Nafn skrár: | JohSig-1891-08-04 |
Dagsetning: | A-1891-08-04 |
Ritunarstaður (bær): | Skriðulandi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Skag. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4533 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jóhannes Sigurðsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1870-06-09 |
Dánardagur: | 1906-10-06 |
Fæðingarstaður (bær): | Skúfsstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hólahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Skriðulandi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Hólahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Skriðulandi 4 ágúst 1891 Kæri bróðir Hjartans þakklæti eiga þessar línur að færa þér firir bréf þín það hefur dreigist að eg skrifaði þér bæði af skeitíngar leisi og svo hef jeg haft nóg að gjöra . þá verð eg að reina að segja þér ögn frá hafa farið af Islandi Þorfinnur blindi hefur það gott framifir allar vonir Þorlákur sonur Þorfins er komin til nía Islands hann er ógiftur og siskin hans öll Jón Benidiktsson er hjá Guðmundi Pétursini frá Smiðsgerði og Gunnar sonur hans Jón held eg sje líkur sjálfum sjer honum leiðist og lángar heim til Islands en líklega kémst það seint. Sigurður frá Marbæli var first eftir að hann kom vestur í Dakota firir 2 árum síðann flutti hann vestur undir kletta fjöll og er í dauðans sem við þekkjum Grímur ægir er þar oftar honum leiðist fjarskalega Ingibjörg er dáin Margrét frá Fjalli er þar og sinir hennar að vetrinum en á sumrin vinna þeir hér og þar Fjallasistur eru í Winnipeg Halldóra er gift Íslenskum manni hann heitir Magnús Sigurðson ættaður af Reikjarströnd hann er Mállaus en hefur verið leingi í höfn og lært tréskurði og er duglegur maður Sigga frænka er í Winnipeg henni líður vel Hér úr sveit er ekkert að frétta tíðin köld í vor til fardaga góð síðan grasvögstur góður víða allir búnir að hirða tún Hérá bæ líður öllum heldur vel eftir vonum Pabbi er sár lasinn en oftast á ferli af mér er svo sem ekkert að segja þú spirð hvort eg kunni nokkuð í Ensku það er sama sem ekkert eg þóktist tala brúklega Ensku þegar eg fór að vestann en bíst við að tapa því fljótt Enska bók get eg valla sagt eg hafi sjeð og þarf ekki að segja þér meira. Hross er eg búinn að eignast gömlu jörp hún er með folaldi það er rauður hestur svo fallegur að allir dást að og Eg var nærri búinn að gleima að segja þer frá folöldum sem komu hér í vor þaug eru 5 grár estur undir litlu jörp jarpskjóttur undir nös stínu grá meri undir blesa Kristins grá meri undir bleik Pabba öll folöldinn eru falleg og vökur eg gelti folöldinn í vor svo þú giskar á hvort eg er montinn að vera orðinn Hestgeldíngur eins og Grímur Þú spirð hvað eg taki firir það verður víst ekki neitt eg ætlaði að vera kaupmaður hjá Pabba í sumar nema það sem eg þirfti að heyja handa hrossunum svo ætlaði eg að vera fjármaður í vetur líklega hér á bæ eða þá annarstaðar en nú bíst eg ekki við að eg vinni firir milum Peníngum í sumar firir rúmum hálfum mánuði var eg á ferð yfir í hjaltadal þá vildi svo til að gamla jörp datt flöt með mig í Hríngvershlaðbrekkunni hún fór ögn í öðrum stað en eg ætlaði og hljóp í arfaflekk en regn var og sleipa eg varð undir henni með vinstri fótinn svo hann knúsaðist og laskaðist að mun en samt gékk hann ekki úr lægi að það gæti heitið eg reið strags útað Viðvík og bað Prest að skoða fótin hvort hann hefur haft betur vit á því en eg veit eg ekki en ekki batt hann um hann enda held eg þess hafi ekki verið beinlínis þörf svo ætlaði eg að ríða heim um kvöldið en það |