Nafn skrár: | JohHal-1875-03-27 |
Dagsetning: | A-1875-03-27 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4416 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Halldórsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1855-09-10 |
Dánardagur: | 1935-09-10 |
Fæðingarstaður (bær): | Geitafelli |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Grenjaðarstað |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-þing. |
Texti bréfs |
Milwaukee March 27-75 Elskulegi vinur! Þó eg hafi engar frjettir til að skrifa í þetta sinn, ætla eg samt að senda þjer þenna rósahnút svo þú sjáir að eg er lifandi, og man eptir ykkur heima Jeg er núna svo vitlaus af kvefi að allt snýr niður sem upp á að vera í gáfnalegu tilliti fleyri landar eru talsverdt lasnir en engin er þó mjög þungt haldinn, að öðru leyti líður lífið seint og slysalaust Jeg hef verið vinnulaus allann þenna mánuð þangað til í morgun að eg var vakinn af sendiboða frá „Hamilton & Co." sem eg vann hjá í vetur þegar eg skrif- -aði þjer seinast, hjer er nú sem stendur næstum ómögulegt að fá nokkuð að gjöra en menn vonast eptir að það batni í næsta mánuði. Ekki veit eg en hvað eg tek fyrir í sumar mjer er helzt í hyggju að ráða mig á fallstykkja bát sem ganga hjer um vatnið, mest til að líta eptir hlýðni við tolllögin. Tíðin hefur verið hjer ógæt í allan vetur þangað til í byrjun þ.m. komu norðaustan stormar með kulda og stundum nokkurri úrkomu sem enþá helst öðru hverju. Úr Manitoba eru nýlega er Winnipegí hjerum 60. mílur frá Gimli höfuðborg nýja Íslands!! Margir af löndum þar nyrðra hafa lifað uppá krít hjá stjórninni í vetur en í staðinn krefst hún þess að hver fjölskylda verði búin að ryðja 5 ekrur á landi sínu í vor, og álítur hún það nægilegt veð fyrir skuldunum; Ráðið í Ottawa er nýlega búið að setja John Taylor og Olaf frá Espihóli friðdómendur í Nýlendunni þessi Taylor var fylgdarmaður landa á leiðinni til Jeg sendi þjer samferða þessu dálítið af blómafræi, en hvað heppilega það er valið verður reynslan að leiða í ljós eg er samt hræddur um að þau þrífist ekki heima vegna kuldans þú verður að varast að vökva þau með öðru en regnvatni, sem hægt er að geyma óskémt nokkra daga með því að láta lítið eitt af smásteyttu álúni í það og hrista upp tvisvar á dag ef þú getur hlynnt að fræinu svo það beri - þó ekki væri nema hálfþroskaðan ávöxt - er eg viss um að garðurinn þinn verður hinn fegursti á Íslandi. Jeg setti nýlega fyrir spurn í Skandinaven um uppgötvun Prof. „Zurre's" og fjekk það svar að en væri óreynt hversu góð Í þetta sinn skrifa eg engum nema þjer og B. og verður þú því að gjöra svo vel og bera kæra kveðju mína til allra sem eitthvað vilja um mig vita. kysstu fyrir mig pabba og G. systir og biddu þau að gleyma mjer ekki þó eg hefi til þess unnið mjer þykir alldrei til neins að skrifa öllum það sama. Helztu stórtíðindi hjeðan sjáið þið í „Skandinaven" og ætla eg því að botna þenna litla miða og biðja þig að taka viljan fyrir verkið. Guð láti vernd sína hvíla yfir þjer og þínum æfinlega, eg er þinn elskandi Vinur og mágur Jóhannes |