Nafn skrár:JohGud-1866-12-21
Dagsetning:A-1866-12-21
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gunnsteinsstöðum dag 21. December 1866.

Háttvirðti kæri vin!

Af því jeg hefi enga línu fengið hvorki frá Gísla Magnúsarsyni skólakénnara, né heldur frá þér síðan í fyrra udar viðvíkjandi afskriftum þeim er við hér vorum að hugsa um að fá af handritum Guðmundar Sál. Einarssonar þá hripa jeg þér þessar línur. Jeg fór í fyrra, eptir það jeg fékk bréf þitt, að képpast við að safna tækifærisljóðum í þeirri von að fá eitthvað í staðin afskrifað hjá Gísla. en þegar jeg þá hvorki fékk neitt bréf frá honum né síðan frá hvorugum ykkar þessu viðvíkjandi, þá fór að draga úr áhuga mínum og félagsmanna okkar í þessu tilliti. Jeg dyrfist því enn að biðja þig að lofa mér að vita hvort jeg hefi að vænta nokkurs áframhalds á því að fá nokkuð afskrifað hjá Gísla í því skyni að jeg útvegi honum tækifærisljóð, og svo þarf jeg að vita hvað helzt er athugaverðt við söfnun þeirra. Ekki heldur hefi jeg feingið frá þér Sögu Hrana Hríngs sem þú lofaðir að lána mér í fyrra til afskriftar, og vildi jeg biðja þig að senda mér hana með Pétri skólapilt Guðmundarsyni, að sumri, því maður má vera óhræddur um að það fer ekki að óskilum sem hann fer með. Ekkért er nú héðan að frétta nema harða tíð svo að í sumum sveitum er nú orðið jarðlítið, og má það heita óvanalegt um þetta leiti, og ekki síðar er það óálitlegt á eptir þessu

stutta og graslitla sumri, sem að vonum gaf af sér litin arð ?? má nú óttast fyrir slæmum afleiðíngum ef menn skéra ekki tak?? verðt enn, sem margur að vísu hefir nú í hyggju hver framkvæmd sem á þvi verður.

Fyrirgefðu þennan ómerkilega miðaþínum skildb. heiðrandi vin

JGumundarsynig

Myndir:12