Nafn skrár: | JohHal-1879-02-02 |
Dagsetning: | A-1879-02-02 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4416 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Halldórsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1855-09-10 |
Dánardagur: | 1935-09-10 |
Fæðingarstaður (bær): | Geitafelli |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Grenjaðarstað |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-þing. |
Texti bréfs |
February 2 Elskul vinur! Brjefið þitt af 19 oct. fá. kom fyrst hingað í fyrrakvöld og áttu margfaldar þakkir skilið fyrir það. síðan jeg skrifaði þjer síðast hef jeg staðið í allrahanda stórræðum, Mig minnir að jeg gæti um stúlkuna mína við þig síðast hún kom frá Milw. seint í October og svo giptum við okkur 28 að hægt er að lifa í, þessvegna hika jeg ekki við að segja, Kondu hingað í herrans nafni, og hugsaðu þig ekki lengi um, því tíminn er dýrmætur, og jeg skal færa þjer heim sanninn um að þú skiptir mikið til hins betra, Jeg get naumast hugsað til að þú skulir vera lengur á Íslandi þar sem harðindi og Feb 3 Nú kem jeg aptur til ljúka við þetta fánýta brjef þú biður mig að senda þjer mind af mjer, því þú eigir ekki nema eina sem þjer líki ekki Jeg hef aðeins látið taka af mjer tvær mindir síðan jeg kom vestur og hef sent þjer þær báðar fyrir löngu, en samt ætla jeg að senda þjer seinni mindina mína, þó hún sje nú orðin nokkuð ólík mjer, komi hjer "Photographer" í sumar þá skaltu fá mindir af mjer og konunni tilsamans, til bráðabyrgða sendi jeg þjer mind af henni sem var tekin fyrir þremur árum og er ekki vel lík. - þú segist hafa gaman af að vita um ýmsa er þú þekkir hjer vestra en sem ekki skrifa þjer, og verður mjer þá fyrst fyrir að minnast á Lopt Jónasson hann hefur 80 ekrur af landi og allgott hús 7 mílur norður hjeðan, hann býr með Aðalbjörgu frænku þinni, þau hafa átt saman tvö börn sem bæði lifa, Loptur skyldi við fyrri konu sína að lögum í sumar, en er þó enþá ógiptur Aðalbjörgu, honum líður vel í efnalegu tilliti, drekkur varla neitt enn vinnur altaf, hann talar vel Norsku en varla neitt í Ensku. - Jónas langi er í Milwaukee, hann heldur saumabúð og hefur optast atvinnu, samt er hann að kalla í skítnum, að nokkru leyti fyrir sóðaskap, hann talar lítið Ensku enþá Guðrún Aradóttir er 8 mílur hjeðan gipt manni úr Vopnafirði þeim líður vel, Steffán frá Ljósavatni er Now, Dear Friend! as I said before, I want you to make up your mind and come over here, I give you my word for it John H Frost |