Nafn skrár: | JohHal-1879-05-12 |
Dagsetning: | A-1879-05-12 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4416 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Halldórsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1855-09-10 |
Dánardagur: | 1935-09-10 |
Fæðingarstaður (bær): | Geitafelli |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Grenjaðarstað |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-þing. |
Texti bréfs |
May 12 Elsku vinur! Þó nú sje annríki svo mikið að varla gefist tími til svefns, þá má jeg samt ekki láta hjálíða að þakka þitt dýrmæta brjef af Feb. næstl. meðt. fyrir fáum dögum af því sje jeg að þú hefur ekki fengið bref sem eg reit þjer í October. Nú vænti jeg þú hefir meðt. blað sem eg sendi í Jan. næstl. þú sjerð að jeg er orðinn svo Ameríkanskur að jeg ber ekki við að skrifa nema sem allra stuttorðast og bið jeg þig forláta það. 1 Járnbrautarfjelag eitt hjer (Winona & St. Peter R.R.Co) hefur verið að semja við mig um að fara til New York í sumar ámóti löndum sem koma að heiman til að vera túlkur þeirra á leiðinni hingað vestur en þetta er enþá óútgjört, Jeg skrifa núna Birni á Haugstöðum til þess að hann eða þeir sem koma geti látið okkur vita með hraðfrjett frá Englandi hvenær þeir sigla þaðan svo jeg eða hvar sem fer á móti þeim geti verið til staðar að leiðbeina þeim þegar þeir koma hjer til lands. Þegar eg hef betri tíma skal jeg skrifa þjer betra brjef. kystu Guðnýu fyrir mig og verið þið öll falinn guðs forsjá af ykkar elskandi vin og bróður John H. Frost |