Nafn skrár: | JohSig-1889-04-05 |
Dagsetning: | A-1889-04-05 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4533 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Sigurðsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1870-06-09 |
Dánardagur: | 1906-10-06 |
Fæðingarstaður (bær): | Skúfsstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hólahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Skriðulandi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Hólahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Elskulegi bróðir kær heilsan Hjartanlega þakka jeg þér bréf þitt ds 2. feb. næstl. af mér meðtekið í gærdag jeg var alveg orðinn vonlaus um að jeg mindi fá bréf frá þér jeg hugsaði líka að bréf mitt hefði eftil vill ekki komið til skila jeg er nú staddur 130 mílur austur af Winnipeg í ofurlitlum bæ eða þorpi jeg hef svo sem ekkert af mér að segja mér líður þolanlega jeg hef oftar verið við vinnu í vetur en haft lágt kaup jeg hef verið nokkuð heilsu góður í vetur og síðann í ágúst í næstliðið sumar að öðru er því að jeg fann talsvert til brjóstveiki í vetur þegar jeg var að vinna því jeg vann mestalt úti og það er kalt að vera hér úti um miðjann vetur dag eftir dag hvaða veður sem er Mér finnst jeg ekki geta sagt þér neinar fréttir héðann jeg veit svo sem ekkert um það fólk sem þú þekkir því það er flest suður í Dakota en þángað hef jeg ekki komið síðann í firra vetur jeg hef flægst hér fjarska víða meðfram vegna þess að mér hefur víða leiðst og stundum þókst hafa lítið kaup jeg skal segja þér það frændi að það er örðugt að draga hér saman penínga eða svo virðist mér hér er allt svo dírt sem maður þarf að kaupa til dæmis fæði föt og þjónustu og svo er alla síma sjálfsagt að maður er vinnulaus nokkurn tíma af árinu og þá er fljótgert að eiða hverjum dollar það eru líka flestir lausir menn hér að þeir eiða því að vetrinum sem þeir vinna firir á sumrinu já og margur sem jetur út þá peninga í vetur sem hann vinnur firir næsta sumar og svo leiðis líf kalla jeg heldur tilkomu lítið þú segir í bréfi þínu að það géti skéð að þú komir hér vestur það vil jeg hvorki afráða þig eða heldur ráða þér til að koma en eftir minni skoðun kalla jeg það heldur neiðar úrræði mér líst ekki svo vel á að lifa hér en það sínist sitt hverjum það gétur vel verið að þér virtist annað ef til vill það er trúlegast eða líkara til ef jeg á nokkurt líf firir hendi að jeg komi heim til Islands og gétur komið firir að ekki verði ákaflega lángt þángað til jeg er hræddur um að jeg festi seint indi hér ímsra orsaka vegna Mér finst jeg ekkért hafa til að skrifa þér kæri bróðir og gæti jeg þó margt talað við þig ef jeg feingi tæki færi til þess þú veist að jeg er einginn snillingur að skrifa eða stíla first held jeg að jeg sje ekki með þeim hæfilegleikum fæddur og svo hef jeg hvorki lært það eða annað eins og þú þekkir þú verður þess vegna að forláta þá bréfið sje bæði stutt og fáfeingilegt Illa útreið þikir mér þú aungvan veiginn geta haldið áfram eða komið fram firirætlan þinni ef þú færð aungvann hjálpar mann en það er til lítils firir mig að rausa um það það er hlutur sem jeg gét ekki ráðið bót á því alt svo fátækur jeg var á Íslandi þá er jeg þó margfalt fátækari hér og verð ef til vill leingst Ef þú skrifar mér þá held jeg að þú meigir skrifa utaná eins og fir því jeg fæ bréfið einhverntíma þó seint géti orðið eins og þettað Mér er ómögulegt að vita hvar jeg verð í sumar jeg er í standi til að verða eftir fáa daga að verða kominn marg hundruð mílur þaðann sem jeg er nú maður er fljótur að ferðast hér Vertu æfinlega sæll Guð annist þig þess óskar þinn lítilsverður bróðir Jóhannes Sigurðarson |