Nafn skrár:JohHal-1878-02-04
Dagsetning:A-1878-02-04
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4416 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jóhannes Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-09-10
Dánardagur:1935-09-10
Fæðingarstaður (bær):Geitafelli
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Grenjaðarstað
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

Box 89.Milwaukee Wis Febr. 4.th 78.

Elskulegi vinur!

Bestu hjartans þakkir áttu skilið af minni hálfu fyrir allt gott, en þó einkum fyrir trúfestu þína í að hætta ekki að skrifa mjer, þrátt fyrir alla þá ófyrirgefanlegu gleymsku og allt það vanþakklæti sem þú og aðrir vinir og vandamenn mínir hafa orðið að sæta af minni hendi hið síðastliðna ár. Jeg hef ekkert verulegt mjer til afsökunar nema ómennsku en þar eð þú hefur svo lítið af henni sjálfur, get eg varla slíkt til að þú takir hana fyrir góða vörn frá öðrum. - En jafnframt öllu þessu er samt eitt sem eg veit ekki hvernig þjer getur komið til hugar, og það er ef þú heldur að bréf þín sjeu mjer "óvelkomin". Nei! elsku vinur, jeg grátbæni þig að misskilja ekki þögn mína á þessa leið. þú og systir mín eruð hinar einustu sálir sem láta sig nokkuð um mig verða, hinir

seinustu vinir sem eg á eptir til að taka þátt í kjörum mínum, og því skyldi eg þá meðan annars er kostur, láta djöfulæði veraldarinnar hrifsa ykkur frá mjer. "No! not so long as this miserable heart moves within my breast, which it sometimes seems willing to burst." - Guði sje lof fyrir að þú veizt ekki af egin reynslu hvað það er að vera einn og vinalaus í fjarlægu landi, ef þú vissir það mundir þú ekki hafa látið þjer detta í hug aðrar eins tilgátur, þar þú líka virðist að hafa hugmind um að eitthvað hafi orðið á vegi mínum sem dregið gæti mig niður í skít og saurpytti veraldarinnar en nóg um þetta fyrirgefðu mjer hafi eg móðgað þig með þessum athugasemdum og jeg skal ekki framar láta mjer detta í hug þessi orð þín sem voru svo mátulega sár til að vekja mig til meðvitundar um skyldu mína við þig. En svo að þú ekki framvegis misskiljir mig, skal eg segja þjer að svo miklu leiti sem eg get hvernig mjer hefur liðið síðan eg skrifaði þjer síðast, sem líklega hefur verið frá Honey Creek fyrir rúmu ári síðan. (Rjett er nú sje eg í dagbók minni yfir 31sta Jan. 1877 að eg hef sent þjer bréf þann dag hjeðan frá Mil.) og þar eg þykist vita að í því hafi verið fregnir um hvernig atvikaðist um burtför mína frá Honey Creek, og fleira um það tímabil, þá ætla eg að byrja á því að 23ja Februar 77 vistaðist eg til Skotlendings hjer í bænum uppá heilt ár fyrir eina $100. og þótti það mjög lítið en eg var orðinn svo leiður á sífeldum flæking og ferðalagi, að eg tók þessu fegins hendi, því fremur sem þá var mjög íllt um atvinnu hvervetna hjer í kring; Vist þessi er nú bráðum á enda, og hlakka eg til að verða frjáls, að vísu hefur mjer liðið hjer vel hvað viðurværi og atlæti snertir, en vinnan er allt of hörð fyrir

svo lítið kaup því helfingur þess hlýtur að ganga í fatnað og skóleður. Skoti þessi sem eg vinn fyrir er fjarska ríkur og á mörg og stór hús hjer í borginni, hefur það verið helzta vinna mín að líta eptir að þau væru öllu í lagi, og endurbæta það er þurfti, svo sem setja rúður í glugga gjöra við skrár og lykla, hiðra um vatnaleiðslur pípur og ótal fleyra sem opt kallar að allt á sömu stunduni. Nú á seinni tíð hefur líka bettst á mig að kalla inn allar rentur fyrir húsin, og er það leiður starfi að vera tollheimtumaður. Sama daginn og eg fór í vistina gekk eg inní leynifjelag eitt sem er kallað "The Independent Order of Good Templars" fjelag þetta er að því leiti leynilegt að við höfum sjerstök merki og orð til að þekkja hver annan, og fá því engir aðrir en fjelagslimir að vera á fundum vorum sem haldnir eru

einu sinni í hverri viku, og þar eð eg á fjelagi þessu mikið gott upp að unna, þá ætla eg svo framarlega sem trúnaðar eiður minn leyfir að gefa þjer dálitla hugmind um hver að er tilgangur fjelags þessa, og hvað fram fer á fundum vorum. Einsog að nafnið bendir til er aðal augnamið fjelags þessa að stemma stigu fyrir nautn áfengra drykkja og endurreisa og liðsinna þeim sem hneigst hafa til þessa svívirðilega lösts, en þetta er ekki allt, við verðum einnig hátíðlega að lofa, alldrei að gjöra á hlut nokkurs af fjelagsbræðrum vorum, eða sjá gjört á hluta hanns, án þess með öllu leyfilegu móti að liðsinna honum og yfir höfuð í öllu að lifa eptir okkar "Motto" sem er "Faith. Hope and Charity" Hjer í borginni eru sjö fylkingar af fjelagi þessu, og hefur hver þeirra fund útaf fyrir sig, en þó getur hver sem tilheyrir fjelaginu verið á öllum

