Nafn skrár:JohGud-1870-09-13
Dagsetning:A-1870-09-13
Ritunarstaður (bær):Hólabæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólabæ dag 13. September 1870.

Heiðraði elskulegi vin!

Þó jeg nú annríkisvegna hljóti að skrifa mjög stutt, finn jeg mjer skyldt að láta ekki hjá líða að þakka þjer alúðlegast fyrir tilskrifið með Pálma mínum, og sjerilagi fjelagsins vegna fyrir gjafir þær er þú svo örlátlega veittir því; en það á því miður ekki sliku láni að fagna hjá mörgun; þó gaf Jakob Espólin þvi i fyrra yfir 40 Nr af dönskum og þýzkum bókum. Jeg hefi eptir tilmælum þínum fundið Björn Friðriksson, og kvaðst hann vera búin að borga þjer þannig, að hann hafði skilið eptir hjá Ekkju Mad. Kristrúnu? tengdamóðir Síra Markúsar húsbónda hans 4 álnir af bugsna vaðmáli er hann hefði beðið hana að afhenda þjer, þar hann hefði ekki getað fundið þig sjálfur Hvað satt er í þessu veit jeg ekki þó mjer þyki ólíklegt hann hafi farið að skrökva því. Því er verr að ekki get jeg nú sendt borgunina fyrir Baldur 2. ár. Það er allt í hada höggi fyrir mjer. Jeg er nú orðin frumbýlingur í annað sinn eptir hin allmörgu erfiðu ár er ílla ljeku við mig núna síðast á Laxárdalnum. En hefirðu ekki getað fundið Pétur Petursson fyrir mig í sumar? Hefði eitthvað nákt hjá honum vildi jeg það gæti gengið til borgunar fyrir blaðið það sem það nær.

Fyrirgefðu þennan ómyndarseðil þínum skuldb. heiðrandi vin

JGuðmundarsyni

S.T.

herra Lögregluþjón Jón Borgfjörð

í Reykjavík.

Myndir:12