Nafn skrár: | JohHal-1876-05-08 |
Dagsetning: | A-1876-05-08 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4416 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Halldórsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1855-09-10 |
Dánardagur: | 1935-09-10 |
Fæðingarstaður (bær): | Geitafelli |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Grenjaðarstað |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-þing. |
Texti bréfs |
Box 33 Milwaukee May 8th 1876 Elskul vinur! Kærar þakkir fyrir tvö ágæt bréf af 3ja Jan. og 16. Febr meðtekin 23 f.m. Jeg er nú búinn að taka penna og blað til að hjala eitthvað við þig en mjer það skemtilegt verk, á meðan eg gjöri ekkert axarskapt Íslendingum sem hjer eru líður allvel frá Manitoba höfum Jeg ætlaði að senda þjer með þessari ferð Mig minnir að það sem eg skrifaði þjer seinast væri að mestu leyti bindindis-stælar og bið eg þig að virði ekki á verra veg þó eg hafi máské orðið of orðmargur, eg er orðin svo vanur að rífast um þessháttar því hjer verður maður að vera annaðhvert heitur eða kaldur í þeim efnum, mjer stendur núna til boða að ganga í bezta bindindisfjelagið sem hjer er til og heitir „Temple of Honor" en því eru samfara ýmsir leyndardómar (secrets) sem engin fær að vita fyrir fram svo eg er á tveim áttu. - Fyrirgefðu nú allt þetta bull sem eg skammast mín að senda þjer. Heilsaðu S bróðir þínum og kysstu fyrir mig G. systir og litlu frændkur mínar Guð blessi ykkur og þær, eg er þinn elskandi vinur JHalldórsson |