Nafn skrár:JohHal-1878-07-06
Dagsetning:A-1878-07-06
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4416 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jóhannes Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-09-10
Dánardagur:1935-09-10
Fæðingarstaður (bær):Geitafelli
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Grenjaðarstað
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

hinar helgustu og hreinustu tilfinning mannlegs hjarta, að eg láti fóttroða hana optar en einusinni. það var einsog annað vísdómslega ráðstafað af drottni að láta kvennmann (jeg meina gömlu Björgu) verða til að eyðileggja æskuvonir mínar, því hefði það verið karlmaður þá var eg búinn þó syndsamlegt væri að sverja við drengskap minn og allt sem ástinni er heilagt að verja jafnvel hinu síðasta anartaki til að hefna mín, en nú verð eg að láta við svo búið standa því gamla Björg er of lítilfjörleg til að svala sjer á henni að maklegleikum. Hið eina sem eg bið þig að gjöra í þessu máli er að reyna til að ná brjefum mínum og myndum þá væri mjer kærara að fá mynd B. Schon í stað annarar minnar, og skal eg fúslega skila hennar bréfum þegar eg hef vissu fyrir að fá mín, hennar bréf er eg búinn að læsa inní umslag og skrifa þetta utaná "Friends, at last when death's deep shadow wraps me in its solemn chill, please to lay these dear old letters, on my heart when it grows still. -

Jeg er búinn í bráðina að tala nokkuð margt við þig og læt eg því hjer við staðar nema að sinni jeg er þyrstur eptir að fá bréf frá þjer aptur og heyra hvað þú ætlar um Amerikuferð þína. Næsta brjef sem þú færð frá mjer færir þjer ef til vill óvæntar frjettir af mjer, meira um það síðar Heilsaðu systir minni ástsamlega, þið egið þetta bréf bæði einsog eg álít þín bréf frá ykkur báðum. Guð veri með ykkur og leiði ykkur ætíð á vegi sannrar velferðar hvert sem fyrir ykkur liggur að koma til þessa Nýja heims ellegar eyða aldri ykkar heima á okkar köldu og hrjóstugu fósturjörð. Gleimdu ekki að segja mjer í hvert sinn eitthvað af litlu dætrunum þínum Guð blessi þær þess biður af einlægu hjarta ykkur allra heittelskandi vinur og bróðir

John H. Frost

P.S. Þetta nafn verður þú að skrifa utaná til mín annars fæ eg ekki bréfin, seinna skal eg segja þjer hvernig á því stendur

Þinn JHFrost

P.T. Ulta Vista Lincoln Co Minn.

July 6th 1878

Elskulegi vinur!

Það hefur dregist allt of lengi fyrir mjer að svara hinu kærkomna og ágæta brjefi þínu af 15da April þ.á. Það hafði komið til Milwaukee 27 Maí en þá var eg farinn þaðan til Minnesote svo það náði mjer ekki fyren 10 Juní í Minneota sem er lítill bær vestarlega í Minnesota. Jeg ætla ekki að fara neinum orðum um hve vænt mjer þótti um þetta brjef sem eins og öll önnur frá þjer sannfæra mig um að þið G. systir eruð hinir einlægustu og beztu vinir sem guð hefur gefið mjer, hann einn getur og mun endurgjalda trúfesti ykkkar. Þú ásakar sjálfann þig alltof mikið fyrir haryrði þau er eg fann að í síðasta brjefi mínu því þó mjer fjelli þau illa í bráðina þá sá jeg fljótt að þau voru á góðum rökum byggð, og heilsusamleg fyrir hið