þeim fundum, því allir hafa sömu merki og sama inngangsorð, þessi inngangasorð (Pas-words) eru gefin til þriggja mánaða, eða rjettara sagt þeim er breitt einu sinni á hverjum þremur mánuðum, og þjena þau til að komast inná fundi fjelagsins, þannig: Jeg kem að dyrum á fundarhúsi og klappa eða slæ á hurðina með einkennilegu lagi, opnar þá hinn ytir dyravörður (Outside Guard) lítinn hlera á ofanverðri hurðinni, og leggur þar við eyra sitt, hvísla eg þá að honum fyrri helfingi inngangsorðsins og ef það er rjett lætur hann mig inn í forsalinn (Ante-room) þar set eg upp einkennisbúning fjelagsins sem er hvítur kragi með rauðri og blárri rós framan á brjóstinu, eptir það klappa eg á hinar innri dyr með sjerstöku lagi sem þar til heyrir, og kemur þá hinn irri vörður í ljós á sama hátt og hinn fyrri, hvísla eg að honum hinum síðari hlefing inngangs orðisns, og leyfir hann mjer svo inngöngu í fundarsaslinn þar verð eg að gjöra viss merki á miðju gólfi frammi fyrir hinum æðsta Embættismanni, áður en mjer er leyft að setjast niður, sömuleiðis ef eg vil fara út áður en fundi er slitið, þá verð eg að gjefa viss merki og orð, áður en mjer er leyft út. - Í hverri fylking (Lodge) eru 13 Embættismenn (Officers) og eru þeir kosnir til 3ja mánaða í senn, eg hef orðið svo frægur að lenda í tölu þeirra, fyrst var eg "Outside Guard" svo fjárhags skrifari, og nú er eg "Marshall". - Embættismenn þessir fá ekki annað í laun en virðing og þakklæti fjelagsbræðra sinna, ef þeir standa sig, og rauðan einkennisbúning með gullrósum á, og silfur ofnum stöfum er gefa til kynna embætti hvers útaf fyrir sig, svo sem: "W.M." fyrir "Worthy Marshall"

I fjelagi (reglu) þessu eru hinir beztu menn bæjarins, og yfir höfuð að tala er hinnar ströngustu siðavendni nákvæmlega gætt. Jeg get vel ímindað mjer að þjer sje nú farið að leiðast margmælgi mín um fjelag þetta, en áður en eg hætti fullvissa eg þig um, að alúð og hluttekning ýmsra fjelagsbræðra minna hefur á síðastliðnu ári, verið mjer ómetanlegur fjársjóður, Jeg vildi bara óska að þú værir kominn til mín eitthvert fundarkvöld "so that you could see the heaven-born Charity which shines from the faces of those men and women, whose hearts and hands are ever open to lift up those who have sunk low, on the scale of human degradation, and restore them to friends and society as well as to save the pure and virtous from ever falling into the snares of the tempter".

þú spyrð um hvað eg hafi fengið af bréfum að heiman nú á seinni tíð, og er það fljótsagt því nú uppí heilt ár hefi eg ekki fengið línu frá nokkurri sál á Íslandi nema þjer og einn miða frá Ninnu systur að undanskildum seðli þeim er Guðný geymdi í allan fyrravetur og ekki náði til mín fyren seint í September næstl. og þó mjer kæmi nokkurn veginn á óvart innihald hanns þá hefði hann samt betur koomið fyrri, "for there is no Hell so dark as doubt, not even that desolate and empty gloom of wrecked hopes". - Í fyrra haust mig minnir í October (1876) - fékk eg bref frá B. og var það einsog önnur undanfarinn "perfumed from beginning to end with the sweetest fragrance of innocense and love, that was ever used to disguise the develish frown of lie and deception. but, alas! I

