörnum Jóhann G. Einarsson J P

Gísli Gísli Einarsson Þingeyjarsýsla GE GEinarsson Stórutjörnum Ljósavatnsheidi

Einarsson P Einarsson

PT

Jóhann Einarsson

V yngismaður

að/ Vatnsenda

Jóhann Vatsenda

Myndir:12