Nafn skrár: | JohSig-1888-04-01 |
Dagsetning: | A-1888-04-01 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4533 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Sigurðsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1870-06-09 |
Dánardagur: | 1906-10-06 |
Fæðingarstaður (bær): | Skúfsstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hólahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Skriðulandi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Hólahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Winnipeg 1 aprík 1888 Kæri bróðir alla tíma sæll óskir alls góðs Eg klóra þér fáar línur bara til mála minda því eg hef því hér er dírt að lifa fæði fæst hér valla billegra en 12 krónur um vikuna svo þú skilur að það er fljótlegt að eiða peníngum hér eg kalla hér aungvanveiginn góða atvinnu þó kaup sé hátt það er bara lands vani svo menn vinni ekki firir mjög lágt kaup en ekki er maður viss að fá vinnu hér leingur en fjóra mánuði úr árinu það sem nokkur vinna gétur heitið Mart er dírt hér sem maður þarf að kaupa til dæmis skófatnaður og ímislegt sem vinnumenn þurfa er flest dírara en heima Mér er nú farið að leiðast að vera að flækjast hér í bænum vinnulaus og skulda fæði mitt því eg er nú orðinn peningalaus svo eg bíst við að eg fari bráðlega rúmar 100 hundrað mílur hér vestur í land í vist til enskra og er það leiðinlegt að vera mállaus hjá enskum og það hefur mér þókt eitt með því versta það lítið sem eg hef hjá enskum er búinn að vera talsvert með enskum en maður hefur meira en lítið ílt af því á meðann maður kann ekki málið og það er ekki svo fljótlært og það álít eg að mikið verið á Skriðu landi og í vetur hef eg heirt að þú hafir verið í viðvík og Líði þér alla tíma betur en eg fæ óskað það mælir á meðann heitir þinn ónítur bróðir Jóhannes Sigurðsson adresa: Mr Jóhannes Sigurðsson St.Claton P O Manitóba Canada NW In Care of Stephán S Olíver |