Gunnsteinsstöðum dag 23. Apr. 1867. Elskulegi vin! Fyrir þitt kærkomna bréf frá 21. fm. er jeg meðtók fyrst í gær ílla til reika þakka jeg þér alúðlegast. Umbúðirnar voru rifnar og blautar en mér þókti ekki lítið lán að Sagan af Hrana og Hríng er þú af góðvild þinni hefir nú léð mér var lítt eða ekki skémmd eins og líka listinn yfir höfunda nýa viðbætirins. Jeg þakka þér innilegast fyrir alla þessa góðvild þína og uppáhjálp. Það sé jeg að Síra Páll á Völlum mun eiga Sálma þá er Danjel próf. hefir sendt. En hvernig á því gétur staðið að sálmarnir 69 og 70 eru nú eignaðir Guðmundi Gísla Sigurðss. sem Pétur Guðmundarson hefir sagt mér að Síra Páll hafi kveðið, og það eptir SonP. Sjálfum, það skil jeg ekki. Gaman væri þú gætir leitað þér betri upplýsínga um það. Jeg man það annars fyrir víst að mér hefir verið sagt að Síra P. ætti 9da (en máksé hann hafi Sendt 9 en ekki verið teknir nema 4 eða 6?) því No 65 og 70 mun hann eiga. Meira gét jeg ekki minnst á þetta höfunda tal því jeg hefi engan tíma haft til að minnast skoða það. Jeg veit ekki til að neitt sé prentað á Akureyri núna nema Norðanf. verðlagsskrá og Rikn. og er bágt til þess að vita. það þorir nú eingin að géfa út bækur. Jeg er að berjast fyrir að prentuð verði á Akureiri Smiðabók mjög merkileg að mörgu, og afbragðs rit eptir ólærðan mann þorstein hreppstjóra Þorleifsson í Kjörvogji á Ströndum, ættaðan hér úr Sýslu, og svo hefi jeg samið Skýrslumynd um Lestrarfél. okkar Lángd. sem mig lángar til að prentuð verði. En jeg býst við að félagsm. mínir verði ragir á þeim kurtnæði. Ef þessi rit annað hvurt eða bæði yrðu prentuð væri nokkur von að þú gætir eða vildir styrkja nokkuð til útsölu þeirra? Já! satt er það, ílla hurfu okkur handrit Guðm. Sál Einarssonar. Jeg skil nú ekki hvað G. Magnúsars. meinar með að taka helfínginn í afskriftum og helfínginn í gæn. Býst hann við að jeg safni svo miklu að hann géti ekki afskrifað á móti því? eða ætlar hann að afrita helfíngi meira fyrir okkur enn jeg gét látið? Jeg fæ aldrei frá honum eina línu, enda hefi jeg ekki skrifað hinum beinlínis. Jeg hefi heldur ekki enn hreinskrifað nema lítið eitt af því sem jeg hefi verið að tíma saman. Kemur það til bæði af því að jeg hefi verið í óvissu kvað úr þessu yrði, og líka af því að mig langaði til að hafa í samanhengi það sem jeg gæti fengið eptir sama mann. En maður gétur seint verið viss um að nú sé fengið það sem fáanlegt er. Jeg vildi feginn biðja þig um að herða á Gísla með að segja eitthvað víst, og með hvaða kostum við gætum átt von á afskriftum, m.m. 1. varg. af Manne??tídender sendi jeg þér og kosta þau að þú sert mér og okkur félögum hér eins hjálplegur og þú hefir verið með bækur og ýmislegt þar að lútandi. Það vildi jeg þú gætir útvegað okkur sandnámu sem felagið vantar alltaf. Helzt vildi jeg fá ef mögulegt væri viðusta útg. með konti. Jeg vildi líka biðja þig ef gætir að útvega okkur fyrirfarandi Skólaskyrslu, eða það af þeim sem fáanlegt væri, og Skóla-boðsnit sem félagið á mjög fátt af. Það sem út er að koma vona jeg P. Guðm. s. færi okkur í sumar.- Ekki býst jeg við að géta látið afskrifa Hrana sögu fyrrenn að vetri, en reyna skal jeg að sjá um hún skémmist ekki. En máské þér þyki íllt að missa hana svo lengi? Jeg nenni ekki að skrifa þér neinar fréttir, því þær eru ekkért annað en harðindi og dauði, og fást þær greinilegar með Tómasi Björnssyni sem nú fer að sækja vigslu. Fyrirgéfðú þennan ómerkilega miða með skita blettum slæmu bleki og vondri skrift. Þinn einl. skuldb. vin JGuðmundarson |