andlega samband (svo kalla eg brjefaskriptir ámilli fjærverandi vina) á milli okkar og umfram allt hlífðu mjer ekki við öðru eins framvegis ef eg skyldi falla í þetta sama hirðuleysi með að skrifa ykkur. AF því heyannir eru byrjaðar og tíminn er peningar, þá verð eg aðeins í stuttu máli að segja þjer hvað eg hef aðhafst síðan eg kom hingað til Minnesota í byrjun Apríl. Jeg fór rakleiðis frá Milw. til Nordland (nú kallað "Minneota" það er indverskt nafn og þýðir á Islenzku Vatnsból) sem er næsta kauptún við hina Islenzku nýlendu í Lyon County og liggur við hina svo nefndu Winona S St Peter járnbraut hjerum 6 mílur í norðaustur þaðan hafa 14 Islenzkar fjölskyldur tekið stjórnarlönd flest undir rjetti þeim er kallast "Preemption" eða forkaupsrjettur, og skal eg síðar skýra það betur fyrir þjer. það var ásetningur minn í fyrstu að taka land ámeðal Isl í Lyon Co. en er þar kom voru öll free

lönd upptekin svo eg gaf upp þessa fyrirætlan að sinni, og með því enga vinnu var að fá þar í grend, þá fór eg strax norður til Granite Falls, það er lítið þorp nálægt 30 mílur norður frá Minneota, þar var þá verið að byggja nýja járnbraut, svo nóg var að gjöra en vegna hins dæmalausa fólksgrúa sem þangað streymdi eptir venju þar sem eitthvað mikið er um að gjöra þá urðu launin ekki nema 1 1/4 á dag, en fæði hvergi lægra en 3 1/2 um vikuna, svo þar var ekki hægt að græða til muna en vinnan hörð, svo verkamenn urðu óánægðir mjög og hótuðu að gjöra skrúfu "strike" ef launin yrðu ekki hækkuð, og er það varð árangurslaust, byrjuðu nokkrir óspektarseggir fyrir alvöru að æsa samþjóna sína til að láta ekki níðast á sjer fyrir svo lítið kaup og var eg einn í tölu þeirra því

bæði þótti mjer eins gott að ganga fríviljuglega í þann hópinn, einsog að verða máské seinna neyddur til þess með illu, og á hinn bóginn vóru mikil líkindi til að okkur yrði nokkurs ágengt svo eg gekk rösklega fram í að vekja óánægju hjá hinum sem voru of huglausir til að fylgja okkur, en ekkert ætlaði að duga og einn dagurinn leið eptir annan og við sáum í hendi að ekki dugði við svo búið, við vorum reknir áfram, höfðum heldur illt fæði og mikið fata- og skóslit, svo við tókum okkur til snemma á annan í Páskum áður fara skyldi til vinnu og hótuðum barsmíði og jafnvel verru hverjum sem dyrfðist að taka til verks án þess að fá meiri laun og snérust þá strax nokkrir í lið með okkur fórum við þá uppreistarmenn skamt á veg þangað er vinna átti um

daginn og sátum í vegi fyrir bleyðunum sem ekki þorðu að vera með því við vorum ekki nógu mannsterkir til að beita illu nálægt tjöldunum í augsýn yfirmannanna, þá er við höfðum beðið litla stund, komu nokkrir og ætluðu til vinnu, tókum við þá fasta, gjörðum þeim tvo kosti annað hvert að ganga í lið með okkur eða sæta misþirmingum og kusu allir hinn fyrri, fórum við svo til tjaldanna og tókum alla er eptir voru bæði með illu og góðu, og "marsh"eruðum með ópi og háreysti til yfirmannsins er stóð hræddur og hissa í aðförunum og spurði hverju slíkt gegndi, heimtuðum við þá meiri laun, og er hann neitti því vildu nokkrir Irar fara í handalögmál og þreskja hann, en fyrir milligöngu hinna skynsamari manna

varð ekki af blóðsúthellingum en öll fyrirhöfnin varð til einskis annars en að allir hættu að vinna en þegar verkstjórinn var sloppinn úr hættunni neitaði hann að borga nokkrum af þeim sem hófu óróann, tókum við þá en að nýju til að beita hörðu og eptir nokkurn skæting hræddum við hann til að borga hvert "cent" fórum við svo í burt syngjandi skammasálm er við snérum uppá yfirmenn okkar, hafði eg þá unnið þar í mánuð og var búinn að fá allgott og ljett en vandasamt verk það var að stjórna tveimur mönnum og fjórum hestum er fylla áttu gil eitt lítið með mold og grjót er þeir sóktu nokkuð til, og þurfti eg ekki annars en standa á brautarendanum og sýna þeim hvar sleppa átti niður úr vögnunum og halda brautinni sljettri. Frá Granite Falls fór

