Nafn skrár:JohGud-1870-03-06
Dagsetning:A-1870-03-06
Ritunarstaður (bær):Mjóadal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Mjóadal dag 6. Marz 1870

Háttvirðti kæri vin!

Þjer mætti núa ð vonum fara að leiðast að lesa hin ómerkilegu brjef mín er jeg er að senda þjer hvað eptir annað. Það er nú fyrst og fremst brjefsefnið að biðj aþig að leiðbeina fyrir mig meðfylgjandi seðli tli Pálma Sigurðarsonar, er ekki er að vita hvar vera kann um það brjef þetta kemur þjer í höndur. Jeg hefi opt að undanförnu hugsað um að reyna að níta dálítin leiðarvísir um vefnað, því jeg þykist hafa feingið nokrka þekkíngu og æfíngu í þeirri grein íðnaðarins. Jeg þykist vita að um það sem annað sjeu til bækur ritaðar á Dönsku máli, þó ekki hafi jeg orðið þess var. Mjer tæfir því humið til hugar að biðja þig að útvega mjer ritg. um þetta efni ef þú ættir hægt með, því slíkt gæti verið til nokkurrar leiðbieningar, með því líka mjer finnst öll þörf á frammförum í iðn þeirri svo við gætum

unnið meira af ull vorri enn h??? að til hefir verið gjört. Ætli Gunda Björs gæti ekki verið góður styrktar maður í þessum útveg.? Það vantar ílla hjer til hreppsins Alþ. tíðindi fra´þínginu 1867. Jeg hefi Reynt að útsölumaðurinn í Reykjav. ljeti þau ekki af hendi nema hann undir eins fengi kvittun viðkomandi Hreppstjóra, þó annar maður tæki tíðindin. En ætli það sje nokkurt sjerlegt form á kvottunm þessum? og hvað tekur útsölumaðurinn fyrir sína fyrirhöfn? Jeg vænti þú ættir ekki hægt með að útvega mjer Regístrið síðasta yfir stiptsbókasafnið? Mjer þykir leiðinlegt að geta ekki feingið að sjá það.

Fyrirgéfðú kvabbniða þenna þínum Skuldb. heðrandivin

Jóhannesi Guðmundarsyni

Myndir:12