Nafn skrár:JohGud-1861-01-16
Dagsetning:A-1861-01-16
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gunnsteinsstöðum dag 16. Janúar 1861.

S.T.

herra bókbindari J. Borgfjörð!

Jeg þakka yðr innilega fyrir bækurnar sem þér senduð mér á dögonum, bæði frá sjálfum yðr sem gjöf til lestrarfélags okkar, go líka fyrir hinar 2r sem jeg hafdi beðið yðr un til kaups, go sendi jeg yðr nú hér með verð fyrir þær. En með rímr yðar gengr mér fráleitlega ílla, því bæði er það að valla er orðið mögulegt að selja nokkra bók og svo þykir flestum efnið skémmt og fljótt yfir farið, og vkerið fjaskalega dýrt, svo jeg búst ekki við að géta seldt Gunnarsrímr meir enn ef ské kynni á ??8d og valla það því sam Exempl. voru dálítið skémd þegar jeg fékk þau, og Valvesar rímr þarf víst ekki að bjóða fyrir meir enn 16?. Jeg bið yðr nú að láta mig vita hvað jeg á að gjöra í þessu tilliti, en helzt vildi jeg, ef að þér ættuð einvhern yðr kunnugann hér nálægt sem þér gætuð beðið fyrir að selja þetta, losast við það, því jeg gét ekki gjört þetta, nema mér til skammar en yðr til skaða.

Með vinsemd og virðíngu

Guðmundarson

Myndir:1