eg aptur til Minneota, vann þar nokkra daga að gjöra við járnbraut, en þareð mig fýsti mjög að eignast land, þá sló eg í ferð með Steffáni frá Ljósavatni og tveimur Vopnfyrðingum, suður í Lincoln county um 10 milur frá Minneota og tókum þar lönd 150 ekrur hver og borguðum aðeins $ 300 en eptir tvö og hálft ár þurfum við að borga $ 200 utan, en 400 innan 10 mílna frá járnbraut, viljum við þá sleppa helfingi landsins eða 80 ekrum, þá þurfum við ekki að borga neitt, nema $ 14 fyrir "Homestead right" á hinum 80 ekrunum innan járnbrautatakmarka* *þ.e. innan 10 mílna frá járnbraut er ekki hægt að fá nema 80 ekrur undir "Homestead" rjetti en 160 utan 10 mílna. Líka er hægt að taka land undir svo kölluðum "Tree-claim" eða skógyrkingarjetti

þannig að maður borgar $16 fyrir landpappíra og tekur 160 ekrur hvert heldur utan eða innan járnbrauta takmarka og eptir 3 ár á maður að vera búinn að planta skóg á 10 ekrum en fær ekki fullan eignarrjett á landinu fyren eptir 8 ár ef skógurinn er þriflegur, á Tree-claim landi þarf maður ekki að búa fremur en vill, en bæði á Pre-emption og Homestead landi þarf að gjöra einhverja endurbót innan 30 daga frá því það er tekið, eptir það má maður vera burtu frá því í 6 mánuði, en eptir það að búa á því stöðugt eða að minnsta kosti hafa þar heimili sitt. þessi "Tree-claim" rjettur gildir náttúrlega hvergi nema á alveg skóglausum sljettum, einsog hjer er. Viljir þú fá fleiri upplýsingar viðvíkjandi landnámslögum hjer, þá skal eg

fúslega leysa úr öllu því er eg veit jeg er búinn að grafa brunn og kjallara á mínu landi og láta plægja 3 ekrur, í haust ætla eg að byggja mjer dálítið hús og fara að búa næsta vor, þjer þykir máske að þetta sje nógu mikil ráðagjörð vinur minn! en bíddu nú við og sjáðu til hvert eg fer ekki að verða stöðugri í rásinni hjereptir en hingaðtil, því eg er nú orðinn sannfærður um að það er ekkert líf jafn rólegt og affarasælt einsog bændalífið, samt sem áður yðrast eg ekkert eptir að hafa eydt þessum 5 árum sem eg er búinn að vera hjer til að leitast fyrir, læra málið og kynnast háttum þjóðarinnar því þesskonar er alveg ómissandi einkum fyrir okkur Islendinga sem ekkert kunnum af því er hjer má að gagni verða, þessvegna þarft

þú að ofaní gjöf fyrir að vera í flokki andstæðinga minna sem eg kalla apturfaramenn, það eru þeir af Isl. sem hingað koma og eru sí og æ að synda út fyrir að geta verið ámeðal sem flestra Islenzkra þar sem þeir geta ekkert sjeð eða lært nema fleiri alda rótgróna deyfð og framtaksleysi. Forláttu elsku vinur að eg jafna þjer við þessa menn í gamni, jeg veit að þeir eru langt fyrir norðan og neðan þinn frelsiskæra og menntunargjarna hugsunarhátt en orsökin til að eg líkti þjer við þá var sú að þú spyrð mig um hvert hjer sje útlit fyrir að Isl. geti náð nokkuð stóru svæði undir sig? því svara jeg nei, og það er þeim líka fyrir beztu einsog eg hef áður sagt og þessvegna tek eg Minnesota líka langt fram yfir Nyja Island

