Nafn skrár:JohSig-1888-04-01
Dagsetning:A-1888-04-01
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4533 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jóhannes Sigurðsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1870-06-09
Dánardagur:1906-10-06
Fæðingarstaður (bær):Skúfsstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hólahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Skriðulandi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hólahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Winnipeg 1 aprík 1888

Kæri bróðir alla tíma sæll óskir alls góðs Eg klóra þér fáar línur bara til mála minda því eg hef au aungvar fréttir að skrifa þér þær litlu fréttir sem eg hafði skrifaði eg að Skriðulandi svo eg nenni ekki að vera að rispa það opt því eg veit að þú gétur æfinlega sjeð það af mér er ekkert að segja nema eg kann hér ílla við alt og er heldur vonlítill um að eg festi hér indi og þo þikir mér verra að mér finst loftslag eiga hér ílla við mig, mér virðist loftið vera hér einhvernveginn drúngalegt og óviðfeldið. Eg var í haust og vetur suður í dakota þángað til snema í febrúar fór eg híngað til bæarins og var hér lítinn tíma, síðann ferðaðist eg ofan til nía Íslands og var mánuð í því ferðalægi og fór þar víða síðann fór eg híngað aftur og hef verið hér síðann og hef verið altaf vinnulaus og þikir mér það heldur mótdráttarsamt líf

því hér er dírt að lifa fæði fæst hér valla billegra en 12 krónur um vikuna svo þú skilur að það er fljótlegt að eiða peníngum hér eg kalla hér aungvanveiginn góða atvinnu þó kaup sé hátt það er bara lands vani svo menn vinni ekki firir mjög lágt kaup en ekki er maður viss að fá vinnu hér leingur en fjóra mánuði úr árinu það sem nokkur vinna gétur heitið Mart er dírt hér sem maður þarf að kaupa til dæmis skófatnaður og ímislegt sem vinnumenn þurfa er flest dírara en heima og það svo maður er oft eins fljótt búinn að eiða 1 dollars hér þegar maður er að versla eins og 1 krónu heima

Mér er nú farið að leiðast að vera að flækjast hér í bænum vinnulaus og skulda fæði mitt því eg er nú orðinn peningalaus svo eg bíst við að eg fari bráðlega rúmar 100 hundrað mílur hér vestur í land í vist til enskra og er það leiðinlegt að vera mállaus hjá enskum og það hefur mér þókt eitt með því versta það lítið sem eg hef hjá enskum verið og mér finst líka að eg muni aldrey læra málið hvað leingi sem eg flækist hér þó það auðvitað sje ekki vel að marka fir en maður

er búinn að vera talsvert með enskum en maður hefur meira en lítið ílt af því á meðann maður kann ekki málið og það er ekki svo fljótlært og það álít eg að mikið vel væri til vinnandi að kosta til þess að læra ensku heima ef maður á annað borð gæti það hita og kulda kalla eg hér ákaflega skaðlegt firir heilsu mans enda hefur mönnum orðið að því því menn hafa oft feingið sólslag og sálast á fáum mínutum eins vill það til að menn frjósa í her og það á stuttum tíma Hér úr bænum er ekkert að frétta af neinu sem eg veit til nema sjaldan og aldrey líður svo dagur að ekki sé einhver hér settur inná svarthol og er það mest firir drikkjuskap og svo þar af leiðandi íllindi 2 menn hafa verið drepnir hér í bænum og síðann eg kom hér vestur og náðust báðir morðíngarnir en hvorugann þeirra er búið að taka af enn þá en samt eru þeir báðir sjálfsagðir að líflátast Ekkert bréf hef eg feingið enn að heimann en ofur lítið hef eg frétt samt af tíðarfari í sumar og manna lát eg hef frétt að þú hafir verið í viðvík í sumar nema 1 viku sem þú hafir

verið á Skriðu landi og í vetur hef eg heirt að þú hafir verið í viðvík og 00 hafir verið að læra latínu og eru menn alveg forviða að þú skulir vera að læra hana svona gamall því menn þikjast eiga víst að þú farir ekki í Lærða skólann Eg ætla að biðja þig að að skrifa mér einhjvern tíma í sumar og segja mér þær fréttir sem þú getur líka hefði eg gaman af að vita hvert þú hugsar nokkuð til ameríku ferðar sem eg skal aldrey egga þig í eða hvað þú hugur hugsar þér að taka firir Eg gleimdi að setja utaná skrift til mín í bréfið sem eg skrifaði að Skriðulandi svo eg bið þig að leiðbeina því Svo fer eg að hætta þessu klóri og bið þig að firir géfa leiðann stíl og ljóta skrift

Líði þér alla tíma betur en eg fæ óskað það mælir á meðann heitir þinn ónítur bróðir Jóhannes Sigurðsson

adresa: Mr Jóhannes Sigurðsson St.Claton P O Manitóba Canada NW

In Care of Stephán S Olíver

Myndir:123