Nafn skrár: | JohHal-1877-01-26 |
Dagsetning: | A-1877-01-26 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4416 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Halldórsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1855-09-10 |
Dánardagur: | 1935-09-10 |
Fæðingarstaður (bær): | Geitafelli |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Grenjaðarstað |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-þing. |
Texti bréfs |
Milwaukee Jan. 26 Elskul. vin! Til að stytta stundir gremju og leiðinda gríp eg nú pennan með þeim ásetningi að rispa þjer fáar línur, en svo þú ekki ímindir þjer aðrar verri orsakir til þessa skuggalega formála, þá hlýt eg að segja þjer að þessi gremja og leiðindi eru sprottin af vinnu- og bréfa-leysi. Jeg man ekki til að eg hafi í annan tíma síðan eg kom hjer vestur þráð meir en í þetta sinn að fá bréf að heiman en engin stafur hefur enþá komið til nokkurs landa hjer í Milw. frá seinustu póstferð og furðar okkur stórlega á því bréfin eru vön að koma hingað um nýárið svo við þurfum ekki hjeðanaf að vænta þeirra fyren seint í Apríl og er það löng bið sem ætti að kénna mjer "not to be so childish in my future expectations". - Jeg kom hingað frá Honey Creek snemma í Decemb. og hef síðan enga atvinnu haft því hjer er mjög hart í ári, vinnulaun alltaf að lækka en matvara að stíga upp. Jeg hafði ásett mjer að ganga á skóla í Honey Creek í vetur og var búinn að útvega mjer þar pláss en þegar til átti að taka kom þar upp skæð bóluveiki svo skólanum var lokað og allar samgöngur bannaðar og varð eg að hætta við svo búið, Bólan hefur líka gengið hjer þó hefur engin landa fengið hana enþá "Scarlet fever" geysar hjer nálega allstaðar og drepur mest börn, vikuna sem leið dóu úr honum hjer í bænum 50 börn og nokkrir fullorðnir, þrír landar liggja í honum en ekki þungt. Tíðin hefur verið óvenjulega köld í vetur og nærri sífeldar hríðar svo á sljettlendi er nú klofsnjór hjer við vatnið en talsverdt meiri norður og vesturundan. - Frá Manitoba fjettist ekkert greinilegt Blöðin segja að bólan drepi þar Indverja og Islendinga hrönnum saman og meira vitum við ekki, en vísast er að Tryggvi fái áður langt líður slæma hnúta fyrir framgöngu sína í þessu nýlendu máli. Jón eldri Halldórsson varð fyrir því slysi snemma í vetur að hann handleggsbrotnaði, það vildi þannig til hann fór með hveitihlass til torgs í kuldaveðri og ámeðan hann beið eptir að hveitið yrði vigtað ætlaði hann einsog hjer er siður að breiða teppi yfir hesta sína til skjóls, en við þetta fældust hestarnir og settu Jón undir vagninn og fór eitt hjólið yfir vinstri framhandlegginn svo hann brotnaði, hveitið spilltist og vagninn bilaði, skaðinn varð um $50 Jóni líður að öðruleiti vel og heyrist ekki annað en að hann sje vel ánægður með sitt hlutskipti. - - Rjett núna kom eg af pósthúsinu þar var ekkert fremur en áður og póststjórinn sagði mjer að bréfin okkar mundu líkl. hafa brunnið upp með öðru fleiru á hraðboða lest austan að sem tortýndist 29 Dec f.á. þannig lestin þurfti að kvöldi þessa dags að fara yfir brú eina 150 feta langa og 75 feta háa nálægt þorpinu "Atshabula" í "Ohio", í lestinni voru ellefu fólksvagnar með nálægt 170 manns, tveir flutningsvagnar og tveir gufuvagnar. Þegar öll lestin var komin á brúna svo að gufuvagninn sá fremri hafði náð landi hinumegin, þá brotnaði brúin niður með alltsaman. . Það er hægra að íminda sjer en að lýsa harmkvælum veslings ferðafólksins brúin og vagnarnir fóru í smáparta hvað innanum annað eldstór og lampar veltust um og kveiktu í öllu, því vatnið undir brúnni var svo grunnt að það varð ekki að gagni, og þeir sem ekki voru svo heppnir að rotast til dauðs við fallið ljetu nú margir líf sitt fyrir eldinum sem þeir ekki gátu forðast af því þeir voru fastir á milli eða undir vagnabrotunum, alls ljetust þar yfir 100 manns af öllu tægi, en margir af þeim sem sluppu með lífið vóru limlestir og brenndir til stórskemda. Skaðan er ómögulegt að meta en haldið hann sje nokkuð á aðra million doll. það er nú sannfrjett að á lest þessari hefur brunnið upp talsverdt af bréfum og póstflutningi, þó það væri ekki haldið í fyrstu og er mjög líkl. að Islands bréf hafi orðið þar að ösku og reyk ístað þess að verða Jeg hef leitast fyrir að fá Löndum okkar hjer í Wisconsin líður þetta sama milli húsgangs og bjargálna hvað líkamann snertir, að sálinni eða andlegri menntan til, standa þeir ekki á baki annara þjóða, því af tæpu hundraði sem hjer er í fylkinu ganga nær 30 á alþýðu skóla og 7 á háskóla (Eg brúka orðið finnst mjer rjett að telja Isl hjer í Milwaukee það til gildis að af öllu fullorðnu fólki eru 2/3 í bindindi flestir þeirra tilheyra hinu nýstofnaða norræna bindindisfélagi sem kallað er "Scandia" félag þetta hefur líkt og frímúrarar viss Af því eg hef ekkert nema illt til að skrifa þá sendi eg engum bréf í þetta sinn nema þjer, ekki samt fyrir þá sök að þú einn egir Jeg hef ekki skrifað Tryggva í vetur af því eg veit ekki hvar hann hefst við í vetur, eg á von á "adress"u hanns áður langt líður frá gamla Þorláki. - Jeg hef skrifað Jóni Skúla þrisvar en ekkert svar fengið (máské hann sje orðinn of stór til að skrifa mjer) Með Fyrirgefðu mjer þenna sundurlausa seðil og láttu mig ekki gjalda hanns næst Kysstu Guðnýu og litlu stúlkurnar fyrir mig og segðu G. að eg skrifi henni með næstu ferð ef G.l. - Wishing that the Lord might bestowe upon you all the prosperity and happiness which any human being can accept, I remain your affectionate friend and brother-in-law - J. Halldórsson ( |