því reynslan um leiða í ljós að ámeðan landar þar leyfa ekki öðrum þjóðum ótakmarkaðan innflutning til sín, þá verða þeir alldrei neitt í samanburði við aðra þjóðflokka hjer, annars munu þeir vart þurfa að kvíða fyrir miklum innflutningi af öðrum þjóðum því skógarhroðinn og foræðisfláarnir kringum Vinnepeg vatn eru allt annað en girnilegur aðseturstaður fyrir þá sem hafa betra við á landi en flestir Islendingar. Eptir sögn ýsmra greindra landa sem hingað komu í vor frá Nyja Isl. þá ríkir þar einsog víða heima á Fróni þessi blindi sjálfbyrgingsskapur og ófjelagslyndi sem er hið versta átumein allrar velferðar og framfara, jafnt fyrir hvern einstakan og hverja þjóð í heild sinni. Apturfararmenn þykjast með því að draga sig frá öðrum þjóðum vissir um að geta haldið óskertu "þjóðerni og tungu" jafnvel þó margir þeirra skilji hvorugt orðið nema

til hálfs sem sjest ljóast á Framfara - og hinu viðrinislega orðfæri sem hann ber á borð fyrir lesendur sína enda er það ekki kyn þar sem Sra Jón Bjarnason á hlut að máli, því af menntuðum mönnum hef eg engann heyrt er kæmist meir en í hálfkvisti við hann að strokka saman öll þau tungumál er hann veit deili á. -

Hvað þjóðerninu viðvíkur þá er það auðsætt að apturfararmönnum veitir hægra að vernda það en málið því eptir þriggja ára dvöl á nýja Isl. geta þeir hrósað sjer af að hafa haldið því (þjóðerninu) óblönduðu af hjerlendri kappgirni og verklegri framför, Í trúarefnum hafa þeir hið síðasta ár ekki orðið alveg eins samtaka, en ekki ætla eg að rekja þá rollu hjer því Framfari er að líkindum búinn að gjöra þig einsog marga aðra leiða á því rifrildi, samt er vonandi að

þetta meininga stríð Jóns og Páls verði til að vekja marga af söfnuðum þeirra af til nytsamlegra eptirgrennslana og athyglis á trú sinni. Hvað landið sjálft snertir hjer og á Nýja Isl. þá er það einsog hvítt hjá svörtu, hjer er frjósamt sljettu land sem frumblýlingurinn getur plægt og fengið afrakstur af strax á fyrsta ári, hjer eru hverki stórskógar njer foræði er hamli beinustu leið til markaða sem eru aðeins frá 6 - 12 mílur frá nýlendum landa hjer svo þeir geta hæglega farið til og frá á dag, en þótt hjer sje nærfellt skóglaust nú, þá er eldiviður engu dýrari hjer en í Wisconsin þar sem gnægð var af skógi, þessutan er hjer brennt heyi, sem er næstum eins drjúgt og viður. það er sem sje fyrst snúið saman og pressað í verkvjel margir hafa nú líka byrjað að planta skóg á landi sínu og þrífst hann

allstaðar vel þar sem rækt er við lögð, hjer einsog annarstaðar þar sem nokkuð er hálendt er þurt og heilnæmt loptslag, en sagt er hjer nokkuð stormasamt á vetrum. - Land það er Islendingar fengu við Vinnepeg vatn er mestmegnis þjettvaxin smáskógur hjer og hvar með illfærum mýrum og flóum svo mjög torveldt er að leggja vegi sem farandi sjeu með hest og vagn Skógurinn er illur viðfangs og seinupprættur sakir þjettleika því víða nær hver rótin í aðra enda eru landar skamt á veg komnir í því, þier er þaðan komu í vor segja að vart muni 2 ekrur á hvern búenda til jafnaðar, ístað þess er nú mun um 20 á hvern búenda sem verið hefur jafnlengi í Minnesota, næsti markaður við Nyja Isl. er Vinnepeg þangað eru fullar 70 mílur og tekur það fleiri daga á flatbátum því um landveg

