Nafn skrár:ArnBjo-1912-03-16
Dagsetning:A-1912-03-16
Ritunarstaður (bær):Hrísum, Svarfaðardal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Arnór Björnsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1892-07-24
Dánardagur:1956-08-21
Fæðingarstaður (bær):Syðstabæ
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hrísum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Hrísum í Svarfaðardal 16/3 '12.

Háttvirti herra!

Aðalefni þessara fáu orða er, að mér ríður á að fá svar frá yður upp á bréf það er eg skrifaði yður 20.des.f.á. því það stendur mér til baga að mörgu leiti. Að eg hef ekki fundið

yður stafar af því að eg hef ekki nema einu sinni komið til Akureyrar í vetur og hafði þá í svo mörgu að snúast að eg varð m0rgu að sleppa af því sem eg þurfti að erindsreka. Þrátt fyrir

það hvernig þetta hefir gengið svona er að samband milli mín og yðar geti verið eins gott, eptir sem áður. Hvað bókaútsölu mína snertir hef eg litlu við að bæta við fyrra

bréf mitt annað en það að eg er sannfærður um að útsala gæti þrefist ef það væri fjölbreyttar bækur að efni og frágangi og sölulaun væru svo að sæmmilegt

væri. Ef eg hefði útsölu frá yður áfram - sem eg veit ekki hvort yður er nokkur þægð í - þá þarf eg nauðsynlega að hafa það upplag af bókum að gerandi væri að fara í ferðalag með þær bæði

hér um þessa sveit og nærliggandi sveitir t.d. um haust eða fyrri part vetrar, gæti þá um leið komist það lag á að hægt væri að borga til yðar fljótlega. --- Eg vildi fara þess á leit við

yður hvort þér vilduð gjöra svo vel og gefa mér reikning yfir útteknar bækur frá seinni viðskiptum Einnig hvort eg á að senda

yður þær bækur sem óseldar eru hjá mér. Mætti

eg útvega endgamlar bækur og handrit, og þér vilduð kaupa? Fjölyrði eg nú ekki þetta meir en vænti svars hið fyrsta.

Með vinsemd og virðingu yðar

ArnórBjörnsson

Myndir: