Nafn skrár:JohGud-1860-11-26
Dagsetning:A-1860-11-26
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Staddr í Bólstaðarhlíð dag 26. Nóv: 1860.

S.T.

herra Bókbindari J. Borgfjörð!

Nú samstundis fekk jeg hér frá yðr send 10 St, af Valvesar og Gunnarsrimum og þyki mér það ógóð sendíng, því bæði er illt að selja bækr, og svoe r búið að breiða þessar rímr hér út af Jóhanni nokkrum sem nýlega kom að norðan. En ef jeg á nú að reyna nokkuð til að selja þettað þá verðið þér að láta mig fá Nýa Sumargjöf 1860, og 1001. nótt 4hefti, til kvitta við mig þá "100 ?? Skuld" sem þér hafið komist í við mig með að senda mér þetta rusl!! Það er samt ekki þar með meit að jeg ætli mjer að fá þessar bækr hjá yðr fyrir ekki neitt. En ef þér gætuð sendt mér þær með vissri ferð bráðum, þækti mér gott. Hefdi verið betra að selja bækr enn nú er þá hefdi jeg gjarnan viljað eiga kaup við yðr vegna lestrarfélags okkar á þeim hátt: að jeg eða einhver af félagsmönnum hefdi gjörst útsölumaðr fyrir yðr á móti því að þér heduð géfið félaginu 1 Exempl. af hverju því riti sem þér géfið út, því félag okkar er æði fátækt, en fyrir það sem jeg ehfi þó reynt að halda því við og kaupa bækr meir enn tillög hafa greiðstfyrir þá á það þó núna 187. Kv enda á jeg núlíka hjá því 16 64~ Jeg má ekki vera að rugla lengr um þessi bókamál því jeg er hér ferðamaðr.

Með vinsemd og virðíngu

JGuðmundarson á Gunnsteinsstöðum

S.T.

herra Bókbindari Jón Jónsson Borgfjörð

á Akureyri.

Myndir:12