Nafn skrár:AudGis-1886-11-22
Dagsetning:A-1886-11-22
Ritunarstaður (bær):Þverá
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Frænka Einars?
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Auður Gísladóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1873-03-02
Dánardagur:1962-07-27
Fæðingarstaður (bær):Þverá
Fæðingarstaður (sveitarf.):Grýtubakkahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þverá 22 nov 1886

Kæri frændi!

Af því jeg veit að svo margir skrifa þjer og senda þjer sínar bramandi heillaóskir, vil jeg ekki vera annara eptirlátur í því efni. Jeg óska þjer þá og kærustunni þinni

til hamingju og blessunar, og bið þess að vegir ykkar verði ætið sljettir og blómum stráðir. Leiðinleg er fjarlægðin og jeg sje að jeg get ekki

yfirbugað hana, nema með þvi að reyna að fá mjer

oskastein, en hann er víst óvíða að fá nema ef það væri á Hornströndum. En ef jeg með einhverjum ráðum gæti náð í hann skyldi jeg fljótlega færa mjer hann í

nyt og óska mjer suður til ykkar. Gott væri þá líka að eiga hulinshjálsstein svo þið sæuð mig ekki. gæti jeg þá i meira næði athugað það sem fyrir augun bæri, og

hlustað á það sem að eyrunum slæddist;

en einkum ætti þettað við þegar kemur að hinum háheilaga heiðurs degi ykkar mundi jeg þá að fornum sið læðast með borðum og ná mjer smá bitlingum í

sarpinn á meðan hin æðri skilnigarvilinn neyttu sinnar fæðu á tilbærilegan hátt. Jeg vona svo góðs til þin að þú sendir mjer seðil við þóknanlegt tækifæri svo jeg

géti vitað hvert þú hefir meðtekið þessar línur þökk væri mjer á ef þúvildir gera svo vel að stinga þessu rugli í eldinn. Kveð jeg

þig svo óskandi gleðilegs vetrar. þin elskandi frændsystir

Auður Gísladóttir.

Myndir:12