Nafn skrár: | JohGud-1870-02-21 |
Dagsetning: | A-1870-02-21 |
Ritunarstaður (bær): | Gunnsteinsstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | A-Hún. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 97 fol. b |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jóhannes Guðmundsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1823-00-00 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Svínavatnshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Hún. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Mjóadal dag 21. Febrúar 1870. Háttvirðti kæri vin! Nú sest jeg niðr að hripa þjer annan miða til framhalds brjéfi mínu um daginn, og get jeg þess fyrst, að jeg hefi siðan frjett það um sálmasafn sigurðar Sál. á Hesti að það mun vera þará staðnum í eigu dóttur manns hans Stepháns bónda Stephánssonar sem hvað hafa í huggju að koma því á prent og hafði Sigvaldi Jónsson skáld verið þarum tíma í fyrra að skrifa það undir prentun. Nú leggur af stað suður únglíngs maður Pálmi Sigurðarson frá Skyttudal sem er ráðin til mín eptirleiðis, og ætla jeg að láta hann vera fyrir sunnan í vor. En af því hann er öllum ókunnugur bið jeg þig góði vin! að vera honum hlynntur með góðum ráðum og tillögum það sem hann kynni með að þurfa, því hann má heita öllum ókunnugur. Hann á víst skiprúm í vetur; enn í vor hefi jeg helzt hugsað til hann feingi sjer vinnu, því það þykir mjer vissara ef bærileg vinna væri fáanleg, og er það enkum í það tilliti er jeg vildi meiga njóta liðsinnis þíns, og einnig í því að útvega honum eða styrkja til að fá það sem hann kkynni að þurfa, því lítið fer hann með heimanað þar hann fer gangandi. Jeg þori að taka í forsvar mitt þægð hana dygð og ráðvendni undir öllum kríngumstæðum, því jeg hefi áður verið honum samtíða og traust eða ekki þekkt vandaðri únglíng og betri. Jeg við þig því innilega, þó alls óverðskuldað sje að vegnast honum svo vel sem kríngumstæður leyfa í því sem hann kynni að vilja Fyrirgéfðu kvabbið og klórið þínum elskandi vin Jóhannesi Guðmundarsyni |