Nafn skrár:JohGud-1868-02-06
Dagsetning:A-1868-02-06
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gautsdal dag 6. Febrúar 1868.

Heiðraði kæri vin!

Það var að því komið að sannast mundi á mér málshátturinn "gleymt er þegar gleypt er", þær sem jeg hefi ekki lætið þig sjá eina línu frá mér siðan þú syndir úr það vináttumark og félagi voru þá velgjörð að senda horu fyrir sig 1 Exempl. af prentsmiðju sögu þinni, fyrir hvað jeg þakka þér alúðlegast. Þú biður mig að gjöra athugasemdir við sögu þina. Jeg þóktist nú ekki meiga minna gjöra en lesa söguna ??? og í næði, og þetta hefi jeg nú gjört, en árágnurlaus hefir orðið sá einn að svar mitt til þín hefir dreigist að þessu. Jeg er að vísu ekki gétað orðið var við neitt er jeg géti fundið að, og í svo stuttu riti álít jeg að ekki hefði verið hægt að ná betur öllu því söguleag í málinu; og jeg fyrir mitt leiti gét ekki annað enn lýst g ánægju minni yfir þessu ágripi þínu. Ekki hefi jeg enn gétað komið því við að skrifa upp söguna af "Hrana Hríng" og gét jeg því ekki sendt þér hana í vetur. Þetta tómlæti mitt bið jeg þig að misvirða ekki við mig. En jeg skal sja um að Sagan skémmist ekki, og fa??ast jeg að láta nokkurn vita að jeg hafi hana undir höndinni. Við erum búnir að tapa úr félaginu Se??? Sögu, og bið jeg þig að hjálpa okkur um

hana ef þú átt eptir óseldt, en ekki kæri jeg mig um að kosta uppá að fá hana í vetur. Það er hvorttveggja að jeg hefi ekki skrifað Skólakennara Gísla Magnúsarsyni enda f hefi jeg ekki feingið eina línu frá honum. Jeg hefi það litlu safnað enn, þar jeg veit ekki hvað eða hvernig hann vill hafa það. Ef hann vildi nokkuð fá frá mér kært að fá að vita það, og vildi jeg biðja þig að færa að í tal við hann. Vertu svo í ássemi kvaddur af þínum skuldb. elskandi vin

JGuðmundarsyni,

[getur verið önnur rithönd] Slisfarir.

[getur verið önnur rithönd] Sigrún Ekki öldruð kona varð úti 8 febrúar frá vatnshól á ?? nefndm Múlabæjum, var leitað en ó fundin þá ????

...regluþjón J. Borgjörð

í Reykjavík

Myndir:12