Nafn skrár: | JohHal-1878-07-06 |
Dagsetning: | A-1878-07-06 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4416 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Halldórsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1855-09-10 |
Dánardagur: | 1935-09-10 |
Fæðingarstaður (bær): | Geitafelli |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Grenjaðarstað |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-þing. |
Texti bréfs |
hinar helgustu og hreinustu tilfinning mannlegs hjarta, að eg láti fóttroða hana optar en einusinni. það var einsog annað vísdómslega ráðstafað af drottni að láta kvennmann (jeg meina gömlu Björgu) verða til að eyðileggja æskuvonir mínar, því hefði það verið karlmaður þá var eg búinn þó syndsamlegt væri að sverja við drengskap minn og allt sem ástinni er heilagt að verja jafnvel hinu síðasta anartaki til að Jeg er búinn í bráðina að tala nokkuð margt við þig og læt eg því hjer við staðar nema að sinni jeg er þyrstur eptir að fá bréf frá þjer aptur og heyra hvað þú ætlar um Amerikuferð þína. Næsta brjef sem þú færð frá mjer færir þjer ef til vill óvæntar frjettir af mjer, meira um það síðar Heilsaðu systir minni ástsamlega, þið egið þetta bréf bæði einsog eg álít þín bréf frá ykkur báðum. Guð veri með ykkur og leiði ykkur ætíð á vegi sannrar velferðar hvert sem fyrir ykkur liggur að koma til þessa Nýja heims ellegar eyða aldri ykkar heima á okkar köldu og hrjóstugu fósturjörð. Gleimdu ekki að segja mjer í hvert sinn eitthvað af litlu dætrunum þínum Guð blessi þær þess biður af einlægu hjarta ykkur allra heittelskandi vinur og bróðir John H. Frost P.S. Þetta nafn verður þú að skrifa utaná til mín annars fæ eg ekki bréfin, seinna skal eg segja þjer hvernig á því stendur Þinn JHFrost P.T. Ulta Vista Lincoln Co Minn. July 6 Elskulegi vinur! Það hefur dregist allt of lengi fyrir mjer að svara hinu kærkomna og ágæta brjefi þínu af 15
lönd upptekin svo eg gaf upp þessa fyrirætlan að sinni, og með því enga vinnu var að fá þar í grend, þá fór eg strax norður til Granite Falls, það er lítið þorp nálægt 30 mílur bæði þótti mjer eins gott að ganga fríviljuglega í þann hópinn, einsog að verða máské seinna neyddur til þess með illu, og á hinn bóginn vóru mikil líkindi til að okkur yrði nokkurs ágengt svo eg gekk rösklega fram í að vekja óánægju hjá hinum sem voru of huglausir til að fylgja okkur, en ekkert ætlaði að duga og einn dagurinn leið eptir annan og við sáum í hendi að ekki dugði við svo búið, við vorum reknir áfram, höfðum heldur illt fæði og mikið fata- og skóslit, svo við tókum okkur til snemma á annan í Páskum áður fara skyldi til vinnu og hótuðum barsmíði og jafnvel verru hverjum sem dyrfðist að taka til verks án þess að fá meiri laun og snérust þá strax nokkrir í lið með okkur fórum við þá uppreistarmenn skamt á veg þangað er vinna átti um daginn og sátum í vegi fyrir bleyðunum sem ekki þorðu að vera með því við vorum ekki nógu mannsterkir til að beita illu nálægt tjöldunum í augsýn yfirmannanna, þá er við höfðum beðið litla stund, komu nokkrir og ætluðu til vinnu, tókum við þá fasta, gjörðum þeim tvo kosti annað hvert að ganga í lið með okkur eða sæta misþirmingum og kusu allir hinn fyrri, fórum við svo til tjaldanna og tókum alla er eptir voru bæði með illu og góðu, og "marsh"eruðum varð ekki af blóðsúthellingum en öll fyrirhöfnin varð til einskis annars en að allir hættu að vinna en þegar verkstjórinn var sloppinn úr hættunni neitaði hann að borga nokkrum af þeim sem hófu óróann, tókum við þá en að nýju til að beita hörðu og eptir nokkurn skæting hræddum við hann til að