Nafn skrár:JohGud-1865-12-xx
Dagsetning:A-1865-12-xx
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gunnsteinsstöðum á jólanóttina 1865

Heiðurlegi elskulegi vin!

Loksins sendi jeg þér nú eptir tilmælum þinum Vókatöfu Torfa Sveinssonar, og er þó vala jeg géti látið hana frá mér fara, svo er afskriftin skammarlega af hendi leyst, og svo sá jeg en þó ofseint að seinasta taflan var öll hríngavitlaus og var jeg svo að krulla ofaní. En fyrir því að jeg þóktist vita að þú myndir skrifa hana upp hvort heldur væri og þekkti þig ekki upptektasaman, þá hætti jeg við að skrifa hana upp aptur, en bið þig að fyrirgéfa alltsaman. Nú hefi jeg mikið stóra bón til þín, og er hún sú: að biðja þig ef þú gætir að ná fyrir mig afskrift af Sögunni af Hrana Hríng. Hún er í handritasafni Guðmundar Sál. Einarssonr sem nú er komi suður. Jeg veit ekki til að okkur vanti fleiri Söguþætti af Islendíngum, sem syðra eru til, og sem ekki er þá hægt að fá prentaða. Þú þarft ekki að hugsa um ritfegurð, einasta að rétt sé skrifað, því við skrifum allt þesskonar í bækur. Hægast er að finna bókina sem sagan er á eptir Bókalista Guðm. Sál. ef þú gætir fengið að sjá hann. Sagan mun vera um 3. örk. - Ekki þarftú að hraða þessu framar enn þér er hægast. - Jeg vildi líka meiga biðja þig að útvega mér rit Hjaltalíns um barnsfarasóttina og verðlausa rit síra Guðm. Einarssonar ef fáanlegt væri um Nautpenings-

ræktina og væri mér einkar kært að géta feingið þetta til baka með Jóhanni okkar. Jeg vona þú þurfir ekki að borga honum undir það, en bið þig að láta mig vita hvað ritin kosta. Nú er félag okkar búið að eignast yfir 300 bindi. Allt af lángar okkur til að géta feingið afksriftir af einhverju af handritum Guðm. Sál. en efnaleysið bagar okkur mjög í því tilliti Samt er nú enn sú innileg bón mín til þín að þú vildir nú komast eptir hjá þeim sem þú álitir færa til að afskrifa svo ekki væri rángfært, og sem þá líka hefðu kríngumstæður til þess hvað dýrar afskriftir þeirra myndu verða, og um leið vildi jeg fá álit þitt um drjúg höndin væri í samanburði við rithönd Einars Sál, sem flest handritin eru eptir því mér þykir talsverðt undir því komið þegar ræða er um borgun fyrir arkið. Fyrri enn við vitum að hverju er að gánga gétum vér valla ráðist í að kaupa afskriftir. En komi til þess er líkast til jeg biðji þig að semja til fulls um það, og selja okkur pappírsbækur til að rita í. - Jeg hefi frétt að Gísli Magnúsarson Skólakénnari sé í óða önn að safna tækifæris vísum sem hann á sínum tíma ætli að láta prenta, og veit jeg til að beðið hefir verið um þessháttar söfn hér nyrðra. Mér hefi rþví komið til hugasr að komast í samníng við Gísla svoleiðis: að hann afksrifaði nokkuð fyrir okkur móti því að eg léti han nfá tækifæris vísur þar á móti, og vildi jeg nú ennfremur meiga biðja þig að færa þetta í tal við hann. En þá þyrfti jeg jafnframt að biðja þig að fá greinilega upplýsíngu hjá honum hvernig safnið ætti að vera lagað: hvort erinda lausar vísur, og hvort hann setti sér nokkurt takmark með það hvað margar mættu vera flestar um sama tækifæri; eða hvort

hann líka vildi fá tækifæriskvæði þó nokkuð laung væri, eður samkveðlínga ýmissra um hitt og annað, t.a.m. á þekkt Skaualjóðum gömlu. Hvað hann kallar samkveðlínga: tækifæri: hvort það þegar menn hefur greint á um orð rituð eða töluð, og þaraf hafa gjörst ljóð, og hvort hann telur til þessa sveitavísur t. a.m eins og Látrabörg kvað sem lýsíngu á ýmsum sveitum í Þíngeyarsýslu, eina um hverja, o.s.frv. Ekki gét jeg sagt hvað mikið jeg gæti látið af hendi rakna en talsverðu þyrði jeg að lofa ef jeg hefði góðan undirbúníngstíma, þvi jeg á allareiðu vísa marga styrktarmenn ef til kæmi, því margir eru nú orðnir félagsm. sem vilja hlynna að því er fél. gétur orðið til þrifa. En mikið kémur líka uppá það hvað einhæfur maður hlýtur að vera í valinu. Ef Gísli vildi nú sinna þessu, þá vildi jeg held óska að hann tæki að sér að afrita Skagfirðíngasögu Einars Sál. heila og haldna, bæði á móti safni þessu frá mér, og svo hitt fyrir borgun. En aðalatriði í samníngi þessum er þó það ef til kæmi hvað mikið hann vildi afskrifa fyrir til dæmis: 1 ark af mínu safni. Mér þækti raunar lítið að fá ekki 2" arkir afskrfaðar eptir sem þær eru á bókinni fyrir 3" frá mer. Gott hvað betur gengi, og ekki heldur frágangssök þó nokkuð minna væri. Hönd mín er fremur þétt eptir sem nú tíðkast, sjaldan færri en 24 línur á blaðsíðu í 8 blaða broti, á hverju broti jeg læt vanalega hendíngu ráða línu. Jeg treysti þér annars til að gjöra það bezta í þessu sem hægt er, og uppá þann hátt sem okkur gæti orðið haganlegast. Ef um nokkuð væri að gjöra þyrfit jeg að vita það sem fyrst svo jeg gæti eitthvað farið að starfa.-

Fyrirgefðu þennan leiðinlega kvabbmiða, og hlyfstu ekki við að láta mig fá annan aptur ef svo stendur á. Þinn einlægur vin

JGuðmundarson

Myndir:12