er en ekki að tala, loptslag er þar saggasamt og óheilnæmt vetrar harðindi talsverdt meiri en hjer og sumar styttra, hið eina er Nyja Isl hefur framyfir Minnesota er veiðin í Vinnepegvatni enda hefur hún víst að nokkru leiti haldið í þeim lífinu þar sem af er. - Þú máské hefur orsök til að álíta þenna samjöfnuð nokkuð hlutdrægann, því "hverjum þykir sinn fugl fagur" en gott á meðan svo er segi eg líklega hefur samt þeim er fluttu af N.I. í vor þótt þar eitthvað að, sumir þeirra voru teknir fastir í Vinnepeg af því þeir ætluðu að fara án þess að borga stjórnarlánið (það er í allt um 80.000 dollars hve nær heldurðu að það verði borgað?) að síðustu var miðlað máluð svoleiðis að af þeim var tekið nokkuð af farangri þeirra það er verði nam, og fóru þeir við svo búið upp með Red River til Dacota og hafa þar að sögn

fengið ágæt lönd sem frjálsir Bandamenn. Jeg hef nú sagt þjer mitt hreinskilið álit bæði um N.I. og Minnes. og getur þú sjálfur dæmt um hvert betra muni að fara, Ef þú tekur í þig að fara hingað vestur þá láttu mig vita af því nokkuð fyrirfram svo eg geti þó að minnsta kosti hitt þig á vagnstöðvunum og ef til vill lofað þjer að vera nótt hjá mjér, Já, elsku vinur, guð gæfi að jeg gæti orðið þjer til gagns ef þú kemur hingað, Jeg vil ekki eggja þig á að koma ef þjer gengur þolanlega heima, en hitt er heilagur sannleiki að hjer í landi er langtum betra að lifa helduren á Fróni, og hjer hygg eg á að staðnæmast að minnsta kosti nokkur ár ef G.l. og þætti mjer óumræðilega væntum að fá ykkur G. systir í nágrenni hjer er en dálítið af fríu landi en það fer víst á næsta vori, af járnbrautalandi er gnægð af bestu sort fyrir 3 - 6 doll pr acre.

Nu er helsti frjettabálkurinn á enda og hef eg því stuttlega máls á ýmsu öðru sem eg hefði helzt viljað láta órótað nema af því eg er þjer svo margskuldugur um tarhreina einlægni. Mjer þykir illt ef þið systir mín lendið í nokkrum óvinsældum við gömnlu Björgu eða það fólk fyrir mína skuld, því þó mjer væri gjört rangt til þá vil eg og reyni til að gleima því að svo miklu leyti sem það er unnt, Jeg vona að þú einasti vinurinn sem reynist mjer trúr, láir mjer ekki eða kallir mig kjarklausan þó eg gjöri þá játningu fyrir þjer sem enginn annar skal nokkurntíma af mjer heyra og það er að hve illa sem Björg Schon hefur farið eða fer með mig framvegis, þá fyrirgef eg henni það allt af hjarta og bið guð að reikna henni það ekki til

syndar því eg get alldrei nei alldrei um alla eilífð gleimt henni eða hætt að elska hana, engin elskar nema einusinni fyrir alvöru á æfi sinni og sje sú ást fyrirlitin og fóttroðin þá verður þetta jarðneska líf einsog sólksinslaus dagur sem hinn þreytti vegfarandi verður sárfeginn að sofna frá og vel er þeim sem gæeta þá gengið til hvíldar með góðri samvizku og friði við sjálfann sig, þú spyrð um hvert ég "mundi aptur geta tekið B. í sátt og treysta hjarta hennar framvegis." hefði eg ekki verið hræddur um að þú ef til vill tækir þögn fyrir samsinning þá er hætt við að þú hefðir orðið að bíða eptir svari uppá þessa spurning en svo hjer verði enginn misskilningur þá set eg hjer eitt járnkaldt já helkalt Nei og heldur skal endurminningin um þetta bernskulega gönuskeið svíða og særa mig til dauða en að eg niðurlægi svo

Myndir:1234567891011