borga hvert "cent" fórum við svo í burt syngjandi skammasálm er við snérum uppá yfirmenn okkar, hafði eg þá unnið þar í mánuð og var búinn að fá allgott og ljett en vandasamt verk það var að stjórna tveimur mönnum og fjórum hestum er fylla áttu gil eitt lítið með mold og grjót er þeir sóktu nokkuð til, og þurfti eg ekki annars en standa á brautarendanum og sýna þeim hvar sleppa átti niður úr vögnunum og halda brautinni sljettri. Frá Granite Falls fór eg aptur til Minneota, vann þar nokkra daga að gjöra við járnbraut, en þareð mig fýsti mjög að eignast land, þá sló eg í ferð með Steffáni frá Ljósavatni og tveimur Vopnfyrðingum, suður í Lincoln county um 10 milur frá Minneota og tókum þar lönd 150 ekrur hver og borguðum aðeins $ 3 þannig að maður borgar $16 fyrir landpappíra og tekur 160 ekrur hvert heldur utan eða innan járnbrauta takmarka og eptir 3 ár á maður að vera búinn að planta skóg á 10 ekrum en fær ekki fullan eignarrjett á landinu fyren eptir 8 ár ef skógurinn er þriflegur, á Tree-claim landi þarf maður ekki að búa fremur en vill, en bæði á Pre-emption og Homestead landi þarf að gjöra einhverja endurbót innan 30 daga frá því það er tekið, eptir það má maður vera burtu frá því í 6 mánuði, en eptir það að búa á því stöðugt eða að minnsta kosti hafa þar heimili sitt. þessi "Tree-claim" rjettur gildir náttúrlega hvergi nema á alveg skóglausum sljettum, einsog hjer er. Viljir þú fá fleiri upplýsingar viðvíkjandi landnámslögum hjer, þá skal eg fúslega leysa úr öllu því er eg veit jeg er búinn að grafa brunn og kjallara á mínu landi og láta plægja 3 ekrur, í haust ætla eg að byggja mjer dálítið hús og fara að búa næsta vor, þjer þykir máske að þetta sje nógu mikil ráðagjörð vinur minn! en bíddu nú við og sjáðu til hvert eg fer ekki að verða stöðugri í rásinni hjereptir en hingaðtil, því eg er nú orðinn sannfærður um að það er ekkert líf jafn rólegt og affarasælt einsog bændalífið, samt sem áður yðrast eg ekkert eptir að hafa eydt þessum 5 árum sem eg er búinn að vera hjer til að leitast fyrir, læra málið og kynnast háttum þjóðarinnar því þesskonar er alveg ómissandi einkum fyrir okkur Islendinga sem ekkert kunnum af því er hjer má að gagni verða, þessvegna þarft þú að því reynslan um leiða í ljós að ámeðan landar þar leyfa ekki öðrum þjóðum ótakmarkaðan innflutning til sín, þá verða þeir alldrei neitt í samanburði við aðra þjóðflokka hjer, annars munu þeir vart þurfa að kvíða fyrir miklum innflutningi af öðrum þjóðum því skógarhroðinn og foræðisfláarnir kringum Vinnepeg vatn eru allt annað en girnilegur aðseturstaður fyrir þá sem hafa betra við á landi en flestir Islendingar. Eptir sögn ýsmra greindra landa sem hingað komu í vor frá Nyja Isl. þá ríkir þar einsog víða heima á Fróni þessi blindi sjálfbyrgingsskapur og ófjelagslyndi sem er hið versta átumein allrar velferðar og framfara, jafnt fyrir hvern einstakan og hverja þjóð í heild sinni. Apturfararmenn þykjast með því að draga sig frá öðrum þjóðum vissir um að geta haldið óskertu "þjóðerni og tungu" jafnvel þó margir til hálfs sem sjest ljóast á Framfara - og hinu viðrinislega orðfæri sem hann ber á borð fyrir lesendur sína enda er það ekki kyn þar sem S Hvað þjóðerninu viðvíkur þá er þetta meininga stríð Jóns og Páls verði til að vekja marga af söfnuðum þeirra allstaðar vel þar sem rækt er við lögð, hjer einsog annarstaðar þar sem nokkuð er hálendt er þurt og heilnæmt loptslag, en sagt er hjer nokkuð stormasamt á vetrum. - Land það er Islendingar fengu við Vinnepeg vatn er mestmegnis þjettvaxin smáskógur hjer og hvar með illfærum mýrum og flóum svo mjög torveldt