am not going to blame her, for perhaps she was forced to do so" - Svo leið og beið eg fekk ekkert svar þartil í haust að þetta brjef kom sem B. segist hafa sent G. systir og hún hafi haldið því hjá sjer í allan fyrravetur og síðan sent það til baka, brjef þetta hefur hún sjálf skrifað með skjálfandi hendi en er því líkast að hún hafi sjálf ekki stílað því víða er strikað út með öðruvísi litu bleki og á endanum eru fleyri línur alveg viskaðar burt, jeg ætla ekki að lýsa seðli þessum meir en búið er, því hann var í öllu svo fjarstæður hinu sanna og góða sem orðið gat og hið versta af öllu er að hún fyrirbýður mjer að skrifa sjer nokkurntíma framar, því í öllufalli þarf eg að bréf mín og mindir tilbaka og sömuleiðis vita hvað orðið hefur af vegabréfi sem eg sendi henni að Hallfreðarstöðum og átti að hafa náð þangað áður hún fór suður vegabréf þetta kostaði mig ærna peninga, og þykir mjer illt að eg var svo heimskur að senda það Eg er nærri fullviss um að gamla Björg hefur haft einhvern til að stela bréfum þeim er eg sendi eptir að hún fór austur, hún hefur alldrei minnst á vegabrefið, sem jeg ætlaðist að kæmi henni ávart og að hún notaði það strax og hún kæmi til Reykjavíkur, þar hún hefði látið í ljósi heitar óskir um tækifæri til að komast undan áþján ættingja sinna, sem alltaf álösuðu henni fyrir mína skuld, En nú hafa þeir borið sigur úr býtum. Guð gæfi að það yrði henni til hamingju. - Jeg gjet ekki neitað að mjer hefur fundist hinir síðastliðnu 5 mánuðir vera

botn í búskapinn í Islandi og leita "to the land of the stranger and the home of the free?" og hvað segir systir mín um þessháttar? - samt ef ykkur getur liðið vel heima, þá er vitleysa að róta sjer, því betri er ein kráka í hendi en tvær í skógi, "and there is no place like Home." - Af almennum frjettum veit eg fátt að segja þjer uppskera var hjer í besta lagi næstliðið sumar og tíðarfar allt til þessa hið blíðasta, tvisvar hefur komið lítið föl og tekið jafn skjótt aptur, og nú eru þýður á hverjum degi en væg frost um nætur; íllt hefur verið um atvinnu hjer í vetur mest vegna snjóleysis, því í furuskógunum hefur ekkert orðið unnað af því sleðafæri vantar til að draga viðinn niðurað ánum sem á vorin flytja hann að sögunarmillunum. Af nýja Íslandi sjerðu

allar nýungar í Framfara sem alltaf er að smábatna, hann er nú kominn undir umsjón Halldórs Briems og er vonandi honum fari ekki aptur við það. - Jeg ætlaði að skrifa pabba mínum og Guðnýu með þessari ferð, en nú er tíminn orðinn of naumur, og bið eg þig því að vera bréf til þeirra fyrir mig í þetta sinn, og láta þau vita að mjer líður vel, hef góða heilsu, hef allt sem eg nauðsynlega þarfnast en græði lítið. Jeg kenni í brjósti um elsku pabba minn að þurfa að fara frá Geitafelli, sem er honum sjálfsagt kærari en nokkur annar staður, Jeg vildi að hann væri kominn til mín svo eg gæti haft þá ánægju að hjalpa honum þessi síðustu æfiár hanns jeg veit annars að Kristrún lætur hann ekki vanta, guð launi henni það margfaldlega, biddu pabba að fyrirgefa mjer hvað eg hef verið og er ræktarlaus við hann, ef eg verð með lífi og heilsu skal eg skrifa honum með næstu ferð. - Skilaðu til Guðnýar að eg biðji hana ef hún enþá skrifast á við B. Schon. að heimta öll bréf og mindir sem B. á af mjer án undandráttar, nema ef hún (B) vill veita mjer hina einustu og síðustu bæn er eg mun biðja hana, og það er að senda mjer sína egin mind, þá má hún halda minni, einsog áður Elsku vinur, jeg trúi þjer og Guðnýu eins vel og sjálfum mjer, þessvegna bið eg ykkur að reka þetta erindi svo vel sem hægt er, ef hún vill engu skila, þá skal eg taka til annars bragða, sem geta haft verri afleiðingar fyrir hana. - Þú mátt halda áfram að skrifa mjer í Boxið einsog áður þangaðtil eg aðvara þig um breytingar á því. -

Jeg er orðinn grútsyfjaður og má til að hætta, þó eg vildi feginn skrifa meira, þá yrði það líkl. lítil skemtun fyrir þig, því einsog skaldið segir.

These lips are mute, these eyes are dry,

but in my breast and in my brain

Awake the pangs that pass not by,

The thought that ne'er shall sleep again,

My soul nor seigns nor dare complain.

Through grief and passion there rebel;

I only know I loved in vain -

I only fell - Farewell! - Farewell.

Að endingu bið eg þig að flytja kæra kveðju mína til allra vina og kunningja, kysstu fyrir mig Guðnyu og litlu systurnar Dísu og Hildi - gaman væri að fá af þeim mind -

Guð veri með ykkur um tíma og eilífð, þess biður af einlægu hjarta ykkar fjarlægi vinur og bróðir

Johannes.

Myndir:123456789