er að leggja vegi sem farandi sjeu með hest og vagn Skógurinn er illur viðfangs og seinupprættur sakir þjettleika því víða nær hver rótin í aðra enda eru landar skamt á veg komnir í því, þier er þaðan komu í vor segja að vart muni 2 ekrur á hvern búenda til jafnaðar, ístað þess er nú mun um 20 á hvern búenda sem verið hefur jafnlengi í Minnesota, næsti markaður við Nyja Isl. er Vinnepeg þangað eru fullar 70 mílur og tekur það fleiri daga á flatbátum því um landveg er en ekki að tala, loptslag er þar saggasamt og óheilnæmt vetrar harðindi talsverdt meiri en hjer og sumar styttra, hið eina er Nyja Isl hefur framyfir Minnesota er veiðin í Vinnepegvatni enda hefur hún víst að nokkru leiti haldið í þeim lífinu þar sem af er. - Þú máské hefur orsök til að álíta þenna samjöfnuð nokkuð hlutdrægann, því "hverjum þykir sinn fugl fagur" en gott á meðan svo er segi eg líklega hefur samt þeim er fluttu af N.I. í vor þótt þar eitthvað að, sumir þeirra voru teknir fastir í Vinnepeg af því þeir ætluðu að fara án þess að borga stjórnarlánið (það er í allt um 80.000 dollars hve nær heldurðu að það verði borgað?) að síðustu var miðlað máluð svoleiðis að af þeim var tekið nokkuð af farangri þeirra það er verði nam, og fóru þeir við svo búið upp með Red River til Dacota og hafa þar að sögn fengið ágæt lönd sem frjálsir Bandamenn. Jeg hef nú sagt þjer mitt hreinskilið álit bæði um N.I. og Minnes. og getur þú sjálfur dæmt um hvert betra muni að fara, Ef þú tekur í þig að fara hingað vestur þá láttu mig vita af því nokkuð fyrirfram svo eg geti þó að minnsta kosti hitt þig á vagnstöðvunum og ef til vill lofað þjer að vera nótt hjá mjér, Já, elsku vinur, guð gæfi að jeg gæti orðið þjer til gagns ef þú kemur hingað, Jeg vil ekki eggja þig á að koma ef þjer gengur þolanlega heima, en hitt er heilagur sannleiki að hjer í landi er langtum betra að lifa helduren á Fróni, og hjer hygg eg á að staðnæmast að minnsta kosti nokkur ár ef G.l. og þætti mjer óumræðilega væntum að fá ykkur G. systir í nágrenni hjer er en dálítið af fríu landi en það fer víst á næsta vori, af járnbrautalandi er gnægð af bestu sort fyrir 3 - 6 doll pr acre. Nu er helsti frjettabálkurinn á enda og hef eg því stuttlega máls á ýmsu öðru sem eg hefði helzt viljað láta órótað nema af því eg er þjer svo margskuldugur um tarhreina einlægni. Mjer þykir illt ef þið systir mín lendið í nokkrum óvinsældum við gömnlu Björgu eða það fólk fyrir mína skuld, því þó mjer væri gjört rangt til þá vil eg og reyni til að gleima því að svo miklu leyti sem það er unnt, Jeg vona að þú einasti vinurinn sem reynist mjer trúr, láir mjer ekki eða kallir mig kjarklausan þó eg gjöri þá játningu fyrir þjer sem enginn annar skal nokkurntíma af mjer heyra og það er að hve illa sem Björg Schon hefur farið eða fer með mig framvegis, þá fyrirgef eg henni það allt af hjarta og bið guð að reikna henni það ekki til syndar því eg get alldrei nei alldrei um alla eilífð gleimt henni eða hætt að elska hana, engin elskar nema einusinni fyrir alvöru á æfi sinni og sje sú ást fyrirlitin og fóttroðin þá verður þetta jarðneska líf einsog sólksinslaus dagur sem hinn þreytti vegfarandi verður sárfeginn að sofna frá og vel er þeim sem gæeta þá gengið til hvíldar með góðri samvizku og friði við sjálfann sig, þú spyrð um hvert ég "mundi aptur geta tekið B. í sátt og treysta hjarta hennar framvegis." hefði eg ekki verið hræddur um að þú ef til vill tækir þögn fyrir samsinning þá er hætt við að þú hefðir orðið að bíða eptir svari uppá þessa spurning en svo hjer verði enginn misskilningur þá set eg hjer eitt járnkaldt já helkalt |